Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 17

Aðventfréttir - 01.11.2007, Blaðsíða 17
SEINNI LAUGARDAGUR Þegar Guð endurskapar alla hluti Eftir Ellen G. White Endurkoma Krists stendur fyrir dyrum. Hann hét lærisveinunum því nokkru fyrir uppstigninguna að hann kæmi aftur. „Hjarta yðar skelfist ekki," sagði hann, „[ húsi föður míns eru mörg híbýli.........ég fer að búa yður stað, og þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er“ (Jh 14.1-3). Kristur mun koma aftur í skýjum himinsins í mætti og mikilli dýrð. Ótölulegur fjöldi skínandi engla verður í för með honum. Hann mun koma til að heiðra þá sem elska hann og breyta samkvæmt vilja hans og taka þá til sín. Hann hefur ekki gleymt sínum né fyrirheiti sínu. Fjölskyldur munu sameinast á ný. Þegar við kveðjum ástvin hinstu kveðju þá höfum við fyrir hugskotssjónum okkar þegar básúnur Guðs munu hljóma og „dánir munu upp rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast" (1Kor 15.52). Þessi tími stendur fyrir dyrum. örstund enn og við munum sjá konung konunganna í allri sinni dýrð. Örstund enn og hann mun færa hina frelsuðu „fram fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögnuði" (Jd 24). Jörðin endursköpuð Mannleg tunga fær ekki lýst því sem bíður hinna frelsuðu. Það verður eingöngu reynsla hinna endurleystu þar sem hinn sanni hirðir mun leiða hjörð sína að uppsprettum hins lifandi vatns. Á hverjum mánuði munu þeir njóta ávaxta lífsins trés og lauf þess verða til lækningar þjóðunum. Á bökkum kristal- tærra ánna sem aldrei þverra veitir laufskrúð trjánna þeim forsælu sem endurleystir eru í Drottni. Víðáttumiklar sléttur renna saman við ómælisfagrar hæðir og háreistir fjallatindar vitna um dýrð og dásemd Guðs. Það er á þessum friðsælu sléttum, við hið lifandi vatn, sem hinir endurleystu munu búa. Að baki er hin langa þjáningarganga. „Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins, í híbýlum ör- uggleikans og í rósömum bústöðum" (Jes 32.18). „Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tor- tíming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla Hjálpræði múra þína og Sigurfrægð hlið þín“ (Jes 60.18). „Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta vingarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta........... og mínir útvöldu skulu sjálfír njóta handaverka sinna" (Jes 65.21-22). öll tár eru að baki, tími líkfylgda liðinn, sorgin endanlega horfin. „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið" (Op 21.4) „Og enginn borgarbúi mun segja: Ég er sjúkur. Fólkið, sem þar býr, hefir fengið fyrirgefning misgjörða sinna" (Jes 33.24). Réttlætiö mun ríkja á hinni nýju jörð. „Þetta eru þeir, sem komnir eru úr þrengingunni miklu og hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins. Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs og þjóna honum dag og nótt í musteri hans, og sá, sem í hásætinu situr, mun tjalda yfir þá“ (Opb 7.14-15). 1 Samfélag með Jesú Jesús mun á þessum tíma fara fyrir fólki sínu að vatni lífsins og veita því innsýn í ómælisdjúp sannleikans. Hann mun opna augu þess fyrir undrum náttúrunnar. Það mun sjá sem í víðsjá snilli hins mikla listamanns í litadýrð blómanna og djúp- stæðan undirtón tilverunnar úr hendi hins miskunnsama föður alls, sem útdeilir sérhverjum Ijósgeisla. Með heilögum englunum munu hinir endurleystu syngja Guði lof og dýrð fyrir dásemdarverk hans gagnvart vanþakklátum heimi...2 Innan skamms munum við líta hin fyrirheitnu heimkynni okkar. Þar mun Jesús leiða okkur meðfram lífsins lindum sem spretta fram undan hásæti Guðs. Hann mun opna augu AÐVENTFRÉTTIR • Nóvember 2007

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.