Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 14
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 06 15 Draumaferð á hverjum degi ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Ef þú vilt sparneytinn og rúmgóðan fjölskyldubíl sem kemur skemmtilega á óvart er óþarfi að leita lengra. Nýr Mercedes-Benz B-Class eyðir frá aðeins 4,4 l/100 km í blönduðum akstri og mengar svo lítið að hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu kostar frá 5.090.000 kr. Hlökkum til að sjá þig í sýningarsal Öskju á Krókhálsi 11. Mercedes-Benz B-Class 180 CDI með 7 þrepa sjálfskiptingu, rafstýrðri árekstrarvörn og glæsilegum aukahlutapakka. Verð 5.590.000 kr. Til afhendingar strax. · Hiti í sætum · Inniljósapakki · Hraðastillir · 16” álfelgur · Heilsársdekk · Bakkmyndavél · Krómpakki · Rafstýrt bílstjórasæti með minni · Sæta-þægindapakki · Málmlitur Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@ frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@fretta- timinn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. F F ramlög Íslendinga til menntamála teljast há í alþjóðlegum samanburði en þau nýtast illa. Þetta kom fram í tillögum sem verkefna- stjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld kynnti í liðinni viku og greint var frá í Fréttatímanum. Ís- lenskir nemendur útskrifast tveimur árum seinna úr framhaldsskóla en jafnaldrar í Evrópu, 20 ára en 18 ára þar. Þá eru Íslendingar almennt lengur í háskólanámi en ungt fólk í Evrópu. Meðalaldur ís- lenskra háskólastúdenta er 28 ár en 23 ár í Evrópu. Þjóðhagslegur ábati af útskrift ís- lenskra nemenda á sama aldri og gerist í Evrópu er mikill og löngu tímabært að stefna að slíku. Með því að stytta grunnskólann um eitt ár og framhaldsskólann um annað eykst landsframleiðsla á bilinu 3 til 5 prósent vegna þess að tveir árgangar bætast við vinnumarkaðinn fyrr en ella. Að samráðsvettvangnum koma leið- togar stjórnmálaflokka og forsvarsmenn atvinnu- lífsins. Þau stjórnvöld sem við taka innan skamms hljóta að taka tillögur vettvangsins með í sinn reikning. Þar eru sett fram þau markmið að meðal- hagvöxtur nemi 3,5 prósent á ári fram til ársins 2030. Takist það gæti Ísland náð fjórða sæti það ár í samanburði OECD-ríkja hvað varðar verga lands- framleiðslu á mann. Miðað við óbreytta spá yrði Ísland í 15. sæti. Ríki stöðnun færi landið niður í 28. sæti, langt undir meðaltal OECD-ríkjanna. Stórfelld endurskoðun á skólakerfinu er meðal þess sem þörf er á til að auka hagvöxt svo íslensk þjóð komist aftur í hóp þeirra þjóða sem búa við best lífskjör, að mati verkefnastjórnarinnar. Fjár- muni þarf að nýta markvissar en Íslendingar eyða 8.1 prósent af vergri landsframleiðslu í menntamál en hin Norðurlöndin að meðaltali 6,8 prósent. Þrátt fyrir þetta er árangur Íslendinga lakari. Aðeins 44 prósent þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla á Ís- landi ljúka fjögurra ára námi. Annars staðar á Norð- urlöndunum er meðaltalið 65 prósent af hverjum ár- gangi. Íslendingar leggja meira fé til grunnskólans en hin Norðurlöndin en framlög til framhaldsskóla og háskóla eru lægri hér á landi. Ýmislegt ræður þessu en ekki síst að fámennir skólar hér eru óhagkvæmar rekstrareiningar. Verkefnastjórnin leggur til verulega fækkun þeirra. Fram kemur enn fremur að íslenskir kennarar nýta tiltölulega lítinn hluta af vinnutíma sínum í kennslu sem dregur úr framleiðni þeirra. Skýrsluhöfundar telja að auka megi framleiðni grunn- og framhalds- skólastigsins um fjórðung meðal annars með því að stækka grunnskólaeiningarnar. Ávinninginn af því að auka kennsluhlutfall og fjölga í bekkjum á, að mati vettvangsstjórnarinnar, að nýta að til að hækka laun kennara. Skortur á raunvísinda- og tæknifólki, sem er einn helsti þröskuldur í vegi aukins hagvaxtar, er hvatn- ing til þess að fjölga þeim sem útskrifast úr raun- greinum og verkfræði á háskólastigi. Sé mið tekið af Norðurlöndunum er hlutfall þeirra lægst hér á landi. Vakin er athygli á fjölda háskóla og rann- sóknarstofnana hér og því að framlag til rannsókna og þróunar sé illa nýtt en hér er því dreift milli sjö háskóla, 14 opinberra rannsóknarstofnana og 190 þekkingarsetra. Danir hafa náð miklum ávinningi með því að fækka háskólum úr tólf í átta. Ónefnt er, sem ekki var rakið í samantekt Frétta- tímans, hátt hlutfall íslenskra námsmanna 16 ára og eldri sem vinnur með námi en í rannsókn Hagstof- unnar fyrir nokkrum árum kom fram að það hlutfall væri nær 60 prósent. Rannsóknir sýna – og þarf þær tæpast til – að námsárangur þeirra sem vinna með skóla er lakari en annarra nemenda, enda er nám full vinna. Í umræðum um fyrrnefnda rannsókn kom fram að ástæður fyrir mikilli vinnu nemenda með námi, að meðaltali 27 stundir á viku, væru einkum breyttar neysluvenjur. Fæst ungmennanna ynnu af illri nauðsyn eða vegna þess að þau þyrftu að leggja sitt af mörkum í heimilisrekstur. Rangar áherslur og illa nýtt fé Menntakerfi á villigötum Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Varamenn á bekknum Þetta er vægast sagt mjög sérkennilegt verklag og snýst ekki um traust á formönn- unum. Frekar mætti halda því fram að þetta snúist um van- traust formannanna á öðrum forystumönnum flokkanna. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að varaformenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks séu ekki komnir að stjórnarmyndunar- viðræðum. Pottapartí Kannski það verði tekið fyrir þegar þeir eru komnir í heita pottinn? Össur Skarphéð- insson, fráfar- andi utanríkis- ráðherra, hefur verið virkur í stjórnmálaskýr- ingum á vefnum. Hann greinir hlýja strauma milli Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs í sumarbústaðaferðum þeirra. Allir nema Árni Páll Konan fær lof fyrir að vera smart í tauinu en karlinum hrósað fyrir að vera gáfaður! Ragna Árnadóttir, aðstoðarfor- stjóri Lands- virkjunar, setur upp kynjagleraugun en horfir fram hjá Árna Páli Árnasyni sem er iðulega dæmdur af útlitinu. Traustur eins og Billy- bókahilla! Ég trúi þessu ekki upp á hann, ég skil þetta ekki, Aldraður faðir annars höfuð- paursins í stóra IKEA málinu ræddi við DV og vill ekki trúa neinu misjöfnu upp á son sinn. Forsendubrestur! Ég verð reyndar að viður- kenna að nýjustu upplýsingar um stöðuna og horfurnar í ríkisfjármálunum eru verulegt áhyggjuefni. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, áttar sig á að staða ríkissjóðs er verri en hann gerði ráð fyrir.  Vikan sem Var 14 viðhorf Helgin 17.-19. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.