Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 23
áreiðanlegur
leiðbeinandi!"
sagði Jason
„ég sé ekkert
því til fyrir-
stöðu að
fara fleiri
svona ferðir
ef að þú
verður leið-
beinandinn."
Lexía
Við erum
kannski ekki að
fara í fallhlífa-
stökk, í alvörunni, en
við höfum vin sem við
getum treyst, hann hefur lofað
að fara með okkur í gegnum geiminn á
leiðinni til himnaríkis. Jesús er ekki
aðeins traustverðugur heldur elskar
hann okkur líka svo mikið að hann var
viljugur til að deyja svo að við gætum
farið í þessa ferð í gegnum geiminn.
Guð sýndi spámönnunum fyrir
þúsundum árum síðan að hann myndi
senda son sinn til að bjarga konum og
körlum, strákum og stelpum frá
syndinn. „En þegar fylling tímans kom,
sendi Guð son sinn,“ (Gl 4.4). Guð
stóð við sln orð. Við getum treyst á
hann. Ekki furða að Davíð konungur
hafi sagt: „Orð þitt, Drottinn, varir að
eilífu, það stendur stöðugt á
himnum." (Sl 119.89).
Loforð Krist eru alltaf traustverðug.
Hann stendur við loforð sín. Áður en
hann fór aftur til himins, sagði hann
lærisveinum slnum að verða öruggir
því að „Þegar hjálparinn kemur, sem
ég sendi yður frá föðurnum, sannleik-
sandinn, er út gengur frá föðurnum,
mun hann vitna um mig.“ (Jóh 15:26).
Alveg eins og Jesús lofaði urðu
lærisveinarnir skyndilega fylltir af
„heilögum anda og tóku að tala öðrum
tungum, eins og andinn gaf þeim að
mæla.“(P 2.4) þegar þeir voru allir
saman komnir á Hvítasunnunni. Já,
Jesús lofar okkur, „Væri ekki svo, hefði
ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa
yður stað? Þegar ég er farinn burt og
hef búið yður stað, kem ég aftur og tek
yður til mín,“ (Jh 14.2-3). Hann mun
koma til baka og við viljum vera til-
búinn til að mæta honum.
Hagnýting
Spyrðu krakkana hvort að eftirfarandi
loforð I Biblíunni hafi ræst fyrir þau og
hvettu þau sérstaklega til að segja frá
einstökum atvikum. [Vertu undirbúin/n
því að segja frá þinni reynslu til að þá
þau til að byrja.]
1. 1Jh 1:7 — Ef við „göngum I Ijósinu"
frá Jesús „þá höfum vér samfélag hver
við annan."
2. 1Jh 1.9—„Efvérjátum syndir vorar,
þá er hann trúr og rétt-
látur, svo að hann fyrir-
gefur oss syndirnar og
hreinsar oss af öllu
ranglæti."
3. Sl 23.1,6—
„Drottinn er minn
hirðir, mig mun ekkert
bresta.“ eða „Já,
gæfa og náð fylgja
mér alla ævidaga
mína, og í húsi Drottins
bý ég langa ævi.“
Þú getur getur treyst á öll
loforð Biblíunar „því að trúr
er sá, sem fyrirheitið hefur
gefið." (Heb 10.23). Endurtakið
minnisversið saman.
Umræða
Guð vill að við segjum öðrum hversu
traustverðugur vinur Jesús hefur verið
fyrir okkur.Veljið svo félaga og æfið ykkur
í þvl að segja frá því hversu traust-
verðugur ykkur finnst Jesús.
Verkefni
Leysið gátuna og finnið út hvaða eftir-
farandi einstaklingar í Biblíunni voru
traustverðugir.
1. Móses treysti njósnurunum fyrir því að
koma með góðar fréttir til baka. Hverjir
tveir voru traustverðugir?2. Gyðingarnir
treystu þessari hugrökku drottningu fyrir
því að bjarga þeim frá óvinum sínum.
Hvað hét hún?
3. Þessi traustverðugi ungi maður fór í
fangelst Faraós.
4. Þessi traustverðuga stúlka passaði
barn á meðan það svaf í litlum bát á
vatninu.
5. Þessi traustverðugi ungi maður var
vinur Páls postula (Getur verið meira en
eitt nafn.)
Ef tími gefst til, þá skaltu fá krakkana
til að búa til þeirra eigin gátur.
Miðvikudaqur
Glænýtt heimili
Minnisvers
í húsi föður míns eru margar vistar-
verur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt
yður, að ég færi burt að búa yður
stað? Þegar ég er farinn burt og hef
búið yður stað, kem ég aftur og tek
yður til mín, svo að þér séuð
einnig þar sem ég er. (Jh 14.2,
3).
Viðbúin, tilbúin...
Skiptið krökkunum í fjögra manna
hópa. Gefið hverjum hóp A3 blað
og breiðan tússpenna. Fáðu hvern
hóp til að skrifa lista yfir þá hluti
sem þau vildu taka með sér ef þau
væru að flytja til útlanda.
Saga
Það áttu að verða miklar breytingar í
landinu. Allir voru að tala um nýjan her
sem var að steypa stjórnvöldum af stóli
í landinu þeirra.
Acosta fjölskyldan ákváðu að þau
skildu flýja land áður en það yrði um
seinan. Þau ákváðu að faðirinn skildi
fara fyrst yfir landamærin og finna
vinnu og stað til að búa á fyrir konuna
sína og tvo syni.
„Bless pabbi" sögðu Pedro og Juan
grátandi þegar að þeir föðmuðu pabba
sinn í síðasta sinni áður en hann fór
upp í rútuna. „Komdu fljótt að sækja
okkur.“
„Það mun ég gera strákar. Hugsið
þið vel um mömmu ykkar" svaraði
faðirinn hryggur.
Dagar urðu brátt að mánuðum og á
hverjum degi biðu Pedro og Juan
spenntir eftir bréfi eða skilaboðum frá
pabba sínum. Var hann búinn að finna
vinnu? Var hann búinn að finna stað
fyrir þau að búa á?
Eftir nærri því heilt ár kom loksins
bréf frá pabba. Mamma las bréfið
vandlega fyrir strákana.
„Góðar fréttir! Pabbi er búinn að
finna stað fyrir okkur til að búa á. Hann
er að gera húsið upp til þess að það
verði tilbúið fyrir okkur," útskýrði
mamma glöð.
„Frábært, hvenær flytjum við?“
sagði Juan spenntur.
„Getum við byrjað að pakka niður?"
vildi Pedro vita.
„Góð hugmynd,“ sagði mamma „en
pakkið aðeins nauðsynlegum hlutum,
við megum ekki vera með mikinn
farangur."
Vika leið, þau virtust ekkert vera á
leiðinni að flytja. Pedro varð óþolin-
móður.
„Af hverju er pabbi svona lengi? Er
hann búinn að gleyma okkur?" sagði
Juan í kvörtunartón.
„Juan,
pabbi
AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007