Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 64

Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 64
Þórunn Björnsdóttir kórstjóri stýrir söng Kópavogsbarna á Ormadögum í Salnum þar sem börnin sungu meðal annars Aravísur.  Ormadagar í kópavOgi Fræðsla Fyrir leik- Og grunnskólabörn Börn kynnast listum og menningu Um fjögur þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa undanfarnar vikur sótt heim menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu og fengið þar fræðslu um listir, menningu, náttúru og vísindi. Fræðslan fer fram undir heitinu Ormadagar og er styrkt af lista- og menningarsjóði Kópavogs- bæjar. Á Ormadögunum smíða krakkarnir meðal annars hljóð- færi í Tónlistarsafni Íslands, úr ýmsum efnivið eins og álpappír og blöðrum, þau kynnast Ara- vísum í Salnum, myndlistinni í Gerðarsafni og í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs hlýða þau á erindi um orma og skoða pöddubækur. Ormadagar hafa verið haldnir nokkrum sinnum undanfarin ár og njóta sívaxandi vinsælda meðal leik- og grunnskólabarna í Kópavogi. Börn úr nágranna- sveitarfélögunum hafa einnig fengið að njóta Ormadaganna. Til stendur að endurtaka leik- inn næsta haust. Efnisskrá Bang on A Can nefnist Field Recordings. Þar flytja þau ný verk eftir þekkta listamenn með fjölbreyttan bakgrunn í indípoppi, raftónlist, myndlist og klassískum tónsmíðum.  listahátíð í reykjavík haldin í 27. sinn Rými fyrir stefnumót listgreina Listahátíð í Reykjavík hefst með tilþrifum í dag, föstudaginn 17. maí. Þetta er í 27. sinn sem hátíðin er haldin en hún teygir fjölbreytta anga sína um borgina. Að þessu sinni er áhersla Listahátíðar á hið skapandi rými þar sem listgreinar mætast. Mikið verður að vonum um dýrðir í Hörpu en viðburðir verða einnig um alla borg. l istahátíð í Reykjavík hefst í dag, föstudag, og lýkur með tónleikum í Hörpu að kvöldi sunnudagsins 2. júní. Hátíðin leggur að þessu sinni áherslu á skapandi rými þar sem listgreinar mætast, á tilurð nýrra verka, endurgerð eldri verka og nýsköpun og söguna sem uppsprettu andagiftar. Hátt í sjö hundruð listamenn, innlendir og erlendir, taka þátt í eða eiga verk á hátíðinni. Tónlistarhúsið Harpa verður áberandi á hátíðinni sem teygir einnig anga sína inn í listasöfn, bókasöfn, tónleikasali og um borgarlandið. Hátíðin hefst klukkan 17.45 í dag með flutningi verksins Vessel Orchestra, eftir Lilju Birgisdóttur. Verkið verður flutt frá miðbakka Reykjavíkurhafnar en Lilja notar skipin í höfninni sem hljóðfæri. Verkið er tíu mínútur og Lilja stjórnar flutningnum sjálf. Verkið samdi hún sérstaklega fyrir hátíðina og það mun hljóma víða um borg- ina en allir eru að sjálfsögðu velkomnir á hafnarbakkann til þess að upplifa verkið í návígi. Listahátíð, í samstarfi við Útvarpsleik- húsið og Borgarbókasöfnin, pantaði sex ný leikverk sem verða leiklesin í bókasöfnum borgarinnar eftir lokun í leikröðinni Rýmin & skáldin. Stuna, nýtt kór- og rýmisverk eftir Magnús Pálsson, verður flutt í tengslum við sýninguna Lúðurhljómur í skókassa í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi og á sama vettvangi verða fimm eldri verk hans flutt í endurgerð tónskálda, myndlistarmanna og leikara. Lokaverk hátíðarinnar er einnig unnið sérstaklega með Listahátíð í huga en það er verk eftir Ilan Volkov og Hlyn Aðils Vilmarsson sem er eingöngu flutt með ein- stökum eiginleikum Eldborgar. Opnunartónleikar Listahátíðar hefjast í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, föstudags- kvöld, klukkan 20.30 þegar bandaríska hljómsveitin Bang on a Can All-Stars stígur á svið. Can All-Stars er þekkt víða um lönd fyrir óhefðbundna nálgun sína á tónlist og tónleikaformi og leikur jöfnum höndum jazz, heimstónlist og samtímaklassík. Þetta er í fyrsta sinn sem Bang on a Can kemur hingað til lands, en þau hafa lengi haft augastað á Reykjavík sem tónleikastað, og ákváðu að fresta áður fyrirhuguðum tón- leikum sínum í Bretlandi til að geta þekkst boð Listahátíðar að vera með opnunartón- leika hátíðarinnar í Eldborg í dag, 17. maí. Harpa verður áberandi á hátíðinni sem teygir einnig anga sína inn í listasöfn, bókasöfn, tónleika- sali. Stuna, nýtt kór- og rýmis- verk eftir Magnús Pálsson, verður flutt í tengslum við sýninguna Lúður- hljómur í skókassa í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi og á sama vettvangi verða fimm eldri verk hans flutt í endurgerð tón- skálda, myndlistar- manna og leikara. Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 17/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 18/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 23/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 31/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 17/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Síðustu sýningar. Núna! (Litla sviðið) Mán 20/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Fim 23/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs. Síðustu sýningar. Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Þri 28/5 kl. 20:00 lokas Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki. Mýs og Menn – HHHHH– SVG. Mbl Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 8/6 kl. 19:30 Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Sun 2/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Sun 26/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 7/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Kvennafræðarinn (Kassinn) Fös 17/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30 Fim 6/6 kl. 19:30 Brjálæðislega góð sýning! Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 26/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 14:00 Sun 9/6 kl. 14:00 Lokas. Síðustu sýningar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka! Hvörf (Kúlan) Fös 17/5 kl. 19:00 Fös 24/5 kl. 19:00 Lau 25/5 kl. 19:00 Takmarkaður sæta- og sýningafjöldi! Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 25/5 kl. 13:30 Lokas. Skemmtileg brúðusýning fyrir börn 64 menning Helgin 17.-19. maí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.