Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 27
Ég dressaði mig bara upp, setti á mig ljósa hárkollu og fór í svartan kjól með hvítum blómum. LEIÐIN TIL HOLLUSTU www.skyr.is Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringarviðmið og er merking fyrir þær matvörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Dana International sigraði í Eurovison árið 1998 og vakti það gríðarlega athygli að kona sem hafði farið í kynleiðréttingu næði svona langt í keppninni. „Ég man þegar ég sá hana fyrst. Mér fannst hún svo gullfalleg og ég öfundaði hana af því að fá að gera það sem hún vildi.“ Svanhvít var enn í felum og leið enn illa þegar hún komst á þrítugsaldurinn. Hún hafði þó eignast nokkra trausta vini sem elskuðu hana þó hún væri það sem hún kallar „öðruvísi.“ Svan- hvíti var samt alltaf ljóst að hún væri tvíkyn- hneigð. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika þegar kom að samskiptum við hitt kynið gat hún allavega talað við stráka um konur. „Ég þoldi samt ekki hvað margir hlutgera konur. Mér fannst alltaf svo óþægilegt að hlusta á það. Eins og til dæmis í ræktinni þá voru strákar alltaf að tala um rassa á einhverjum stelpum. Mér fannst þetta bara ósmekklegt,“ segir hún og er bersýnilega mis- boðið. „Margir vinir mínir héldu að ég kæmi út úr skápnum sem hommi, að einn daginn myndi ég bara mæta með stóran og myndarlegan mann sem héti Bóbó og væri rosalega góður við mig,“ segir Svanhvít hlæjandi og bætir við: „Meira að segja pabbi hélt að ég væri hommi!.“ Steig stóra skrefið Rétt fyrir þrítugt var Svanhvít enn inni í skápnum sem transkona og hafði reynt að fremja sjálfsvíg. „Þarna var ég komin að punkti í lífi mínu þar sem ég hugsaði: „Annað hvort dey ég eða ég stíg fram.“ Ég var búin að reyna sjálfsvíg og hafði hugsað með mér að ég yrði að gera bet- ur næst. Ég var bara búin að fá nóg. Mér fannst líf mitt svo innantómt og ég hataði mig svo mik- ið. Ég elska mig miklu meira í dag,“ segir hún stolt. Þarna ákvað Svanhvít að taka málin í eigin hendur og það með heldur dramatískum hætti. „Ég var á leið í fjórfalt þrítugsafmæli hjá vini mínum og ákvað að ég myndi loksins bara vera ég.“ Á meðan foreldrar hennar horfðu á fréttirn- ar var hún fyrir framan spegilinn í kjallaranum að hafa sig til. „Ég dressaði mig bara upp, setti á mig ljósa hárkollu og fór í svartan kjól með hvít- um blómum. Svo málaði ég mig bara á fullu til að geta komist út án þess að foreldrar mínir kæmu niður og sæju mig. Þegar ég var komin út gerði ég mér grein fyrir að þetta var í fyrsta skipti sem ég var í kvenklæðum fyrir utan dyrnar heima. Ég fór síðan út í bíl og fannst eins og allir væru að horfa á mig og dæma mig.“ Svanhvít hringdi þá í eina bestu vinkonu sína og sagðist þurfa að sýna henni svolítið. „Ég ók fyrst til hennar til að sjá viðbrögðin. Hún bara brosti og faðmaði mig þegar hún sá mig og ég fékk algjört spennufall. Ég ákvað þá að ég myndi láta verða af því að fara í afmælið.“ Svanhvít mætti viljandi snemma í þetta fjór- falda þrítugsafmæli til að þurfa ekki að ganga Framhald á næstu opnu viðtalh 27 Helgin 17.-19. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.