Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 48
48 húðvörur Helgin 17.-19. maí 2013 U NA skincare er eitt af fáum íslensk­um húðvörumerkjum sem hafa vísindalegar rannsóknir á bak við sig. Í rannsóknunum kom í ljós að íslenskt bóluþang stendur upp úr þegar kemur að virkni andoxunarefna. Virkni þeirra er mun öflugri en virkni annarra þekktra andoxun­ arefna og má þar nefna C­vítamín, E­vítam­ ín og grænt te,“ segir Eybjörg Einarsdóttir, sölu­ og markaðsstjóri Marinox ehf, sem er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem framleið­ ir UNA kremin. Rannsóknirnar á lífvirku efnunum í íslenskum sjávarþörungum og andoxunarvirkni þeirra voru unnar af Matís undir stjórn dr. Harðar G. Kristinssonar, rannsóknarstjóra Matís, og Rósu Jónsdótt­ ur, fagstjóra í lífefnum og líftækni. Lífvirk efni sem unnin eru úr þörungum „Það sem gerir vöruna einstaka er mjög hátt magn lífvirkra efna sem unnin eru úr þörungunum. Þangið er tínt á sérvöldum kortlögðum hreinum svæðum við Íslands­ strendur, en þörungasvæðin hér eru miklu hreinni en annars staðar í heiminum,“ segir Eybjörg. Þá eru lífvirku efnin einangruð með háþróaðri aðferð. Þau eru frostþurrkuð til að tryggja hámarksvirkni þeirra og síðan notuð í kremin. „Lífvirku efnin sem finnast í þörungunum er jafnframt hægt að nota í matvæli og fæðubótarefni. Fjölfenólin í þanginu gefa andoxunarvirknina, þau vinna gegn frjálsum hvarfeindum sem eru skað­ legar húðinni, auk þess sem lífvirku sykr­ urnar í þörungunum binda raka einstaklega vel og hafa jákvæð áhrif á húðina. Steinefni eru mikilvæg húðinni og amínósýrur eru byggingarefni húðarinnar, en öll þessi efni eru í UNA extraktinu,“ segir Eybjörg. Sérvalin innihaldsefni UNA húðvörurnar samanstanda af endur­ nærandi dagkremi og uppbyggjandi nætur­ kremi og munu nýjar vörur frá UNA skinc­ are líta dagsins ljós á þessu ári. Eybjörg segir sérstöðu og kosti UNA húðvaranna vera einstaka á heimsvísu. „UNA húðvör­ unar eru með hátt hlutfall lífvirkra efna sem unnin eru úr sjávarþörungum, engin Para­ ben rotvarnarefni eru notuð, þá eru heldur engin litar­ né ilmefni notuð í vörunar. Önnur innihaldsefni sérvalin og kremin eru ekki prófuð á dýrum.“ „Kremin innihalda jafnframt virk efni eins og hýalúrónsýru, peptíð, B­vítamín, kókosolíu og Aloe vera. Kremunum er pakk­ að í loftþéttar umbúðir með pumpu sem verndar innihaldsefnin og henta þau jafnt dömum sem herrum og öllum húðgerðum. Reynsla neytenda bendir til þess að kremin dragi úr ákveðnum húðvandamálum, s.s. roða og bólgum,“ segir Eybjörg. Mikil eftirspurn UNA húðkremin eru búin að vera á mark­ aðnum í tæpt ár og eru kremin fáanleg í lyfjaverslunum, helstu snyrtivöruversl­ unum, hjá flugfélögum og í fríhöfnum. „Við­ tökur hafa verið einstaklega góðar. Það er mikil breyting á íslenskum markaði hvað varðar viðhorf til íslenskra vara. Neyt­ endur vita að öflug íslensk fyrirtæki bjóða nú hágæða vöru sem að baki liggja margra ára vísindalegar rannsóknir. Það má segja að hér sé kominn góður vísir að nýrri fram­ leiðslugrein, þ.e. framleiðsla virkra húðvara með innihaldsefni sem unnin eru úr ís­ lensku hráefni. Óhætt er að segja að þetta sé ánægjuleg þróun sem víst er að mun styrkjast enn meir á næstu árum,“ segir Eybjörg. Þá segir Eybjörg að á stuttum tíma hafi skapast eftirspurn á erlendri grundu fyrir UNA húðvörunum og er útflutningur haf­ inn. „Ljóst er að fylgst er með UNA skinc­ are erlendis þar sem íslenskar rannsóknir og vísindi hafa skapað sér sess á þessum vettvangi.“ UNA skincare kremin eru í sölu um allt land og má finna upplýsingar um útsölustaði og kremin á www.unaskincare.com og á www.facebook.com/UNAskincare. ­ss  UNA húðvörUr EfNi UNNiN úr þörUNgUm Íslenskt bóluþang stendur upp úr Í UNA húðvörunum er hátt magn lífvirkra efna sem unnin eru úr sjávarþörung- um. Þá innihalda vörurnar engin ilm- og litarefni og eru ekki prófuð á dýrum. Húðin er stöðugt að endurnýja sig og því er regluleg hreinsun húðar nauðsynleg. Mikilvægt er að velja hreinsi­ og and­ litsvatn við hæfi. Húðin getur verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög þurr, með yfirborðsþurrk og mik­ inn raka yfir í að vera feit og glansandi. Flestir eru með normal húð sem skiptist í að vera normal/þurr eða normal/feit. Margar konur með normal húð eru með blandaða/feita húð á „T“ svæði. („T“ svæðið er enni, nef og haka og myndar einskonar T yfir andlitið.) Hinn fullkomni andlitshreinsir fyrir normal húð er Galatéis Douceur sem hægt er að nota bæði fyrir andlit og augu. Formúla Galatéis Douceur er fersk, létt og kremkennd sem nær að hreinsa öll óhreinindi af eins og farða, augnskugga og mengun. Til að klára hreinsun húðarinnar er æskilegt að nota andlitsvatn. Hreinsirinn skilur eftir sig fína filmu sem andlitsvatn­ ið hreinsar af. Að auki lokar andlitsvatn­ ið húðholunum, frískar og gefur ljóma. Jafnar bæði raka og sýrustig húðarinnar. Til eru margar tegundir af andlitsvötn­ um en þau sem eru fyrir normal/þurra húð eða normal/blandaða húð eru Toni­ que Doucheur og Tonique Éclat. Best er að setja andlitsvatnið í bómull og strjúka yfir andlit og háls kvölds og morgna. Á yfirborði húðarinnar safnast fyrir dauðar húðfrumur. Sérstaklega á svæð­ um við nef og á höku. Gott er að hreinsa þessar dauðu húðfrumur af með korna­ skrúbb einu sinni til tvisvar í viku. Exfoliance Clarté kornaskrúbburinn frá Lancôme er einstaklega góður til að ná af dauðum húðfrumum á yfir­ borði húðarinnar. Í honum eru tvær tegundir af kornum. Annars vegar lítil blá (örkristallar) og svo stór hvít með ensímum sem flýta fyrir losun dauðra húðfruma. Húðin er stærsta líffærið okkar og bregst við hita og kulda. Á Íslandi er allra veðra von og því er næringamaski góð auka vörn fyrir húðina. Frostið, hitabreytingarnar og vindurinn þurrka upp húðina og gera hana stífa og þurra. Hydra Intense rakamaskinn gefur húðinni næringu, raka, sléttir úr fínum línum og gefur ljóma í húðina. Hann er einstaklega þægilegur í notkun. Mask­ inn er settur á þurra hreina húð og lát­ inn virka í 5 mínútur. Þegar húðumhirðan og hreinsunin er góð þá gera kremin og serumin meira gagn þar sem húðin er hrein og laus við óhreinindi eins og dauðar húðfrumur. Serum eru til í mörgum gerðum og hlutverk þeirra eru mismunandi. Serum veitir húðinni næringu, eykur ljóma, styrkir, þéttir, byggir upp og vinnur á fínum og djúpum línum. Flest serum eru sett á hreina húðina undir krem. En það getur þó verið mismun­ andi eftir tegundum. Serum eru í flest­ um tilfellum þunnur vökvi sem inni­ heldur mikið magn af virkum efnum. Í kremum eru virku efnin líka en þá er að auki búið að bæta við efnum sem næra og gefa raka í húðina.  UmhirðA húðAr Hvernig eigum við að viðhalda æskuljómanum? Til að viðhalda „æskuljómanum“ í húðinni þrátt fyrir aldur, er nauðsynlegt að hreinsa og næra húð- ina vel. Þó að farði sé ekki notaður daglega þarf samt sem áður að hreinsa óhreinindi af húðinni. Eybjörg Einarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Marinox ehf. Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 - LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 - gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti - aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 - ÁRbæjaRaPótek, Hraunbæ 115 LyfjaveR Suðurlandsbraut 22 - aPótek gaRðabæjaR, Litlatúni 3 - akuReyRaRaPótek, Kaupangi við Mýrarveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.