Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Side 77

Fréttatíminn - 17.05.2013, Side 77
 5ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2013 Geymsla Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli, hitinn á að vera 10 – 12 °C. Tómatar sem hafa orðið fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir. Margar tegundir af tómötum eru á markaði frá íslenskum grænmetisbændum. Þeir hafa lagt sig fram við að þjónusta íslenska neytendur sem best og hafa því undanfarin ár bryddað upp á mörgum nýjungum í ræktun. Garðyrkjubændur rækta tómatana með fullkominni tækni á umhverfisvænan hátt með grænni orku, tæru vatni og lífrænum vörnum. Hefðbundnu tómatarnir sem allir þekkja eru einstaklega bragðgóðir og ómissandi í hvers konar matargerð. Bragðgæði allra íslenskra tómata eru m.a. tilkomin af því að þeir fá að fullþroskast á plöntunni. Konfekttómatar eru mjög bragðgóðir, sætir og mildir. Þeir eru minni en hefðbundnir tómatar en stærri og kjötmeiri en kirsuberjatómatar. Konfekttómatar sem og aðrir tómatar eru einnig hollt og gott snakk. Stórir Heilsutómatar. Í þeim er þrefalt meira magn af lýkópeni, en í hefðbundnu tómötunum. Litlir Heilsutómatar. Í þeim er þrefalt meira magn af andoxunarefninu lýkópeni. Tómatar þessir eru sérlega bragðgóðir sætir og mildir á bragðið. Kirsuberjatómatar eru litlir og sérlega bragðgóðir. Bragðið er sætt og afgerandi. Þeir henta mjög vel til að bragðbæta og skerpa salöt eða í nestisboxið. Plómutómatar einkennast af góðu og kröftugu bragði. Þeir eru kjötmiklir og henta því vel í salöt, sem álegg og í hvers konar matreiðslu. Lögun plómutómata gerir þá ennfremur frábugðna öðrum tómötum í útliti. Buff tómatar eru mildir og frískandi á bragðið. Þeir eru stórir og mjög kjötmiklir. Henta mjög vel í salöt og eru frábærir á hamborgara. Kokteiltómatar eru dökkrauðir, frekar kjötmiklir og sætir. Þeir eru heldur minni en konfekttómatar. Piccolotómatar eru litlir, rauðir, sætir og safaríkir. Það þarf sérstakt leyfi til að rækta þessa litlu og bragðgóðu tómata og aðeins útvaldir fá það. Þau Helena og Knútur á Friðheimum geta verið stolt af því að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir ræktuninni. salat -stútfullt af blaðgrænu Helga Mogensen er brautryðjandi þegar kemur að hollu matarræði. Hún hefur leitt breytingar í veitingahúsarekstri í áratugi. Helga kom að stofnun og rekstri veitingastaðarins Á næstu grösum fyrir nærri þrjátíu árum. Einnig má nefna veitingastaðinn Lifandi markaður og Krúska. Þá hefur hún verið með mörg matreiðslunámskeið í gegnum árin og notið þess að sjá fólk tileinka sér nýjan lífsstíl.Helga stofnaði nýlega eigið fyrirtæki, Úr eldhúsi Helgu Mogensen, og hefur nú sent á markaðinn tilbúna rétti til að taka með heim eða í vinnuna t.d. tvo grænmetisrétti, einn rétt úr lambakjöti og lasagna. Helga er snillingur í matargerð og hún er höfundur uppskriftanna sem í er úrvals salat frá Laugarlandi, Hveratúni,Heiðmörk og Ösp. Fjallaspínatið frá Laugarlandi með avocadó og kjúklingi Spínatið er stútfullt af blaðgrænu, mjög hollt og gott. Salatið er ferskt í pokum, grillaður kjúklingur og þú galdrar fram flotta máltíð á met tíma. Uppskrift fyrir 4-6 1 poki fjallaspínat frá Laugarlandi Flúðum 1 poki klettasalat frá Laugarlandi Flúðum ½ stk grillaður kjúklingur 2 stk avocadó handfylli af kóríander 1 dós af jógúrt ½ tsk grófu salti ½ tsk pipar 1 tsk karrý ½ rauðlaukur ½ stk paprika 1 lime pecan hnetur til skrauts Rifa niður kjúklinginn, skera avocadóið i munnbita, saxa kóríander, smá saxa rauðlaukinn og papriku. Skera niður salatið. Blanda öllu vel saman. Þeyta saman jógúrt með kryddinu og setja saman við kjúkling og grænmeti. Skreyta með pecanhnetum og lime sneiðum. Gróft súrdeigsbrauð með og þetta er frábær máltíð. Geysir frá Hveratúni er grunnur að salati dagsins Þegar þú gerir úrvals salat fyrir þig og þína, búðu þá til aðeins meir til að taka með þér í vinnuna. Hér áður fyrr var afskaplega vinsælt að nota krukkur fyrir allskonar og er þau gildi hippana að koma sterkt inn aftur. Umhverfisvænt og fallegt. En þegar þú setur salat i krukku þá geymist það ferskt i dágóðan tíma. Þannig að þegar þú ert að gera salat, hafðu það ríflegt. Hérna er ein hugmynd af góðu salati, en það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða. Best er að hafa salatið lagskipt ef þú setur það í krukku til að taka með. Hafðu sósuna neðst og græna salatið efst, því þannig helst það ferskt. 1 stk rauðrófa 4 stk gulrætur hálfur bakki spírur 1 stk kúrbítur 1 poki Geysis salat frá Hveratúni Í þessu tilfelli notast ég við blandað salat frá Hveratúni og heitir það Geysir. Í því eru margar góðar tegundir. Byrjað er á því að rifa niður kúrbít, rauðrófu og gulrætur og bæta spírum við. Raðað bæði á salatdiskinn og lagskipt í krukku . Þetta salat er gott t.d. með balsamik sýrópi eða sinnepslagaðri salatsósu. Heiðmerkursalatið með sætum kartöflum. 1 stk sæt kartafla 1 stk paprika 1 poki Heiðmerkursalat Skrælið karöfluna og skerið í litla bita. Skera niður paprikuna. Grænmetið sett í eldfast mót Hristið saman 1 msk ólífuolíu, 1 tsk gróft salt og 1 tsk tamarisósu og 1 tsk Taza Masala krydd. Strá yfir grænmetið og bakið i ofni í ca. 12 mín á 190°C . Kælið grænmetið. Skerið niður salatið og blandið grænmetinu saman við. Salanova og íslenska romain salatið frá Ösp með Brie osti og perum 1 poki salanova frá Ösp 1 poki romain frá Ösp 2 stk perur handfylli af ferskri steinselju 1 stk Brie ostur með hvítlauksrönd, skorinn niður í 6 sneiðar 4 cm engifer skrældur og skorinn í grófa bita ½ bolli appelsínusafi ½ tsk góft salt bláber eða jarðarber til skrauts Byrjað er á því að skræla perurnar og skera niður í sneiðar, sjóða í appelsínusafanum, salti og engifer í 10-15 mín. Kæla og taka frá engiferinn. Rifa niður salatið, leggja skornar ostasneiðar ofaná og síðan perurnar. Skreyta með berjum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.