Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 74
2 ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2013 6-8 plómutómatar, þroskaðir 10-12 mintulauf eða basilíkublöð nokkur piparkorn salt 300 ml ólífuolía 4-5 hvítlauksgeirar Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Nokkrir tómatbátar settir í krukku, 2-3 mintulauf, 2-3 piparkorn og svolítið salt, síðan meiri tómatar og þannig koll af kolli þar til tómatarnir eru uppurnir. Þrýst létt ofan á til að þjappa tómötunum ögn. Olía og hvítlaukur sett í pott, hitað og látið krauma í nokkrar mínútur en þess gætt að hvítlaukurinn brenni Plómutómatar í kryddolíu ekki. Sjóðheitri olíunni og hvítlauknum er svo hellt yfir tómatana. Látið kólna alveg og síðan geymt í kæli í a.m.k. sólarhring. Þá má nota tómatana sem meðlæti með ýmsum mat, út á pasta, í salöt og margt annað. Þeir geymast í nokkra daga og svo má nota olíuna, t.d. í salatsósur og til að bragðbæta ýmsa rétti. - NR Íslenskir fræðimenn hafa verið iðnir við að benda landsmönnum á nauðsyn þess að borða meira af grænmeti. Þessar ábendingar byggja þeir á rannsóknum. Í nýjustu landskönnun á matarræði sem Embætti landslæknis, Matvælastofnun og Háskóli Íslandi gerðu kemur fram að neysla á grænmeti er langt frá því að ná ráðlögðum dagskammti. Landsmenn neyta að meðaltali um 120 gramma af grænmeti á dag, en það er helmingi minna en ráðlagður dagskammtur. Betur má ef duga skal og enn er langt í land ef manneldismarkmið eiga að nást. Fræðimenn í Harvard School of Public Health hafa gert margar rannsóknir á grænmetisneyslu og heilsufari. Nýlega birtu þeir rannsókn þar sem þeir sýndu fram á að tengsl eru á milli grænmetisneyslu og bjartsýni. Rannsóknin tók til um eittþúsund manns. Í ljós kom að þeir bjartsýnu voru með allt að 13 prósent meira karótín í blóðinu, en karótín er meðal annars að finna í gulrótum. Vísindamenn í Finnlandi hafa rannsakað áhrif lýkópens, tómatar eru ríkir af því. Rannsóknin náði til um eittþúsund einstaklinga og stóð í 12 ár. Í ljós koma að þeir sem höfðu mest af lýkópeni í blóðinu voru síður í hættu á að fá heilablóðfall. Þeir sem borðuðu mikið af tómötum drógu úr hættu á heilablóðfalli um allt að 55 prósent. Grænmetisbændur hafa lagt mikla vinnu í að upprunamerkja íslenskt grænmeti þannig að það fari ekki á milli mála hvaðan það kemur. Hægt er að rekja grænmetið til bændanna sem rækta það. Þeir leggja allan sinn metnað í að senda frá sér góða og ferska vöru. Við leggjum okkur fram við að vera í góðu sambandi við landsmenn og þeir hafa sýnt að þetta er gagnkvæmt. Með samfélagsmiðlunum getum við verið í sambandi við neytendur og þegið frá þeim mjög verðmætar upplýsingar og ráð. Við kunnum svo sannarlega að meta það að 24 þúsund manns eru vinir okkar á fésbókinni. Það er mikið aðhald að hafa svona stóran hóp sem hefur áhuga á því sem við erum að gera og hjálpar okkur t.d. með gæðaeftirlit. Við miðlum þekkingu um grænmetið, næringargildi þess og hollustu og eins er að finna ótalmargar góðar uppskriftir á fésbókarsíðunni okkar: facebook.com/islenskt.is Þá má ekki heldur gleyma heimasíðunni okkar sem er: islenskt.is, en þar er að finna upplýsingar um garðyrkjubændur. Einnig er þar mikið af gómsætum uppskrifum og jafnframt alls konar fróðleikur um heilsu og mataræði. Við þökkum ykkur kæru landsmenn fyrir góðar móttökur og við hlökkum til að vera áfram í góðu sambandi við ykkur og skiptast á upplýsingum sem næra okkur og styrkja. 24 þúsund vinir -það kunnum við svo sannarlega að meta Ég held mig við eina reglu, að elda þetta ekki of mikið“, segir Georg Ottósson garðyrkjubóndi á Flúðum, þar sem hann stendur við grillið og útbýr kræsingar úr grænmetinu sem hann ræktar. Á grillið að þessu sinni setur hann papriku og sveppi. „Oftast krydda ég ekki neitt“, segir hann þegar við spyrjum um uppskriftina. „En auðvitað hefur hver og einn þetta eftir smekk“, segir Georg. Hann segist setja grænmetið fyrst á grillið og fylgjast svo með hvernig það tekur sig á grillinu. „Maður þarf ekki að vera eins nákvæmur og með kjötið, þess vegna er svo auðvelt að grilla grænmetið, svo er það líka svo gott“. Georg Ottósson rekur Flúðasveppi, en þaðan koma allir íslenskir sveppir sem eru á markaði. Þar eru ræktaðir brúnir kastaníusveppir og hvítu massasveppirnir í bláu öskjunum, sem allir þekkja. Flúðasveppir framleiðir eigin rotmassa til að rækta sveppina í og er massinn meðal annars úr afgangshálmi frá kornræktarbændum á Suðurlandi. Á Jörfa á Flúðum ræktar Georg papriku og tómata en einnig stundar hann töluverða útirækt . Þá hefur hann ræktað sæta papriku sem hefur verið mjög vel tekið. „Ég sker paprikuna í fernt, það fást góðar sneiðar úr einni papriku“, segir Georg. „Ég set grænmetið beint á grillið, hef það venjulega ekki í neinum bökkum, mér finnst það best svolítið dökkt neðst“. Einnig er hægt að fá sveppi frá Flúðasveppum sem eru tilbúnir á grillið eða í ofninn í álbökkum. Sveppirnir eru fylltir með rjómaosti og eru svo safaríkir, þegar búið er að elda þá, að óþarfi er að búa til sósu með grillmatnum. Grænmetis- bændur hafa lagt mikla vinnu í að upprunamerkja íslenskt grænmeti þannig að það fari ekki á milli mála hvaðan það kemur. Kristín Linda Sveinsdóttir Markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna kristin@sfg.is Útgefandi: Sölufélag garðyrkjumanna Ábyrgðarmaður: Kristín Linda Sveinsdóttir kristin@sfg.is Myndir: Hari Umbrot: Jón Óskar/Grái kötturinn jonoskarin@gmail.com Umsjón með útgáfu: Katrín Pálsdóttir katrin@sfg.is islenskt.is Kíktu inn á fésbókina okkar - facebook.com/islenskt.is. Þar er leikur í gangi sem gæti verið gaman að taka þátt í. Glæsilegar grænmetiskörfur í verðlaun. Grænmeti á grillið -einfallt og gott 1 íslensk gulrót (ef til er, annars 1 appelsínugul íslensk paprika, lítil) 1 gul íslensk paprika, lítil 25 g íslenskt smjör 800 g íslenskir tómatar, vel þroskaðir 2 tsk ferskt íslenskt timjan, saxað 1 tsk ferskt íslenskt rósmarín, saxað nýmalaður pipar salt 3/4 l íslenskt vatn 2-3 msk íslenskur graslaukur, saxaður íslenskur fetaostur til að setja út í. Gulrótin og paprikan skornar í litla teninga. Smjörið brætt í potti og gulrót og paprika látnar krauma í því við fremur vægan hita í nokkrar mínútur. Tómatarnir saxaðir og settir út í ásamt kryddjurtum, nokkuð miklum pipar og salti. Hitað að suðu og látið malla við hægan hita í 25-30 mínútur. Þá er súpan smökkuð til og söxuðum graslauk dreift yfir. Tekin af hitanum og látin standa 1-2 mínútur en síðan borin fram ásamt fetaosti, sem hver og einn setur út í eftir smekk. Lykilatriði til að súpan verði góð er að tómatarnir séu vel þroskaðir og rauðir og að notaður sé töluvert mikill pipar til að krydda hana. - NR Íslensk tómatsúpa Frá örófi alda hafa menn tínt sveppi og matreitt þá. Þeim lærðist fljótt að sumar tegundir sveppa voru ljúfengar og aðrar bragðvondar eða jafnvel eitraðar. Sveppategundir skipta þúsundum og þær er að finna um allan heim. Flestar eru þær til gagns fyrir menn og náttúru. Sá sveppur sem er algengastur í matargerð er upprunninn sunnan úr Evrópu. Frakkar hófu að rækta hann og oft er hann kallaður franski sveppurinn. Franska orðið „champignon“ er orðið alþjóðlegt yfir þessa tegund af sveppum. Sveppir voru lengi vel taldir tilheyra jurtaríkinu vegna þess að þeir birtast innan um annan gróður. En þegar betur er að gáð þá tilheyra þeir sínu eigin ríki, svepparíkinu. Frumbjarga plöntur umbreyta ólífrænum efnum, koltvísýringi og vatni, yfir í lífræn efni við ljóstillífun. Það er flókið ferli og byggist á því að grænuefni plantanna umbreytir orku sólarljóssins í efnaorku. Sveppir vinna næringu og orku úr plöntuvefjum. Flúðasveppir voru stofnaðir árið 1984, en þaðan koma allir íslenskir sveppir sem eru á markaði. Fyrsta árið voru framleidd 500 kíló af sveppum á viku, en nú eru meira en 10 tonn send á markaðinn í viku hverri. Ræktun er vandaverk og fer fram í ræktunarklefum þar sem hita og raka er stýrt af mikilli nákvæmni. Tvær tegundir af sveppum eru ræktaðar hjá Flúðasveppum, hvítir massasveppir og brúnir kastaníusveppir en þeir eru taldir sérstaklega góðir fyrir meltinguna. NæriNGarGildi Í sveppum eru mörg næringarefni, en mjög fáar hitaeiningar, 30 kcal í 100 grömmum. Sveppir eru próteinríkari en flest grænmeti. Þeir eru einnig ríkir af B vítamíni, járni, kalki, kalí, seleni og trefjum. Þá er einnig A og C vítamín í sveppum. Geymsla. Matsveppir eiga að vera safaríkir og næstum hvítir á lit. Á þeim eiga ekki að vera brúnir blettir. Allir matsveppir hafa takmarkað geymsluþol. Þá á að geyma í myrkri og um það bil tveggja gráðu hita og við mikinn raka. Flúðasveppir -bæta, hressa og kæta Georg Ottósson garðyrkjubóndi á Flúðum,. „Oftast krydda ég ekki neitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.