Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 65

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 65
B jörn G. Björnsson leikmyndahönnuður hefur sent frá sér fjórar bækur í nýjum flokki sem kallast Íslenskur menn- ingararfur. Þetta er einstök ritröð um sögustaði, menn- ingarminjar og íslenska byggingarlist, handhægar bækur með ríkulegu mynd- efni og stuttum texta. Í hverri bók er kort sem sýnir staðsetningu bygginganna sem fjallað er um. Bækurnar eru áhugaverð- ar fyrir alla sem vilja vita meira um menningararfinn, bæði Íslendinga og ferða- menn, en þær koma út bæði á íslensku og á ensku í þýð- ingu Önnu Yates. Lítið hefur verið um bækur af þessu tagi á ferðabókamarkaðnum þar sem aðaláherslan hefur verið á landið og náttúruna. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, ritar for- mála í bókina um torfkirkj- urnar. Höfundurinn hefur fleiri bækur á prjónunum en þær fyrstu sem koma út eru þessar: HÚS SKÁLDANNA Hér heimsækir Björn Snorrastofu í Reykholti, Hraun í Öxnadal, Dav- íðshús, Sigurhæðir og Nonnahús á Akureyri, Skriðuklaustur í Fljótsdal, Þórbergssetur á Hala og Gljúfrastein í Mosfellssveit og fjallar um sýningu á mið- aldahandritum í Þjóðmenn- ingarhúsi. TORFKIRKJUR Á ÍSLANDI Torfkirkjurnar eru með því merkasta í íslenskri bygg- ingarlist, þær sem enn standa eru aðeins fimm og sú sjötta er sett saman úr viðum eldri kirkju. Víði- mýrarkirkja í Skagafirði, Grafarkirkja á Höfðaströnd, Saurbæjarkirkja í Eyjafirði, Hofskirkja í Öræfum og Bænhúsið á Núpsstað, auk Árbæjarkirkju í Reykjavík. STÓRU TORFBÆIRNIR Örfáir stórir torfbæir eru enn uppistandandi á Íslandi, flestir á Norðurlandi, og í mörgum þeirra eru byggða- söfn. Þessir eru til umfjöll- unar: Glaumbær í Skaga- firði, Laufás við Eyjafjörð, Grenjaðarstaður í Aðaldal, Þverá í Laxárdal, Bustarfell í Vopnafirði, Safnbærinn í Skógum, Skálinn á Keldum og Árbær. ÁTTA STEINHÚS Á 18. ÖLD Á seinni hluta 18. aldar lét danska stjórnin byggja átta vönduð steinhús á Íslandi, fjögur íbúðarhús fyrir emb- ættismenn sína og fjórar kirkjur. Þau voru teiknuð af fremstu arkitektum Dana og gegna enn mikilvægu hlutverki: Stjórnarráðshúsið í Reykjavík, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, Nesstofa við Seltjörn, Hóladómkirkja í Hjaltadal, Landakirkja á Heimaey, Bessastaðastofa og Bessastaðakirkja.  kynning Fjórar nýjar Bækur Einstakur bókaflokkur um íslenskan menningararf Björn söng lengi með Savanna tríóinu en starfaði eftir það sem leikmyndahönnuður hjá Sjón- varpinu frá upphafi 1966. Síðan hefur hann starfað við hönnun leik- mynda, búninga, sviðsetninga í leikhúsum, sjónvarpi og kvikmynd- um hér og erlendis. Síðustu 20 árin hefur hann þó aðallega hannað sýningar í söfnum og setrum víða um land. Hann hefur einnig gert 70 þætti fyrir sjónvarp um menningar- minjar svo fáir þekkja menningar- arfinn betur. Björn G. Björnsson. salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Einstök ritröð um byggingarlist, sögustaði og menningarminjar eftir Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuð Tilvaldar tækifærisgjafir handa íslenskum og erlendum vinum Glæsilegar og aðgengilegar bækur fyrir unnendur íslenskrar menningar. Ríkulegt myndefni og kort sem sýna staðsetningu bygginganna. menning 65 Helgin 17.-19. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.