Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 18

Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 18
Fyrirmynd Búra er hinn danski Havartí-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980 á Húsavík en í dag fer framleiðslan fram á Akureyri. Mjúkur og smjörkenndur ostur með votti af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum. BÚRI LJÚFUR www.odalsostar.is I daho er fylki í Bandaríkjunum. Því miður er það ekki eitt þeirra ríkja sem nú bætast í hinn stækkandi hóp banda­ rískra fylkja sem lögleitt hafa hjóna­ bönd fólks af sama kyni – þvert á móti hafa kjósendur þar sett bann við slíku í stjórnarskrá fylkisins. Rugl af því tagi við­ gengst sums staðar í Bandaríkjunum líkt og víða annars staðar í heiminum. Hins vegar hafa bandarísk stjórn­ völd undanfarin ár staðið sig vel á alþjóðavettvangi með markvissri baráttu í þágu hinsegin fólks og Hillary Clinton átti til dæmis stór­ leik í þeim efnum sem utanríkis­ ráðherra. Það er því ekki auðvelt að mála einfalda mynd af Bandaríkjunum og stöðu hinsegin fólks og svo­ leiðis er staðan víða annars staðar. Það var magnað þegar Frakkar lögleiddu hjónabönd samkyn­ hneigðra um daginn en að sama skapi ógnvekjandi hversu heift­ úðug mótmæli urðu. Á allt of mörg­ um öðrum stöðum í heiminum er myndin því miður einfaldari af því hún er öll í dökkum litum ennþá. Hún Kasha frá Úganda upplýsti Ís­ lendinga um daginn um skelfilega stöðu hinsegin fólks í heimalandi sínu og nú hefur maður frá Nígeríu leitað hælis á Íslandi vegna þess að honum er ekki vært þar vegna samkynhneigðar, sem þungar refsingar liggja við. IDAHOBIT Dagurinn í dag, 17. maí, er ekki bara þjóðhátíðardagur Norð­ manna. IDAHO er heldur ekki bara nafn á fylki í Bandaríkj­ unum heldur er það líka ensk skammstöfun fyrir alþjóðlegan dag gegn fordómum í garð sam­ kynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks (e. International Day Against Homo­, bi­ and transp­ hobia). Haldið var fyrst upp á dag­ inn árið 2005. Ástæðan er sú að á þessum degi, ekki fyrr en árið 1990, var samkynhneigð fjarlægð af lista Alþjóðaheilbrigðismála­ stofnunarinnar yfir geðsjúkdóma. Barátta transfólks á lengra í land enda er það ennþá flokkað sem geðsjúkdómur að vera trans. Tví­ kynhneigða fólkið gleymist síðan yfirleitt og verður fyrir fordómum jafnt frá samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Hið tvennt síðasttalda er ég búin að sanna með því að nota IDAHO í titli þessa pistils því mér fannst það henta betur – það eru nokkur ár síðan titill dagsins varð IDAHOBIT til að ná þessum hópum með. Inni í mér Á Íslandi erum við í þeirri stöðu að þegar fólk mætir í göngu vegna hinsegin fólks er það með en ekki á móti. Við höfum komist langt á 35 árum frá stofnun Samtakanna ´78. Nálægt þriðjungur þjóðarinnar tekur þátt í Gleðigöngunni ár hvert og sýnir ómetanlegan stuðning. Gríðar­ legar lagalegar framfarir hafa orðið, nú síðast með setningu rammalöggjafar um transfólk og einum hjúskaparlögum á nýliðnu kjörtímabili. Af þessu eigum við að vera stolt. Hins vegar ekki svo hrokafull að halda að við séum komin alla leið eða séum allra best í heimi. Í dag birta samtök hinsegin fólks í Evrópu svokallað regnboga­ kort af álfunni og lendir Ísland í 10. sæti Evrópulanda hvað varðar málefni hinsegin fólks í löggjöf og stjórnsýslu. Í viðhorfskönnun sem gerð var af Félagsvísinda­ stofnun árið 2009 kom fram að um fjórðungur Íslendinga sagðist aðspurður ekki telja samkyn­ hneigð réttlætanlega. Við eigum því ennþá eftir að vinna mikla vinnu með okkar eigin fordóma. Öll höfum við þá að einhverju leyti – líka við sem erum sjálf hinsegin. Þess vegna legg ég til að í dag horfumst við í augu við IDAHO inni í sjálfum okkur; jafnt í okkar samfélagi sem eigin sál og huga. Það eru margir litir í íslensku myndinni ennþá, aðallega ljósir en líka dökkir. Stundum eru trúar­ brögð notuð sem afsökun fyrir fordómum og mismunun gagnvart hinsegin fólki. Þess vegna er starf hópsins „Hinsegin í Kristi“ sérlega mikilvægt og hvet ég áhugasöm til að sækja samkomu hópsins í Guð­ ríðarkirkju í kvöld. Gaman er að segja frá því að í til­ efni dagsins brugðust mörg sveit­ arfélög og framhaldsskólar vel við umleitan Samtakanna ´78 um að kaupa regnbogafána og flagga í tilefni dagsins. Fer Hornafjörður þar fremstur í flokki með heil sex stykki. Áfram svona! Alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks IDAHO inni í mér Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtakanna ´78 Þöggun, í þremur lotum Er tjáningarfrelsi aðeins ætlað sumum? Fyrsta lota. Sjö konur stigu fram í lok árs 2010 og vörpuðu ljósi á kynferð­ isbrot sem framin voru í skjóli trúar og valds af hendi forstöðu­ manns trúfélags. Konurnar voru ungar að aldri þegar brotin voru framin, sumar enn á barnsaldri. Að opna slík mál er erfitt og kall­ ar fram sárar tilfinningar sem kljást þarf við. Aldrei var það áætl­ un kvennanna að varpa þessum reynslusögum inn á öldur ljósvaka heldur óskuðu þær eftir sáttafundi með gerandanum sem fælist í að hann gengist við brotum sínum og bæðist afsökunar. Ekki var komið á móts við óskir kvennanna held­ ur upphófst mikið áreiti á hendur þeim í formi óvæntra heimsókna, símtala, skilaboða og hótana. Áreitið varð sumum afar erfitt og þorðu þær vart út úr húsi á tíma­ bili. Auk áreitis hafði gerandinn og kona hans komið fram í fjöl­ miðlum (vegna annarra mála) og látið í veðri vaka að konur væru að koma saman í þeim eina tilgangi að koma illu orði á „guðsmann­ inn“. Sömu viðbrögð og sáust í „biskupsmálinu“ einhverjum árum fyrr (Skýrsla Rannsóknarnefndar Kirkjuþings, bls. 17. 2011). Allt var þetta gert til að reyna að þagga nið­ ur í konunum. Málið var viðkvæmt enda ljóst að gerandinn hafði haft lifibrauð sitt af því að túlka boð­ skap biblíunnar og því hlyti þetta mál að verða honum verulegur fjöt­ ur um fót. Þegar ástandið var orðið óbærilegt sáu þær sér þann kost vænstan að koma fram með sögur sínar, sem þær gerðu í lok nóvem­ ber 2010. Blessunarlega hafði þessi fyrsta tilraun til þöggunar ekki tekist og konurnar vörpuðu af sér skömminni til gerandans, þar sem hún átti heima. Önnur lota Þrjár konur (þar af tvær svokall­ aðar „talskonur“) og prestur tóku opinbera afstöðu með konunum sjö. Fjölmiðill opnaði vettvang sinn og birti reynslusögur kvennanna. Gerandi kynferðisbrotanna stefndi „tals“­konunum tveimur ásamt eiganda og ritstjóra fjölmiðilsins fyrir dómstóla og sendi formlegt kvörtunarbréf í gegnum lögmann sinn til biskups vegna prestsins. Þriðja konan fékk hótunarsímtal frá aðstandenda gerand­ ans. Stefnurnar eru í vinnslu hjá lögfræð­ ingum, en niðurstaða biskups var þolendum í vil, enda engar laga­ legar forsendur fyrir þeim kröfum sem sett­ ar voru fram af fyrrum forstöðumanninum. Þriðja lota Stofnuð var síða á sam­ skiptasíðunni Facebook til stuðn­ ings „talskonunum“ tveimur. Þetta var opin síða þar sem fólk fékk að lýsa yfir stuðningi við konur þess­ ar og þær sjö konur sem sættu kynferðisáreiti af hendi „guðs­ mannsins“. Aðstandendur hans og vinir kvörtuðu ítrekað yfir síðunni eins og væri hún stofnuð í illum til­ gangi, sem auðvitað er fjarri sanni. Hún var einungis stofnuð í þeim eina tilgangi að sýna stuðning og veita hvatningu. Stofnandi síðunn­ ar sá sig tilneydda til að loka henni (þó ekki leggja niður) vegna þessa. Er þér alveg sama? Í fyrstu lotu, þegar málið var enn í burðarliðnum, átti að þagga niður í konunum sjálfum. Í annarri og þriðju lotu var vegið að tjáningar­ frelsinu og frelsinu til að standa opinberlega með þolendum kyn­ ferðisbrota. Nú spyr ég þig, kæri lesandi, er þetta ásættanlegt? Er í lagi að gera tilraunir til að þagga niður í þeim sem vilja opna um­ ræðuna um kynferðisbrot? Höfum í huga að opnari umræða bindur hendur kynferðisbrotamanna. Er í lagi að ráðast gegn þeim sem hafa kjark og þor til að standa opin­ berlega með þolendum kynferðis­ brota? Í mínum huga, sem þolandi kynferðisbrota af hendi forstöðu­ mannsins fyrrverandi, stafar ógn af slíkum þöggunartilburðum fyrir samfélagið allt. Ef við leyfum ger­ endum kynferðisbrota að þagga niður í þolendum sínum og þeim sem með þeim standa höfum við stígið stórt skref afturábak til þess tíma er þolendur þurftu að bera harm sinn í hljóði og gerendur stunduðu iðju sína í skjóli þöggunar. Tjáningarfrelsið beislað Með því að gera til­ raun til að þagga nið­ ur í þeim sem tóku opinbera afstöðu í þessu máli og með því að sækja að fjöl­ miðlinum sem birti reynslusögur okkar kvenna hlýtur að vera gróflega vegið að tjáningarfrelsinu. Við sem erum eldri en tvævetur mun­ um að þessi sami „guðsmaður“ og áreitti okkur ungar að aldri nýtti sitt tjáningarfrelsi vel þegar hann talaði m.a. gegn samkynhneigð (sjá „Bréf úr Kópavogi“ á mbl.is. 26.feb. 2006.*). En þegar konur taka opinbera afstöðu með sann­ leikanum er að þeim vegið. Er tján­ ingarfrelsi aðeins ætlað sumum en ekki öðrum? Vissulega er tjáningarfrelsi innan fjölmiðla vandmeðfarið. Hæglega væri hægt að vega að æru einstaklings að ófyrirsynju og fá ritstjórar það erfiða hlut­ verk að vega og meta sannleiks­ gildi orðanna. En hafa ber í huga að sá sem opnar umræðu um við­ kvæm mál (eins og í okkar tilfelli) leggur sig á gapastokk umræðna og dóms götunnar. Þetta er nokkuð sem enginn gerir nema rík ástæða liggi að baki. Lokaorð Kynferðisbrot þessi voru rannsök­ uð af lögreglu og var niðurstaða saksóknara á þá leið að brotin væru fyrnd samkvæmt lögum. Þó sekt sé fyrnd og gerandinn ekki sakfelldur þýðir það ekki að hann sé sýkn saka. Orðræðan „saklaus uns sekt er sönnuð“ á því ekki við, því sekt sannaðist þegar hann mis­ notaði vald sitt og traust sem trúar­ leiðtogi og fór með hendur sínar inn á okkur þegar við vorum ung­ ar, jafnvel börn að aldri. *http://www.mbl.is/greinasafn/ grein/1068620/?item_num=0&searchid=- dc4dc5dce76544c8438dc94839523f7632 061c7c (sótt 27 apríl 2013) Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir stofnerfðafræðingur Nú spyr ég þig, kæri lesandi, er þetta ásættanlegt? Er í lagi að gera tilraunir til að þagga niður í þeim sem vilja opna umræðuna um kynferðisbrot? 18 viðhorf Helgin 17.-19. maí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.