Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 10
Það er óþarfi að fjarlægja tappann áður en farið er með fernurnar í endur- vinnsluna. Þeir eru endur- vinnanlegir rétt eins og umbúðirnar sjálfar. Leyfum tappanum að fljóta með!  Viðskiptakjör rýrna og dregur úr hagVexti 3,3% Verðbólga 14. maí 2013 Seðlabanki Íslands VÖRUR SEM EIGA HEIMA Í ÞÍNU ELDHÚSI Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á miðviku- daginn að halda vöxtum bankans óbreyttum. Í yfirlýsingu hennar kemur fram að í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefur dregið úr hagvexti hér á landi og viðskipta- kjör hafa rýrnað. Horfur eru á að innlendur hagvöxtur verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabank- inn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfarinna þriggja áratuga. batinn á vinnumarkaði heldur áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnu- leysi. Verðbólga hefur hjaðnað í takt við spár bankans og mælist hún nú 3,3%. Mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu og verðbólguvæntingar eru þó hærri. eigi að síður er því spáð að verðbólgumarkmiðið náist heldur fyrr en áður var gert ráð fyrir. Vegast þar á minni hagvöxtur og hærra gengi krónunnar annars vegar og meiri hækkun launa og minni framleiðnivöxtur hins vegar. - jh h eildarvelta kreditkorta í apríl nam 33 milljörðum króna og jókst veltan verulega frá mán­ uðinum á undan en rétt er að hafa í huga að páskarnir voru innan kreditkorta­ tímabilsins. Aukningin í kreditkorta­ veltu frá sama mánuði í fyrra er 4,7% í krónum talið en að raunvirði jókst kred­ itkortavelta einstaklinga um 2,8% á milli ára. Svipaða sögu er að segja af debet­ kortanotkun í innlendum verslunum. Þar nam aukningin 3,6% að raunvirði á milli ára. Annar ársfjórðungur byrjar því af nokkrum krafti hvað einkaneyslu varðar sé mið tekið af kortaveltunni. Þá endurspegla tölur Seðlabankans áfram­ haldandi mikinn vöxt milli ára í tekjum af erlendum ferðamönnum. Samanlagt gefur raunþróun ofan­ greindrar veltu góða mynd af þróun einkaneyslu, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Á þann kvarða jókst kortavelta um 3,1% á milli ára. „Er þetta í fyrsta sinni síðan í nóvember í fyrra sem kortavelta eykst að raunvirði á milli ára, og er því um verulegan við­ snúning að ræða frá þróuninni sem verið hefur síðustu mánuðum. Hugsanlega hefur styrking krónu og loforð stjórn­ málamanna í aðdraganda kosninga haft hér áhrif. Má hér nefna að væntingar neytenda, eins og þær eru mældar í Væntingavísitölu Gallup, hækkuðu verulega í marsmánuði þótt vænting­ arnar hafi raunar lækkað lítillega að nýju í apríl,“ segir Greiningin en tekur fram að rétt sé að lesa ekki of djúpt í tölur eins mánaðar hvað þetta varðar. Kortaveltutölurnar sýna einnig að ekk­ ert lát er á tekjuvexti af erlendum ferða­ mönnum nú þegar hillir undir helstu ferðamannamánuðina. Heildarúttekt erlendra greiðslukorta hérlendis nam tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl og jafngildir það 18,4% aukningu á milli ára í krónum talið. „Það er,“ segir Greining­ in, „í ágætu samræmi við tölur um brott­ farir erlendra ferðamanna um Keflavík­ urflugvöll, sem hljóðuðu upp á ríflega fimmtungs aukningu milli ára í apríl.“ Kortavelta Íslendinga erlendis stóð á sama tíma nánast í stað milli ára. Hún nam ríflega 6 milljörðum króna í apríl. jonas@frettatiminn.is Nú um helgina fer fram fyrsta óháða ferðakaupstefnan á Íslandi sem kynnir eingöngu ferðaþjónustu á Íslandi og er haldin hér á landi, Iceland Travel Workshop. Fyrir ráðstefnunni stendur nýstofnað ráðgjafa­ og þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu, IcelandReps í sam­ starfi við Íslandsbanka, Keflavíkur­ flugvöll, Radisson Blu Hótel Saga og Opna Háskólann í HR. Mark­ miðið með kaupstefnunni er að íslenskir ferðaþjónustuaðilar geti kynnt vörur sínar og þjónustu fyrir flugfélögum og öðrum erlendum ferðaþjónustuaðilum sem eru að bjóða upp á ferðir til Íslands. Með því standa vonir til að auka enn frekari viðskipti sem snúa að ís­ lenskri ferðaþjónustu. Einn af erlendum fyrirlesurum á kaupstefnunni er Debbie Maier, for­ stjóri MailPound í Bandaríkjunum, sem fjallar um tækifæri Íslendinga í markaðssetningu á landi og þjóð í Bandaríkjunum en ferðamönnum frá Bandaríkjunum hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár. Árið 2010 komu rúmlega 51 þúsund Banda­ ríkjamenn hingað til lands en í fyrra voru þeir að nálgast 100 þúsund. Það sem af er þessu ári var fjölg­ unin mest í mars þegar aukningin var tæp 70 prósent milli mánaða. Debbie segir gríðarlegan áhuga hjá ferðaþjónustuaðilum í Banda­ ríkjunum fyrir Íslandi. Ástæðan sé einstök náttúrufegurð lands­ ins og stuttur flugtími frá austur­ strönd Bandaríkjanna. Hún segir möguleikana nánast óþrjótandi hér á landi en segir nauðsynlegt að ferðaþjónustuaðilar erlendis séu upplýstir um þá svo uppfylla megi þarfir viðskiptavinanna sem best.  FerðakaupsteFna iceland traVel Workshop Mikil fjölgun bandarískra ferðamanna Debbie Ma- ier kennir Íslend- ingum að markaðs- setja land og þjóð í bandaríkj- unum.  einkaneysla Viðsnúningur Frá þróun síðustu mánaða Kortavelta jókst í apríl Páskar og loforð stjórnmálamanna kunna að hafa aukið fólki bjartsýni og um leið haft áhrif á einkaneyslu. Páskar og loforð stjórnmálamanna kunna að hafa ýtt undir aukna einkaneyslu undangenginna vikna. Óbreyttir vextir Seðlabankans 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör 10 viðskipti Helgin 17.-19. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.