Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Side 50

Fréttatíminn - 17.05.2013, Side 50
50 húðvörur Helgin 17.-19. maí 2013 Hægir á öldrun húðarinnar „Dearmatude „Meta Therapy“ er ný meðferð sem dregur úr öldrun húðarinnar og dregur einnig úr sjáanlegum um- merkjum öldrunar,“ segir Undína Sigmundsdóttir, eigandi Frcosmetic sem er umboðsaðili Dermatude Meta Therapy á Íslandi. „Fyrst verður að örva náttúrlegt ferli húðarinnar innan frá svo að framleiðsla kollagens og elastíns í húðinni fari aftur af stað og hringrásarferill húðarinnar eflist. En jafnframt verður að bæta húðinni upp það sem hún hefur farið á mis við, með virkum efnum utanfrá.“ Broshrukkur fyrstu einkenni öldrunar Undína segir að fyrstu merki um að húðin sé farin að eldast komi fram við u.þ.b 25 ára aldur. „Húðin þynnist, blóðflæði minnkar og það hægir á náttúrlegri framleiðslu kollagens og elastíns en húðin tapar þá stinnleika og teygj- anleika. Vegna fækkunar fitukirtla dregur úr fitufram- leiðslunni og húðin þornar.“ Hún segir fyrstu ummerki um öldrun húðar vera þau að broshrukkur fara að sjást kring- um augun. „Broshrukkur eru einkum áberandi hjá þeim sem hlæja mikið og brosa. Með tímanum myndast þannig djúpar, varanlegar hrukkur. Þetta náttúrulega öldrunar- ferli kemur innan frá en ytri aðstæður flýta fyrir ferlinu, eins og óhóflega miklir útfjólubláir geislar frá sól eða ljósa- lömpum, loftkæling, streita, áhrif sindurefna og loftmeng- unar, að ógleymdu tóbaki og áfengi,“ segir Undína. Ýmsar aðferðir í boði Árþúsundum saman hefur fólk leitast við að varðveita æsku og fegurð. Á síðari áratugum hafa rannsóknir og þró- unarstarf sem miða að því að viðhalda æskuljóma húðar- innar veitt okkur nýja sýn inn í þau fræði sem fjalla um varnir gegn öldrun. Undína segir að meðferðarúrræðum við öldrun húðar sé skipt í þrjá flokka. „Í fyrsta lagi er hægt að fá meðferð án róttækra aðgerða en þá er yfirborð húðarinnar meðhöndlað með kremum og möskum, krist- alslípun, burstun eða efnafræðilegum aðferðum. Í öðru lagi er hægt að fá meðferð með róttækum aðgerðum en þá er húðinni veitt mjög virk meðferð. Notaðar eru aðferðir og tæki sem veita aðgang að dýpri lögum húðarinnar, þ.e. Dermatude’s Meta Therapy, Dermaroller, Meso Therapy og Micro Needling. Í þriðja lagi er hægt að fá það sem flokkast undir að vera „medical“ meðferð. Þá veita sér- fræðingar húðinni róttæka meðferð, t.d. með Botulin Toxin sprautum, húðfyllingarefni, laser-meðferð, svokallaðri augnlyftingu eða andlitslyftingu.“ Rannsóknir hafa sýnt að gróska í snyrtivörugeiranum er mest í yngjandi úrræðum, bæði meðferð og efnum. „Stærsti markhópurinn (25-75 ára) er mótfallinn „medical“ úrræðum. Hins vegar er þessi sami markhópur áhugasam- ur um betri árangur en þann sem næst með meðferðum án róttækra úrræða. Meta Therapy er einmitt lausnin sem þessi hópur hefur beðið eftir,“ segir Undína. Nýjustu tíðindin í snyrtigeiranum Dermatude's Meta Therapy stendur fyrir Medical & Est- hetical Tissue Activating Therapy og er aðferð til þess að bæta og fegra húðina að innan sem og utan. „Þetta er full- komin meðferð fyrir þann sem vill meira en hefðbundnar húðmeðferðir. Meta Therapy felst í því að gerðar eru ör- smáar ástungur á húð án minnsta sársauka. Náttúrlegar varnir líkamans bregðast samstundist við og hefja fram- leiðslu á kollageni og elastíni til að gera við „skaðann”. Þessar sjálfvirku viðgerðir líkamans eru 100% náttúru- legar og húðin endurnýjast innan frá. Við þetta verður húðin þéttari og fær aftur stinnleika sem var farinn að minnka, og greinilega sést að fínar línur og smáhrukkur sléttast, húðholurnar grynnast, hringrásarferli örvast og almennt ástand húðarinnar batnar. Meta Therapy hjálpar til við að endurnýja það sem húðin hefur misst í tímans rás,“ segir Undína. Meta Therapy bætir og fegrar húðina bæði innan og utan frá. Meðferðinni fylgja einnig virk efni, þ.e. svokölluð sérstök fyllingarefni (Subjectables), sem gera það kleift að framkvæma mjög sérhæfðar og sérmiðaðar meðferðir sem hæfa viðkomandi húðgerð. „Þannig fást tvöföld áhrif gegn öldrun húðarinnar vegna þess að ekki er eingöngu horft á afleiðingarnar, heldur er fyrst og fremst ráðist gegn orsök- unum,“ segir Undína. Um tvennt að velja Hægt er að velja á milli bætandi húðmeðferðar og yngj- andi meðferðar á öllu andlitinu, hálsinum og/eða bring- unni, eða þá meðferð á afmörkuðum svæðum eins og t.d. á höndum eða einstökum línum og/eða hrukkum. Einnig má blanda saman meðferðum svo bestum árangri sé náð. „Fyrst eftir meðferðina getur borið á dálitlum roða, en hann hverfur á örfáum klukkustundum. Hægt er að snúa sér strax aftur að daglegum störfum og má nota andlits- farða sólahring eftir meðferð,“ segir Undína. Hún segir ráðlagt að taka átta skipta meðferð en einnig sé hægt að taka stök skipti. Árangurinn verður þó meiri með fullri meðferð. Full andlitsmeðferð byrjar með fjórum vikulegum meðferðum. „Eftir fyrsta skiptið er meðferðin endurtekin einu sinni í viku í þrjár vikur, og síðan fjórum sinnum í röð á tveggja vikna fresti. Samtals verða þetta átta skipti og heildartíminn er 12 vikur, tæpir 3 mánuðir alls. Þegar tilætlaður árangur hefur náðst þarf að viðhalda honum með því að endurtaka meðferðina með reglulegu millibili. Nauðsynlegt er að styðja við meðferðina heima með Dermatude kremum. Kremin hafa verið þróuð sér- staklega fyrir fyllingarefnin sem notuð eru í meðferðinni og innihalda sömu virku efnin.“ Meðferð á línum og hrukkum Undína segir að Meta Therapy henti einnig mjög vel fyrir sérstakar aðgerðir gegn línum og hrukkum, í viðbót við heildarmeðferð. „Með sérstakri aðferð er húðvefurinn und- ir þessu svæði örvaður. Við það fer bandvefur að myndast sem fyllir upp húðvefinn innanfrá. Hér er að sjálfsögðu um 100% náttúrulegt ferli í húðinni að ræða. Sjá nánar www.frcosmetics.is.  DermatuDe – meta therapy Meðferð sem dregur úr öldrun húðarinnar Dermatude er nýtt snyrtivörumerki í hæsta gæðaflokki. Dermatude „Meta Therapy“ er byltingarkennd meðferð á íslenska snyrtimarkaðnum en hún hefur farið sigurför um allan heim. Nú þegar eru fjölmargar snyrtistofur farnar að bjóða upp á þessa einstöku Meta Therapy meðferð, þær eru: Aqua Spa, Strandgötu 14, 600 Akureyri, Sími: 461 4445 Snyrtistofan Ágústa, Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík, sími: 552 9070 Bonita snyrtistofa, Hæðasmára 6, 201 Kópavogi, sími: 578 4444 Snyrtistofan Cara, Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogi, sími: 554 7887 Carita snyrting, Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími: 555 4250 Dekurstofan/Ný Ásýnd, Kringlunni 8, 103 Reykjavík, sími: 568 0909 / 899 7020 Snyrtistofan Dögg ehf, Smiðjuvegi 4, 200 Kópavogi, sími: 552 2333 Snyrtistofan Eva, Austurvegi 4, 800 Selfossi, sími: 482 3200 Gallerí útlit, Bæjarhrauni 6, 220 Hafnarfirði, sími: 555 1614 Snyrtistofan Gyðjan, Skipholti 50d, 105 Reykjavík, sími: 553 5044 Snyrti,- nudd og fótaaðgerðastofan Líkami og sál, Þverholti 11, 270 Mosfellsbæ, sími: 5666307 Snyrtistofan Jóna fótaaðgerða- og snyrtistofa, Hamraborg 10, 200 Kópavogi, sími: 554 4414 Snyrtingar Margrétar, Borgartúni, 8-16 Höfðatorgi, 105 Reykjavík, sími: 566 6100 Snyrti- og nuddstofan Paradís, Laugarnesvegi 82, 105 Reykjavík, sími: 553 1330 Snyrtistofan Þema snyrti- og fótaðgerðastofa, Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími: 555 2215

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.