Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 4
4 fréttir Helgin 17.-19. maí 2013 Er ofnæmið að trufla? Cetirizin- ratiopharm Fljótt að virka Við einkennum frá augum og nefi Við einkennum langvarandi ofsakláða Notkunarsvið: Cetirizin-ratiopharm inniheldur cetirizin tvíhýdróklóríð, ofnæmislyf fyrir fullorðna og börn frá 6 ára aldri; til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs; til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða. Frábendingar: alvarlegur nýrnasjúkdómur, ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju öðru innihaldsefni Cetirizin-ratiopharm eða fyrir hydroxyzini eða píperazín afleiðum. Varúð: Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi, með flogaveiki eða sem eiga á hættu að fá krampa skulu láta lækninn vita áður en lyfið er notað. Hætta þarf töku lyfsins þremur dögum áður en farið er í ofnæmishúðpróf. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast skal notkun lyfsins. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er 10 mg, ein tafla, á dag. Börn 6 til 12 ára: Ráðlagður skammtur er 5 mg, hálf tafla, tvisvar á dag. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli. Algengar aukaverkanir: Þreyta, munnþurrkur, ógleði, niðurgangur, svimi, höfuðverkur, syfja, kokbólga og nefkvef. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2012. Nú 100 töflur án lyfseðils! Sprenging í fjölda útigangsmanna „Staðan í fyrra var hneyksli. Hún er enn verri núna. Þetta er algjör sprenging,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgar- fulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, um aukinn fjölda útigangsmanna á götum borgarinnar. Á síðasta ári var 24 körlum vísað frá Gistiheimilinu við Þingholtsstræti sem er neyðarskýli fyrir þá sem eiga hvergi höfði sínu að halla. Í svari velferðarráðs borgarinnar við fyrirspurn Þorleifs í vikunni kom fram að á fyrstu 120 dögum þess árs var körlum vísað 137 sinnum vísað frá skýlinu, að jafnaði meira en einum á dag. Samkvæmt áætlun velferðarsviðs er ekki reiknað með nýju gistiskýli fyrr en eftir 6-9 mánuði. Þorleifur lagði því fram á fundinum í vikunni „að þegar í stað verði fundið bráðabirgðahúsnæði til að leysa vandann. Ef annað kemur ekki í leitirnar er bent á Tjarnarsal Ráðhússins eða þann hluta Hörpunnar sem ekki er í notkun.“ Tillagan er í frestun. -eh Mikil ásókn í matjurtagarða í Reykjavík „Þetta hefur verið mjög vinsælt og ég held að það verði bara vinsælla með árunum enda er fólk alltaf að verða grænna,“ segir Ann Andreasen, deildarfulltrúi hjá Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Um 400 manns hafa leigt sér matjurtagarð hjá borginni fyrir sumarið. Uppbókað er við Þorragötu í Vesturbænum og í Laugardal og þar er fólk á biðlista eftir görðum. Aðeins tveir garðar voru eftir í Fossvogi í vikunni en enn eru lausir garðar í Árbæ, Grafarvogi og í Breiðholti. Garðarnir eru um 20 fermetrar og verða plægðir nú um miðjan maí. Leiga fyrir sumarið er 4.200 krónur. Þá einnig hægt að leigja 100 fermetra garð í Skammadal í Mosfellsdal. -hdm Kirsuberjatré í blóma í Hljómskálagarðinum Kirsuberjatrén í Hljómskálagarðinum eru nú í miklum blóma og skarta fagurbleikum blómum. Trén eru í vesturhluta Hljómskálagarðsins á horni Hringbrautar og Bjarkargötu. Japansk- íslenska félagið færði Reykjavíkurborg kirsuberjatrén að gjöf árið 2011 í tilefni af tuttugu ára afmæli sínu og þrjátíu ára afmælis systurfélagins, Íslensk- japanska félagsins. Krisuberjatrén í Hljómskálagarðinum eru fimmtíu talsins og tákna samanlagðan aldur félaganna tveggja og vináttu og frið á milli Íslands og Japan. Blóm kirsuberja- trjánna eru nokkurs konar tákn Japans og í hávegum höfð þar. dhe Grænir fingur borgarbúa fá að njóta sín í matjurtagörðum Reykjavíkur í sumar. Ljós- mynd/Hari Kirsuberjatrén í Hljómskálagarðinum tákna vináttu Íslands og Japans og standa nú í miklum blóma. Ljósmynd/ Hari  Viðskipti Áhrifafólk hittist að fríkirkjuVegi 11 og horfir til framtíðar Efnahagsráðgjafi Obama í einkasamkvæmi Björgólfs Thors Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir býður fjölda áhrifafólks í einkasamkvæmi að Fríkirkjuvegi 11 í dag, föstudag. Hér má sjá boðskortið í samkvæmið. „Samkvæmið er vettvangur til að hitt- ast augliti til auglitis og ræða saman um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Horfum til framtíðar og veltum fyrir okkur möguleikum til nýsköpunar og uppbyggingar,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir í boðskorti fyrir einkasamkvæmi sem hann heldur í dag. Samkvæmið fer fram í Thors Jensen húsi að Fríkirkjuvegi 11 í dag milli klukkan 17-19. Sérstakir heiðursgestir eru Reynir Harðarson, stofnandi CCP, og Peter Blair Henry, rektor NYU Stern viðskiptaháskólans, og flytja þeir ávörp. Að sögn Ragnhildar Sverrisdóttur, fjölmiðlafulltrúa Björgólfs Thors, hleypur fjöldi gesta á tugum en hún vill ekki gefa upp nákvæman fjölda. „Þetta er þokkalegur hópur fólks. Það kemur héðan og þaðan úr viðskiptalíf- inu og alls staðar að,“ segir hún. Peter Henry er þekkt nafn vestan- hafs enda hefur hann verið ráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. „Þetta er hrika- lega flottur náungi. Björgólfur Thor situr í Dean’s Executive Board hjá þessum viðskiptaháskóla sem hann útskrifaðist frá og Henry stýrir. Þess vegna er hann hingað kominn,“ segir Ragnhildur. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is m innkandi hreyfing virðist vera helsta ástæðan fremur en bara ofát. Það eru afskap- lega fá börn sem ná hreyfimarkmiðum Landlæknis,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, um ástæður þess að börn þurfa á meðferð að halda vegna offitu. Um fjórðungur níu ára barna á höfuðborgarsvæðinu er of feitur eða of þungur samkvæmt árleg- um mælingum skólaheilsugæslunnar. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins hef- ur síðustu sjö ár boðið upp á hópmeðferð fyrir of feit börn og hafa um tvö hundruð börn, ásamt fjölskyldum sínum, leitað sér þar aðstoðar. Inngönguskilyrði í Heilsuskólann er að þyngd barns sé 2,5 staðalfrávikum yfir meðalþyngd. Til að glöggva sig á þessari stærð falla um 98% barna innan 2,5 staðalfráviks frá meðalþyngd. Þau börn sem eiga þess kost að fara í Heilsukólann eru því komin mjög mikið yfir eðlileg þyngdarmörk. Börnin þar fara í sextán vikna hug- ræna atferlismeðferð, HAM, þar sem sett er upp hvatakerfi í stað þess að telja hitaeiningar. Til að byrja með mæta þau vikulega ásamt foreldri en síðan sjaldnar. Sum börn halda áfram í eftirfylgd hjá Heilsuskólanum en einnig er mikil vinna sem fer fram hjá heilsugæslum og skólahjúkrunarfræð- ingum. Yngstu börnin sem taka þátt í með- ferðinni eru sjö ára. Ragnar bendir á að þegar vaxtarkúrfa of þungra barna er skoðuð sjást fyrstu frávikin gjarn- an aldrinum 3-5 ára. Því eru vonir bundnar við að hægt verði að bjóða upp á fyrirbyggjandi úrræði fyrir þann ald- urshóp. Það er þó ekki komið af stað enda þarf að endurvinna allt námsefnið sem í Heilsuskólanum nú er miðað við að börnin getið lesið. Spurður hvort offita barna á Íslandi tengist fátækt líkt og erlendar rann- sóknir hafa ítrekað sýnt segir Ragnar: „Hér á landi er auðvitað ekki jafn mikil stéttaskipting og annars staðar. Það er samt ekki hægt að neita því að það virðast einhver tengsl þarna á milli.“ Ragnar bendir einnig á að á Íslandi, líkt og erlendis, virðist offita barna hafa hætt að aukast í kring um aldamótin. Hann leggur áherslu á að það séu aðeins þau börn sem eiga við mestu ofþyngdina sem komi í Heilsuskólann. Eftirlit og forvarnir fara að mestu fram í skólum, heilsugæslu og ungbarnaeft- irliti. Þaðan væri börnum og foreldrum þeirra mögulega vísað til sérfræðinga. Heilsuskólinn er síðasta úrræðið þegar annað hefur ekki borið árangur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  heilsa íslensk börn nÁ almennt ekki hreyfimarkmiðum landlæknis Sjö ára börn í meðferð vegna offitu Um 200 börn hafa leitað til Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins vegna offitu á síðustu ár. Yngstu börnin í Heilsuskólanum eru um sjö ára gömul en vonir standa til að hægt verði að bjóða enn yngri börnum upp á fyrirbyggjandi úrræði gegn offitu. Þegar vaxt- arkúrfa of þungra barna er skoðuð sjást fyrstu frávikin gjarnan á aldr- inum 3-5 ára. Fjórðungur níu ára barna á höfuðborgarsvæðinu er of þungur eða of feitur samkvæmt árlegri mælingu skólaheilsugæslunnar. Mynd/NordicPhotos/Getty Hreyfing barna Samkvæmt ráðleggingum Landlæknis eiga börn að hreyfa sig í minnst klukkustund á dag, jafn- vel í 10-15 mínútur í senn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.