Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 6
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hægviðri og sólríkt, Þykknar upp v-til í kvöld. Höfuðborgarsvæðið: Sól framan af degi, en Síðan Skýjað. sa-strekkingur vestantil, en Hægviðri a- til. fremur Hlýtt. slydda austanlands. Höfuðborgarsvæðið: gola eða StrekkingS- vindur, þurrt og hlýtt. Hlýtt, 10-13 stiga Hiti, rigning s- og v-til eftir Hádegi. Höfuðborgarsvæðið: rigning með köflum en milt. Hlýnar mjög um hvítasunnu það kom að því. Spáin er nokkuð ein- dregin í þá veru að á á laugardag og sérstaklega á hvítasunnudag munu mildir vindar leika um landið. hitinn fer upp fyrir 10 stig norðan- og austan- lands. Sólin skín, snjórinn sígur og eitthvað tekur upp. vestantil verður strekkings- vindur, fínasta veður á laugardag, en fer að rigna á sunnudag. Stendur ekki lengi því aftur kólnar eftir helgi. 8 7 7 7 10 8 8 11 10 9 8 8 13 11 10 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Á stæður þessa munar eru þær að mis mikill kostnaður er við leiki og rétt að ítreka að tekjurnar eru margfalt meiri af leikjum karlalandsliðsins. Heimaleikir karla- landsliðsins eru að öllu jöfnu miklu dýrari, einfaldlega vegna fleiri áhorf- enda,“ segir Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, um ástæður þess að kostnaður Knattspyrnusambands Íslands vegna A landsliðs karla árið 2012 var um það bil þriðjungi hærri en vegna A landsliðs kvenna. Samkvæmt ársreikningi KSÍ fyrir árið 2011 var kostnaður vegna A landsliðs karla um það bil helmingi hærri en vegna A landsliðs kvenna. Séu tölur um kostnað KSÍ við yngri landsliðin skoð- aðar kemur í ljós að á árunum 2011 og 2012 var kostn- aður við karlaliðin hærri með einni undantekningu, hjá U 19 ára liðunum 2012. Munurinn hjá yngri liðunum er þó minni en hjá A landsliðunum. Að sögn fram- kvæmdastjóra KSÍ er fyrst og fremst horft til verkefna liðanna en ekki kostnaðar sem ræðst af þeim hverju sinni. „Fjöldi verkefna er nokkuð jafn og það er það sem skiptir máli,“ segir Þórir og bætir við að jafnræði ríki meðal liðanna en að það sé undarleg nálgun að ætla að jafna kostnað við liðin. Að sögn Þóris er ljóst að laun Lars Lagerbäck séu hærri en laun fyrirrennara hans og sömuleiðis hærri en laun Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara kvenna, þó að ekki fáist upp gefið hve mikill munurinn er þar sem laun þjálfaranna eru trúnaðarmál. „Á síðasta ári greiddi KSÍ tæpar fjórar millj- ónir til Alþjóða knattspyrnu- sambandsins vegna lands- leikja karla á heimavelli en slíkt gjald þarf ekki að greiða vegna kvennalandsleikja,“ segir Þórir ennfremur. Í árs- reikningi KSÍ fyrir árið 2012 kemur fram að tekjur vegna sjónvarps- réttinda af leikjum karlalandsliðsins hafi verið 240 milljónir króna. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, segir að hann hafi getað haft þá umgjörð um liðið sem hann kjósi þó alltaf sé hægt að vilja meiri peninga og fleiri leiki. „Við reynum auðvitað alltaf að gera hlutina eins ódýrt og hægt er. Það sem snýr að fótboltanum hjá okkur er í mjög góðu horfi og ég hef verið ánægður með fjölda leikja og æfinga hjá okkur,“ segir Sigurður. ferðalögin eru stærsti útgjaldaliðurinn Að sögn Þóris eru stærstu útgjaldaliðirnir hjá lands- liðunum fargjöld og gisting. Á síðasta ári tók kvenna- landsliðið þátt í Algarve Cup þar sem liðið lék fjóra leiki í sömu ferðinni. Karlaliðið var ekki með slíkt ein- stakt verkefni og lék fjóra leiki í fjórum mismunandi ferðum sem sé dýrara. Þórir segir þetta helstu ástæðu þess að útileikir karlalandsliðsins séu kostnaðarsam- ari. „Á síðasta ári lék karlalandsliðið vináttulandsleiki í Japan og Svartfjallalandi sem voru mun kostnaðarsam- ari en til dæmis vináttulandsleikur kvennalandsliðs- ins í Skotlandi,“ segir Þórir. Dagpeningagreiðslur til landsliðsfólks á ferðalögum eru jafnar sem og umgjörð ferða. Kvennalandslið Íslands er í fimmtánda sæti á heims- lista Alþjóða knattspyrnusam- bandsins en karlalandsliðið í því sjötugasta og þriðja. Á síðasta ári lék kvennalands- liðið tólf leiki, þrjá heimaleiki og níu utanlands en karla- landsliðið lék tíu leiki á árinu, þar af sjö utanlands. Það sem af er þessu ári hefur kvenna- landsliðið leikið fimm leiki en karlalandsliðið tvo. dagný Hulda erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Kostnaður KsÍ vegna landsliða Þriðjungi minna til A landsliðs kvenna en karla í ársreikningi kSí fyrir síðasta ár kemur fram að kostnaður vegna karlalandsliðsins í knattspyrnu var 33% hærri en vegna kvennalandsliðsins. Árið 2011 var munurinn 48%. framkvæmdastjóri kSí segir eðlilegar skýringar á þessum mun. kostnaður við landsliðin 2011 munur a lið karla 91.463.465 a lið kvenna 47.255.015 48% u 21 karla 40.780.265 u 19 karla 15.462.211 u 19 kvenna 11.638.722 25% u 17 drengja 27.205.141 u 17 stúlkna 22.634.086 17% kostnaður við a landsliðin 2012 munur a lið karla 124.799.814 a lið kvenna 84.219.562 33% u 21 karlar 30.078.889 u 19 karlar 16.876.490 u 19 konur 18.799.858 10% u 17 drengir 27.303.242 u 17 stúlkur 21.822.397 20% íslenska kvennalandsliðið er í 15. sæti styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins en karlalandsliðið í 75. sæti. kostnaður kSí við karlalandsliðið var þriðjungi hærri á síðasta ári. að sögn framkvæmdastjóra sambandsins er það m.a. vegna meiri inn- komu af leikjum og tekna af sjónvarpsréttindum. tekjur af landsleikjum 2012 a landslið karla 24.083.883 kr. a landslið kvenna 2.685.480 kr. tekjur af landsleikjum 2011 a landslið karla 11.700.000 kr. a landslið kvenna 800.000 kr. Sigurður ragnar eyjólfsson. þórir hákonarson. ..fást í næstu verslun!Ora grillsósur.. Grillum saman í sumar Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka dagaOpið kl. 11 - 16 laugardaga GERIÐ GÆÐASAMANBURÐ! Er frá Þýskalandi 69.900 VELDU GRILL SEM EN DIST OG ÞÚ SPARA R Frábært grill fyrir íslenskar aðstæður 16,5 KW Þyngd 55 kg Fjöldi gas og kolagrilla á frábæru verði eru postulínsemaleraðar Grilleining og grillgrindur Skúa undir öllu fyrir tu kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Málsvari veraldlegs samfélags Siðmennt Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is 6 fréttir helgin 17.-19. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.