Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 13
„Þá gæti fólk átt bíl en notað hann lítið.
Það er dýrt að kaupa sér bíl og greiða
af honum öll gjöld, svo sem tryggingar,
skoðunargjald og bifreiðagjald. Ef þessi
gjöld væru beintengd notkun gæti fólk
átt bíl og notað hann við sérstök tilefni,
til dæmis til ferðalaga en notað aðra
samgöngumáta til og frá vinnu,“ segir
Magnús.
Grænt hagkerfi
Samtök um bíllausan lífsstíl leggja mikið
upp úr því að það verði góður kostur fyrir
fólk að segja sig úr bílamenningunni og
hagnast raunverulega á því. Til þess að
svo megi verða þurfi að rjúfa þann víta-
hring sem bílamenningin er og innan
samtakanna hafa þróast hugmyndir um
upptöku rafvæddrar vegatollunar sem
yrði þannig í framkvæmd að GPS tæki
yrðu sett í alla bíla og hægt yrði að inn-
heimta gjöld fyrir notkun á vegakerfinu.
Farartæki yrðu þá flokkuð eftir þyngd og
vegir eftir álagi og hvenær dags þeir yrðu
eknir. Sem dæmi má nefna að dýrara yrði
að keyra Miklubrautina á háannatíma en
öðrum tímum. Slíkt gjaldtökukerfi myndi
virka sem hvati til að nota almennings-
samgöngur til og frá vinnu. Slíkt myndi
líka virka sem hvati til að fólk myndi
kaupa í matinn í sínum hverfum. „Þá
myndi líka vera fullorðið fólk á gangi í
hverfunum. Það er eðlilegt að aldurshóp-
arnir eigi í samskiptum. Unglingarnir
eru svolítið einir í úthverfunum að bíða
eftir að verða fullorðnir og fá bílpróf,“
segir Magnús.
Slík rafræn gjaldtaka tíðkast hvergi í
heiminum og telur Magnús mikilvægt að
Íslendingar sýni frumkvæði í stað þess
að herma alltaf eftir öðrum. „Við ættum
að sýna íslensku hugviti virðingu og
þróa kerfið innanlands. Með því sköpum
við góða ímynd og verðum öðrum til
fyrirmyndar í umhverfis- og samgöngu-
málum,“ segir Magnús og bætir við að lík-
legt sé að tal um GPS tæki í bíla komi illa
við marga því fólk rugli sjálfu sér oft við
bílana og kalli slíkt persónunjósnir þó það
noti greiðslukort og farsíma sem einnig
virka eins og staðsetningarbúnaður.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
3
-0
5
2
2
NÝSKÖPUN EYKUR
VERÐMÆTI
Arion banki styður við nýsköpun í atvinnulífinu
Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa nýsköpun
að leiðarljósi í sinni viðskiptaþróun og eru að ná eftirtektar-
verðum árangri.
Við bjóðum þér á námskeið
Mörg framsæknustu fyrirtæki heims nota Business Model Canvas
við að þróa starfsemi sína og efla nýsköpun. Við bjóðum þér á
námskeið um Business Model Canvas í höfuðstöðvum Arion banka
30. maí nk. kl. 9–10.30.
Skráning og nánari upplýsingar á arionbanki.is.
LANDHELGISGÆSLAN
BETRI NÝTING TÆKJA
MEÐ VERKEFNUM
ERLENDIS
Reykjavík er
ein dreifbýlasta
borg í heimi og á
Íslandi eru fleiri
bílar á mann en
nokkurs staðar
í heiminum og
líka fleiri bílar en
ökuskírteini. Það
er líka athyglis-
vert að á höfuð-
borgarsvæðinu
eru fleiri bílar á
mann en á lands-
byggðinni.
ar bílinn sinn til að fara á fundi fær
það borgað fyrir hvern kílómetra
sem það ekur og þarf ekki að
greiða skatt af þessum greiðslum.
Sá sem fer hjólandi á fund og mæt-
ir ferskur eftir útiveruna fær hins
vegar enga fjárhagslega umbun.
Þvert á það sem almennt er talið
er Magnús þeirrar skoðunar að
bensínverð sé ekki hátt og nefnir
sem dæmi að einn lítri af bens-
íni kosti 250 krónur. Eyði bíll tíu
lítrum á hverja hundrað kílómetra
kosti kílómetri því aðeins 25
krónur. „Ef þú átt bíl þá eru hvatar
til að nota hann sem mest,“ segir
Magnús og bætir við að betra væri
að gjaldtaka væri tengd notkun.
Magnús Jensson, for-
maður Samtaka um
bíllausan lífsstíl segir
engum hollt að upplifa
samfélagið sitt í gegnum
bílrúðu og að óeðlilegt
sé að fara alltaf með
tonn af járni með sér
hvert sem maður fer.
Sjötíu manns á Melhaga
í Reykjavík. Myndin sýnir
þrjá mismunandi sam-
göngumáta.
viðtal 13 Helgin 17.-19. maí 2013