Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 58
58 skák og bridge Helgin 17.-19. maí 2013  Skákakademían nú geta allir teflt á íSlandSmótinu í Skák 100 ár síðan fyrst var teflt um Íslandsmeistaratitilinn! V ikublaðið Reykjavík birti merka frétt árið 1913 um fyrsta Skákþing Ís- lands. Taflfélag Reykjavíkur stóð að mótinu, enda var Skáksam- band Íslands ekki stofnað fyrr en tólf árum síðar á Blönduósi. Alls hófu 13 skákmenn keppni á þessu sögulega móti, en einn heltist úr lestinni. Pétur Zóphóníasson sigr- aði af miklu öryggi á mótinu, hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum, og varð því fyrstur manna til að hljóta sæmdarheitið Skákmeistari Íslands. Sigurlaunin voru vegleg: Marmarataflborð sem Willard Fiske gaf, en hann er mestur vel- gjörðarmaður sem Ísland hefur eignast, og auk þess forláta Staun- ton-taflmenn, sem kenndir eru við enska skákjöfurinn Howard Staunton (1810-1874) en hann var einn helsti meistari 19. aldar. Verð- launagripnum fylgdi þó sú kvöð, að enginn ynni það til eignar fyrr en eftir þrjá sigra í röð. Reglur um Skákmeistara Íslands voru í þann tíð sniðnar að því sem þá tíðkaðist með heimsmeistaratitilinn, og varð að sækja titilinn í greipar ríkjandi meistara í einvígi. Pétur hélt titli sínum til ársins 1917, en þá var komið að hinum fjölhæfa snillingi Eggert Gilfer, sem varð meistari alls sjö sinnum á aldarfjórðungs- tímabili, síðast 1942. Nú er sem sagt öld liðin frá fyrsta Skákþingi Íslands. Á þess- um 100 árum hafa alls 36 skák- menn sigrað á mótinu. Allra manna sigursælastur er Hannes Hlífar Stefánsson, sem á árunum 1998 til 2010, varð alls ellefu sinnum Ís- landsmeistari. Á þessu tímabili var sigurganga Hannesar aðeins rofin árið 2000, þegar Jón Viktor Gunn- arsson sigraði og 2009, þegar dan- skættaði stórmeistarinn Henrik Danielsen sigraði. Árið 2011 var röðin svo komin að Héðni Stein- grímssyni, en hann sigraði fyrst á mótinu 1990 og var þá aðeins 15 ára, og yngstur allra í sögunni til að verða Íslandsmeistari. Af öðrum sigursælum kempum ber fyrstan að nefna Friðrik Ólafs- son. Hann tefldi fyrst á Íslands- mótinu 1951, þá aðeins 16 ára. Frið- rik lenti í 2. sæti – á eftir Lárusi Johnsen – en árið eftir urðu þeir Friðrik og Lárus jafnir og efstir, og þá sigraði ungi snillingurinn í einvígi. Eftir þetta varð Friðrik Íslandsmeistari í hvert skipti sem hann tefldi á Íslandsmótinu, og sex sinnum alls. Stórmeistararnir Jó- hann Hjartarson og Helgi Ólafsson hafa líka sex sinnum orðið Íslands- meistarar, en af öðrum kunnum kempum má nefna Jón L. Árnason (3), Guðmund Sigurjónsson (3) og Margeir Pétursson (2). Í þessari hundrað ára sögu hefur Skákþing Íslands jafnan verið lokað öðrum en allra bestu skákmönnum Íslands, en í til- efni af afmælinu hefur Skáksam- band Íslands tekið þá ánægjulegu ákvörðun að halda opið mót, þar sem allir skákáhugamenn geta verið með. Íslandsmótið fer fram dagana 31. maí til 8. júní og verður teflt við glæsilegar aðstæður á efstu hæð í Turninum í Borgartúni. Útsýnið þaðan yfir alla Reykjavík og nærsveitir ætti að verða góður innblástur fyrir meistara af öllum stærðum og gerðum, en vonast er til að keppendur verði allt hundrað. Og það eru sem sagt allir velkomn- ir: stigaháir sem lágir, strákar og stelpur, ungir sem aldnir. Þetta eru í fallegu samræmi við einkunnar- orð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Allar upplýsingar um mótið má finn á skák.is og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst á þetta sögulega mót! skákþrautin Hvítur leikur og mátar! Hér lék hvítur Rxh7 og er í góðum málum. En hvítur átti kost á ennþá betri leik, sem klárar taflið á svipstundu. H in árlega Kjördæmakeppni Bridge-sambands Íslands var haldin um helgina 11. - 12. maí. Keppt er sam- kvæmt gömlu kjördæmaskipuninni á Íslandi og að þessu sinni var keppt á Akureyri, nán- ar tiltekið í Brekkuskóla að Laugargötu. Keppnin var jöfn framan af, en sterkt lið Reykjavíkur náði góðri forystu með sterkum sigri 91-29 gegn liði gestanna í sjöttu umferð af níu. Reykjavík lét forystuna ekki af hendi og vann næsta öruggan sigur í lokin. Loka- staða efstu kjördæma varð þannig: 1. Reykjavík ........................................................... 620 2. Suðurland ......................................................... 580 3. Norðurland eystra ........................................... 570 4. Norðurland vestra ........................................... 566 5. Reykjanes ......................................................... 554 6. Færeyjar ........................................................... 522 Lið Reykjavíkur var skipað Arngunni Jóns- dóttur, Friðjóni Þórhallssyni, Guðlaugi Sveinssyni, Guðjóni Sigurjónssyni, Guðnýju Guðjónsdóttur, Guðrúnu Jóhannsdóttur, Gunnlaugi Karlssyni, Halldóri Þórvaldssyni, Ísaki Erni Sigurðssyni, Jóni Ingþórssyni, Ómari Olgeirssyni, Magnúsi Sverrissyni, Sigtryggi Sigurðssyni, Sigrúnu Þorvarðar- dóttur, Sveini Rúnari Eiríkssyni og Sveini Þorvaldssyni. Ákveðið var að spilað verði á næsta ári í Færeyjum, en Færeyingar hafa undanfarin ár tekið þátt í þessu móti. Lið þeirra náði einnig besta árangri sínum frá upphafi. Að venju voru þar mörg áhugaverð spil. Í síðustu umferð mótsins hélt austur á ♠D932 ♥974 ♦ÁG932 ♣D Á borðinu þar sem Gunnlaugur Karlsson í sveit Reykjavíkur sá hann eftirfarandi sagn- ir, norður gjafari og enginn á hættu: Norður austur suður vestur Pass pass 1 lauf* pass 1 tígull* dobl 3 lauf pass 3 grönd p/h Laufopnunin var sterk (Precision), 1 tíg- ull var afmelding (0-7 punktar) og Gunn- laugur opnaði til að láta vita af styrk í tígli með dobli. Hann þurfti síðan að finna útspil gegn 3 gröndum. Það tók hann ekki langan tíma að finna spaða út og vildi ógjarnan gefa fyrsta slaginn á tígul. Vörnin tók á spaðaás- inn og tígulslagina. Þrjú grönd voru spiluð á 16 borðum af 40 og 12 þeirra fengu að standa spilið. Þremur gröndum var aðeins hnekkt á 4 borðum. Fimm lauf voru einnig spiluð á 16 borðum og stóðu á 12 þeirra. Þau fóru nið- ur á 4 borðum þegar spaðahittingur fannst ekki. Allt spilið var þannig: Bikarkeppni BsÍ Skráning í Bikarkeppni Bridgesambands Íslands er hafin og eru keppendur beðnir um að skrá sig fyrir 20. maí. Dregið verður í sumarbridge miðvikudaginn 22. maí í Síðu- múlanum. Núverandi bikarmeistarar er sveit Karl Sigurhjartarsonar. Einmenningur Br Síðasta keppni Bridgefélags Reykjavíkur var einmenningur sem spilaður var þriðjudags- kvöldið 14. maí. Jón Baldursson hefur verið sigursæll í keppnum tímabilsins hjá félaginu og hann leit ekki deigan síga í einmennings- keppninni og hafði sigur þar. Lokastaða efstu spilara í þeirri keppni varð þannig: 1. Jón Baldursson ................................................ 171 2. Ómar Olgeirsson ............................................ 170 3.Kjartan Ásmundsson ....................................... 169 4. Skúli Skúlason ................................................ 168  Bridge Skráning í Bikarkeppni BridgeSamBandS íSlandS er Hafin Reykjavík sigraði í kjördæmakeppni BSÍ Lausn: 1.Dxg7+!! Hxg7 2.Hh5+ Hh7 3.Hxh7 SPJALD TÖLVU TILBO Ð 9.990 Notaðar og lítið útlitsgal laðar spjaldtö lvur á ót rúlegu t ilboði meðan b irgðir en dast á v erði frá SMELLTUÁ KÖRFUNA NETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP Tölvutek • Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is Lið Reykjavíkur var að vonum ánægt með sigur- inn í Kjördæmamótinu á Akureyri. ♠104 ♥KG86 ♦K754 ♣985 ♠KG8 ♥Á3 ♦6 ♣ÁKG10742 ♠ Á765 ♥ D1052 ♦ D108 ♣ 63 ♠ D932 ♥ 974 ♦ ÁG932 ♣ D n s V a Hannes H. Stefánsson sigursælasti meistarinn í 100 ára sögu Íslands- mótsins í skák. Hefur 11 sinnum orðið Íslands- meistari. Goðsögnin Friðrik Ólafs- son. Tefldi sjö sinnum á Íslandsmótinu og varð sex sinnum meistari. Pétur Zóphóníasson sigraði á fyrsta Íslands- mótinu fyrir réttri öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.