Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 68
 Í takt við tÍmann Eva LaufEy kjaran HErmannsdóttir Fer á Beyoncé-tónleika í Köben Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er 24 ára Akurnesingur sem vakið hefur athygli fyrir skemmti- legt blogg sitt um mat og matargerð. Fyrir jólin kemur út fyrsta matreiðslubók Evu en þangað til hefur hún í nógu að snúast í námi í viðskiptafræði við HÍ og sem lausapenni hjá Gestgjafanum. Staðalbúnaður Ég held að segja megi að ég sé kvenleg, ég hef mjög gaman af pilsum og kjólum og geng alltaf á háum hælum. Mér finnst það langþægilegast og ég kann illa við mig í flatbotna skóm. Á sumrin starfa ég sem flugfreyja og það gerist stundum þegar ég flýg til Ameríku að ég dett inn í eina og tískubúð, svona þegar ég er búin með matvöru- búðirnar. Þá versla ég mikið í Zöru og H&M en hér heima versla ég stundum í Kúltúr. Svo finnst mér íslensk hönnun alltaf mjög sjarmerandi. Ég geng mikið með stór og litrík hálsmen og nota líka litríka jakka til að poppa upp svört föt. Ann- ars klæði ég mig bara eftir formi, stundum er ég venjuleg en stundum vil ég skvísa mig upp. Hugbúnaður Það kemur alveg fyrir að maður bregði undir sig betri fætinum og fari út með vinum í Reykjavík en það er líka gaman að skemmta sér á Akra- nesi. Það er æði þegar mikið er um að vera í bænum því þá koma allir sem eru fluttir. Mér finnst samt skemmtilegast að vera í matar- boðum, að borða góðan mat og drekka gott vín með vinum mínum. Þegar ég fer á bar panta ég mér annað hvort gin & tónik eða rauðvín. Ég er svona gellan með rauðvínstennur úti á lífinu. Ég er léleg að horfa á sjónvarp en á þó nokkra þætti sem ég verð að horfa á. Núna horfi ég mikið á The Office og Mad Men. Svo er ég í bíóklúbbi en við förum reyndar ekki oft í bíó, þetta endar oft í spjalli og við gleymum að fara. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa og fara í æfingatíma, spinning, tabata og slíkt. Ég geri það bara til að mér líði vel því ég fer yfirleitt heim og baka köku eða eitthvað álíka á eftir. Vélbúnaður Ég er ótrúlega lítið tæknitröll. Ég á góða tölvu, Dell held ég, en ég kann rétt svo nóg á hana til að geta bloggað og skrifað eitthvað í Word. Í fyrra keypti ég mér iPhone og nota hann mikið. Ég er virk á samfélagsmiðlum, Facebook, In- stagram og Snapchat. Ég á svo skemmtilega vini að það er hressandi að fá Snapchat frá þeim. Svo þegar ég fer út að labba þá finnst mér nauðsyn- legt að láta vita af því á Instagram. Aukabúnaður Ég elska að fara út að borða og ég eyði örugg- lega mest í það. Það er bæði uppáhaldið mitt og áhugamál að prófa nýja staði. Uppáhalds staðirnir mínir eru Galito á Akranesi, Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn. Eins og flestar stelpur á ég ágætis safn af snyrtivörum. Ég hugsa vel um hárið mitt og kaupi hárvörur hjá Svavari á Senter og ég kaupi mikið af íslenskum húðvörum. Mér finnst mjög gaman að ferðast. Uppáhalds staðirnir mínir eru Hvolsvöllur, við förum reglulega þangað, og Washington, mig langar að heimsækja hana aftur. Það er glimrandi hugguleg borg. Í næstu viku er ég að fara til Köben með bíó- klúbbnum þar sem við ætlum meðal annars að fara að sjá Beyoncé. Ég hlakka mikið til. Eva Laufey býr á Akranesi en ætlar að flytja með kærast- anum til Reykja- víkur í haust. Hún segir þó að það verði tímabundið og stefnir á að búa á Skaganum í framtíðinni. Ljósmynd/Hari Lán og styrkir til tækninýjunga Lán og styrkir til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði. Rafræn umsóknarblöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir hjá Íbúðalánasjóði í síma 569 6900 og með tölvupósti helga@ils.is Umsóknarfrestur er til 14. júní 2013 Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 | www.ils.is Stundum er erfitt að skipuleggja líf fjölskyldunnar þegar dótt- irin æfir handbolta, sonurinn er í skátunum, foreldrarnir eru í vaktavinnu, já og síðan eru það öll þessi afmæli sem þarf að mæta í. Cozi er skipulagsapp sem öll fjölskyldan getur notað saman. Þar deila fjölskyldumeð- limir lykilorði og sjá allir sömu upplýsingarnar í símanum sínum eða í tölvunni. Eitt það þægilegasta við þetta app er að þar hafa allir aðgang að innkaupalista heimilisins og geta bætt við jafnóðum. Nú þarf pabb- inn ekki lengur að hringja heim þegar hann gerir helgarinnkaup- in ef hann gleymdi innkaupamið- anum. Hann einfaldlega skoðar í appinu hvað vantar og strokar út jafnóðum það sem hann kaupir. Húsverkin er einnig hægt að skipuleggja í Cozi. Þannig er hægt að stilla appið þannig að það minni dótturina á að fara út með ruslið eða skila bókunum á bókasafnið. Ef það eru tveir eða fleiri tæknivæddir í þinni fjölskyldu eru allar líkur á að þetta app gagnist þér og þínum. Cozi ein- faldar lífið. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  appafEngur Cozi einfaldar lífið 68 dægurmál Helgin 17.-19. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.