Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 43
www.hafkalk.is
Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt
Slakandi steinefnablanda - Náttúrulega
■ Haf-Ró inniheldur magnesíum extrakt unnið
úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr
kalkþörungum úr Arnarfirði. Haf-Ró inniheldur
einnig B6 (P5P) og C vítamín sem styðja við
virkni efnanna.
Magnesíum úr hafinu
■ Magnesíum sem notað er í Haf-Ró er ein
sterkasta náttúrulega uppspretta magnesíums
sem völ er á. Þetta gerir það kleift að hafa
mikið magn virkra efna í hverju hylki.
■ Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að
viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu.
Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og
streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því
gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku.
Helgin 17.-19. maí 2013
Saga
Trausta-
dóttir,
fimmtán ára,
verður meðal
keppenda á
Íslandsbanka-
mótaröðinni
sem hefst í
Þorlákshöfn
núna um
helgina. Ljós-
mynd/Hari
Úr lögum
um fjölmiðla:
Auglýsingar
og fjarkaupa-
innskot eru
óheimil í dag-
skrá sem er
ætluð börnum
yngri en 12
ára. Bann
þetta hefst 5
mínútum áður
en dagskrá
ætluð börnum
yngri en 12
ára hefst og
stendur þar
til 5 mín-
útum eftir að
útsendingu
slíkrar dag-
skrár lýkur.
Líkur á að börn neyti sykraðs drykkjar 1-3 sinnum í viku aukast með hverri klukku-
stund sem börn horfa á sjónvarp á dag. Getty/NordicPhotos
rannsóknar sýndu að hægt var
að spá fyrir um neyslu barna
á sykruðum drykkjum eftir
því hversu mikið þau horfðu
á sjónvarp. Þá kom í ljós að
líkurnar á því að barn neytti
sykraðs drykkjar minnst 1-3
sinnum í viku jukust með
hverri klukkustund sem
barnið horfði á sjónvarp á dag.
Líkurnar jukust einnig eftir
því sem börnin horfðu meira
á auglýsingar, óháð sjónvarps-
áhorfi í heild.
„Við viljum halda því á lofti
að það eru ekki bara for-
eldrar sem stýra matarvenjum
barna. Þetta er samfélags-
mál,“ segir Steingerður. Í Sví-
þjóð er bann við auglýsingum
í sjónvarpi þegar barnaefni er
sýnt og hið sama gildir á Ís-
landi. Rannsakendur benda
á að neysluvenjur á unga
aldri hafa áhrif á neyslu síðar
meir og hættu á offitu. Þeir
óska því eftir samfélagslegri
ábyrgð á því hvers konar fæðu
er beint að börnum.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Golfsumarið er fram undan og það lítur út fyrir að
verða bjart. Sér í lagi í barna- og unglingastarfi á
vegum klúbbanna innan Golfsambands Íslands.
Enda hefur áhugi barna á íþróttinni vaxið mikið
síðustu árin og sækja fleiri hundruð börn golfnám-
skeið á þeirra vegum um land allt. Í vikunni var
undirritaður samningur milli GSÍ og Íslandsbanka
um sér mótaröð fyrir yngstu kylfingana, Íslands-
bankamótaröðina. Þar verður keppt í þremur ald-
ursflokkum á sjö mótum í sumar. Það fyrsta verður
á Þorlákshafnarvelli nú um helgina.
Þau bestu og
þau næst bestu
Eimskipamótaröðin, aðal
keppni bestu kylfinga Ís-
lands, rúllar svo af stað um
næstu helgi og þar eiga
keppnisrétt tæplega 150
forgjafarlægstu kylfingar
landsins. Til að mæta
ásókn landans
í að
keppa
býðst þeim sem ekki
ná þangað inn að keppa á
Áskorendamótaröð Íslands-
banka. Nýju móti sem er ætlað
einmitt þessum ört stækkandi
hópi keppnisfúsra kylfinga sem
ekki komast inn á aðal mótaröðina og
verður fyrsta keppnin í Grindavík nú
á laugardaginn.
Haraldur Jónasson
hari@frettatiminn.is
Bjart golfsumar
fram undan
NORÐURKRILL
Fæst flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Betri einbeiting og betri líðan
Þegar maður rekur sitt eigið fyrirtæki, er í fullu fjarnámi og á auk þess tvö ung börn,
þá skiptir öllu máli að heilinn virki rétt og vel. Ég byrjaði að nota Norðurkrill fyrir
fjórum mánuðum og fann nánast strax mun á mér. Einbeitingin varð betri auk þess
sem ég varð vör við mjög jákvæð áhrif á lesblinduna hjá mér. Fyrir utan skarpari
einbeitingu líður mér allri betur líkamlega og andlega.
Það skiptir mig miklu máli að Omega 3 í Norðurkrill sé hreint og ómengað og eftir að
hafa prufað þó nokkuð margar tegundir af Omega 3 olíum get ég fullyrt að Norðurkrill
er besta Omgea 3 olía sem ég hef notað.
Ég hvet alla þá sem vilja skerpa á minni og einbeitingu að taka inn Norðurkrill.
Heilinn í okkur verðskuldar aðeins það besta.
Jóhanna S. Hannesdóttir,
þjóðfræðinemi og eigandi Sunnlenska.is
NORÐURKRILL er eitt hreinasta og öflugasta form af OMEGA 3-fitusýrum.
Unnið úr botnsjávardýrinu krill sem er veitt við ómengað Suðurskautið.
Aðeins þarf 1-2 hylki á dag til að mæta
dagsþörfinni og það er ekkert eftirbragð,
uppþemba eða magaólga sem oft fylgir
inntöku á fiski- og jurtaolíum.
Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is
Samkennd
- að styrkja sig innan frá
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla þann styrk sem býr innra
með okkur öllum. Á námskeiðinu er tvinnað saman gjörhygli og
samkennd, byggt er á þekkingu á því hvernig hugurinn hefur þróast
og hvernig hann starfar. Þetta er ný meðferðarleið sem þegar hefur
verið sýnt fram á að geti hjálpað okkur við að fást við streitu,
sjálfsgagnrýni og erfiðar tilfinningar eins og sektarkennd, skömm,
reiði, kvíða og depurð.
Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla
og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig
nudd og val um ýmsar meðferðir.
Verð á mann 119.900 kr.
Námskeiðið verður haldið dagana 18.-25. júní.
Compassionate mind training
Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is
- berum ábyrgð á eigin heilsu