Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 37
Aðal- og aukahlutverk M Mæðradagurinn á sunnudaginn lét ekki mikið yfir sér en ekki er að efa að mörg móðirin fékk verð- skuldað faðmlag, koss og blóm þann dag. Sonur okkar kíkti í heimsókn, kyssti móður sína og ósk- aði henni til hamingju með daginn. Þar reyndist hann föðurbetrungur. Ég hefði að sjálfsögðu átt að muna eftir deginum og óska konu minni til ham- ingju, móður fjögurra barna okkar – og ömmu átta barnabarna. Ekki eru önnur hlutverk merkari en móðurhlut- verkið, með fullri virðingu þó fyrir hlutverki föður- ins og aukinnar og nauðsynlegrar hlutdeildar karla í uppeldi barna. Án þess að ég hafi sérstaklega verið að hugsa um mæðradaginn sem slíkan hefur móðurhlutverkið verið ofarlega í huga mér undan- farna daga. Í liðinni viku fylgdum við tengdamóður minni til grafar eftir langa og farsæla ævi. Leiðir okkar tengdamæðgina lágu saman í meira en fjöru- tíu ár og þegar ég hugsa til baka, til þeirra löngu samvista, er mér efst í huga hlutverk hennar sem móður, ömmu og langömmu. Hún var jafnaldra móður minnar sem lést fyrir tólf árum, báðar fæddust þær það merka ár 1930 þegar Íslendingar skunduðu á Þingvöll og minnt- ust þúsund ára afmælis Alþingis. Ógnir stríðsár- anna mættu þessum stúlkum á barns- og ung- lingsaldri. Þær giftu sig ungar, rúmlega tvítugar, eignuðust sín börn á sjötta og sjöunda tug liðinnar aldar þegar bjartsýni jókst á ný um aukna hagsæld. Mamma eignaðist fimm börn, tengdamamma fjög- ur, eins og algengt var á þessum tíma sem kenndur hefur verið við „barnasprengju“ eftirstríðsáranna. Þær ráku því stór heimili þar sem nóg var að gera frá morgni til kvölds – og líklegt er að stundum hafi dagurinn ekki dugað. Því hafi nóttin stundum verið nýtt, þegar ró var komin á. Þær prjónuðu og saumuðu og sáu til þess að allir hefðu nóg að borða – þótt vafalaust hafi stundum verið þröngt í búi á þessum frumbýlingsárum þegar ver- ið var að koma þaki yfir ört stækkandi fjölskyldur. Feðurnir sáust ekki fyrr en seint að kvöldi. Barna- uppeldið og heimilishaldið allt hvíldi á herðum mæðra okkar. Þær voru alfa og ómega, upphaf og endir alls í lífi okkar barnanna – með sinn breiða faðm. Margt hefur breyst í samfélaginu síðan. Þá var fátíðara að báðir foreldrar ynnu utan heimilis eins og nú er alsiða. Dagmæður og leikskólar hafa tekið að hluta við uppeldishlutverkinu en í barnæsku okkar hjóna voru mæður okkar heima – og hið sama átti yfirleitt við um aðrar mæður í hverfum okkar í sitt hvoru bæjarfélaginu. Það var því alltaf einhver til staðar þegar heim var komið, hvort heldur var til að borða, hvíla lúin bein eða leita ásjár ef eitthvað bjátaði á og þurrka þurfti tár. Í minningunni mynduðu konurnar í hverfinu – eða götunni – samfélag, hjálpuðu hver annarri. Þær litu eftir börnum hver annarrar ef sinna þurfti erindum. Við vorum heimagangar hjá vinum okkar og þeir hjá okkur. Þær lánuðu hver annarri smálegt til heimilisins ef á þurfti að halda, hvort heldur var lítri af mjólk, sykur eða smjör. Barna- skarinn var fjölmennari en nú og tilveran að sumu leyti einfaldari. Börn fóru í skóla þegar þau höfðu aldur til – eða út að leika sér og nóg var af öðrum börnum. Eldri börn gættu systkina sinna. Það var minni hætta af umferð, bílar voru til muna færri og göturnar leiksvæði, að minnsta kosti botnlangar. Það gengi varla í dag að setja upp skilti að vetri til með merkinu „Sleðagata“ þar sem allur skarinn gat rennt sér á skíðasleðum, jafnvel tengt þá sam- an í langri halarófu og látið gluða án þess að hafa verulegar áhyggjur af því að það kæmi bíll. Þegar um hægðist í barnastússinu biðu mæðra okkar önnur hlutverk, hvort heldur var við rekstur eigin fyrirtækis eða vinnu utan heimilis. Samfé- lagið breyttist og þær tóku vitanlega þátt í því, fögn- uðu auknu frelsi og sjálfstæði. Stuðningi þeirra við afkomendur var hins vegar fráleitt lokið. Umhyggj- an var söm þegar virðingartitillinn amma bættist við. Barnabörnin löðuðust að þeim. Faðmurinn var ekki síður breiður og mjúkur en áður – og stuðn- ingur við nýbakaða foreldra, okkur, skipti sköpum. Kynslóð síðar, þegar okkar börn eignuðust börn, bættist enn einn virðingartitillinn við, langamma. Ættmæðurnar gátu stoltar litið yfir farinn veg. Nú eru þessar mætu konur, mæður okkar hjónanna, báðar gengnar á fund feðra sinna – og mæðra að sjálfsögðu – að lokinni farsælli ævi. Tengdamamma naut tólf mikilvægra ára umfram jafnöldru sína, mömmu. Svo hefur öllu fleygt fram á undangengnum áratugum að okkur finnst allt of snemmt að kveðja sjötugt fólk – en enginn má sköpum renna. Nýjar mæður hafa tekið við keflinu, nútímakonur sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Vinna langan vinnudag utan heimilis, sinna börnum af kærleik – og sem betur fer láta ungu feðurnir sitt ekki eftir liggja og taka fullan þátt í öllu því sem að heimilis- rekstri og barnauppeldi lýtur. Að því leyti hefur veruleg framþróun orðið þótt ekki sé litið lengra aftur en til þess tíma er börn okkar hjónakornanna komu í heiminn. Ömmur samtímans gefa heldur ekkert eftir, önnum kafnar eiga þær alltaf tíma fyrir barnabörnin – og fá það margfaldlega endur- goldið með ást ungviðisins. Afar njóta góðs af – og reyna auðvitað að standa sig bærilega í aukahlutverkinu. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i VÖRUR SEM EIGA HEIMA Í ÞÍNU ELDHÚSI Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus Helgin 17.-19. maí 2013 viðhorf 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.