Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 78
6 ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2013 „Sjálfsagt að reyna eitthvað nýtt” Gúrkusalsa Jarðarberjatrifli spínat agúrkur Elstu heimildir um gúrkuræktun eru frá Indlandi en hún hefur verið ræktuð þar í þrjú þúsund ár. Gúrkan barst frá Indlandi til Grikklands og þaðan til Ítalíu. Rómversku keisararnir höfðu þær á borðum daglega. Rómverjar notuðu gúrku sem fegrunarlyf fyrir húðina, þeir lögðu gúrkusneiðar á andlitið, sérstaklega í hringum augun. Gúrkan barst með Spánverjum til Ameríku. Indíánar tóku henni vel og náðu þeir góðum árangri í ræktun hennar í Norður- og Suður Dakota. Gúrkan er ekki grænmeti heldur ávöxtur eða stórt ber. Hún er aldin klifurjurtar af kúrbítsætt og er náskyld tegundum eins og melónu og graskeri. Hún hefur verið ræktuð hér á landi frá því á þriðja áratugnum, en neysla hennar jókst verulega eftir seinna stríð. Gúrkur geta verið mjög mismunandi að stærð og lögun, en litlar agúrkur eru oft bragðmeiri en þær stærri. næringargildi Gúrkur eru hollar og hitaeiningasnauðar, aðeins 12 hitaeiningar (kcal) í 100 g. Vökvainnihald þeirra er hátt, um 96 prósent. Í gúrkum er A,B og C vítamín auk þess er í þeim kalk og járn. Gúrkur eru upplagðar sem snakk ásamt léttri ídýfu t.d. úr kotasælu eða jógúrt. Á Indlandi er algengt að brytja gúrkur út í jógúrt og nota sem meðlæti með sterkum karrýréttum. geymsla Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku ef aðstæður í geymslunni eru réttar. Besti geymsluhiti fyrir gúrkur er 12°C. Þeim er mjög hætt við kæliskemmdum ef hitinn fer undir 10°C en hafi þær verið geymdar við lægri hita er réttast að halda honum eins út geymslutímann því gúrkur spillast fljótt við stofuhita eftir slíka meðhöndlun. Aðalatriðið er að græni liturinn sé jafn og að þær séu stinnar. Gott er að meta það með því að þrýsta létt á stilkendann því þar linast þær fyrst. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og það er greinilegt að fólk kann að meta fjallaspínatið okkar. Það er bragðmikið og safaríkt“, segir Rafn Emilsson garðyrkjubóndi á Laugarlandi á Flúðum. Rafn hefur sérhæft sig í ræktun á fjallaspínati og fjallasteinselju og nú er að koma á markað frá Laugarlandi bláfjallaspínat. „Okkur finnst sjálfsagt að reyna eitthvað nýtt og fyrstu viðbrögðin við bláfjallaspínatinu eru mjög góð“, segir Rafn. Bláfjallaspínatið er bláleitt, bragðgott og safaríkt. Rafn segir að spínatið frá Laugarlandi sé mjög eftirsótt í þeytinga þar sem það er svo safaríkt. Fjallaspínatið og bláfjallaspínatið er grófara og safameira en venjulegt spínat. Nokkur bragðmunur er á þessum tveimur tegundum af spínati. Garðyrkjustöðin Laugarland á Flúðum er fjölskyldufyrirtæki og er rekið af feðgunum Emil Gunnlaugssyni og Magnúsi og Rafni Emilssonum. Emil stofnaði garðyrkjustöðina Laugarland árið 1955 en feðgarnir hafa unnið saman að ræktun í um það bil 30 ár. Garðyrkjustöðin Laugarland er jafnframt eini ræktandi fjallasteinselju á landinu. Feðgarnir hófu ræktun á fjallasteinselju árið 2008 til að auka við fjölbreytileika ræktunarinnar á Laugarlandi og senda nú um 500 búnt á viku af henni á markaðinn. Fjallasteinseljan er frábrugðin hefðbundinni steinselju að því leyti að blöðin eru flöt og glansandi og er fjallasteinseljan bragðmeiri en sú venjulega og að sumra dómi fallegri. Fjallasteinseljan er einnig fljótvaxnari, færri blöð eru tínd í einu en tína þarf í hverri viku. Á Laugarlandi er einnig ræktað klettasalat og fara um það bil eittþúsund pokar á markaðinn af því í viku hverri. Um sjö ársverk eru í garðyrkjustöðinni Laugarlandi og eru gróðurhúsin um 6000 fermetrar að stærð. Í 5600 fermetrum rækta feðgarnir rósir en á 300 fermetrum er ræktuð steinselja. Steinselju- og spínatræktunin er vistvæn og ræktað er undir raflýsingu allt árið. Gróðurhúsin eru hituð upp með jarðhita. 1 stór íslensk gúrka 3 íslenskir tómatar, þroskaðir 1 lítill rauðlaukur 1/2 græn íslensk paprika 1/4 gul íslensk paprika 1 sítróna 3 msk ólífuolía 1/2-1 steinseljuknippi, saxað 3-4 msk graslaukur, saxaður (má nota vorlauk) 3/4 tsk nýmalaður pipar, salt Gúrkan skorin í litla teninga. Tómatarnir skornir í helminga, fræin skafin úr þeim með skeið og þeir síðan skornir í teninga. Rauðlaukurinn skorinn í litla bita og paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í teninga. Öllu blandað saman í skál. Safinn kreistur úr sítrónunni og hristur saman við olíu, steinselju, graslauk, pipar og salt. Hellt yfir grænmetið og blandað vel. Látið standa nokkra stund. Borið fram t.d. sem meðlæti með grillmat eða steiktu kjöti eða fiski. - NR Mascarpone-osturinn tekinn úr kæli og látinn mýkjast. Rjóminn stífþeyttur. Mjúkum ostinum hrært saman við og bragðbætt með flórsykri og vanillusykri eftir smekk. Blöndunni skipt í tvennt og jarðarberjasultu hrært saman við helminginn. Fingurkexið brotið í bita (ekki mulið) og sett á botninn á 6 ábætisglösum. Bleytt í með svolitlu sérríi eða appelsínusafa. Nokkur jarðarber söxuð og dreift yfir. Kúfaðri skeið af jarðarberjakreminu jafnað yfir og síðan er kúfuð skeið af hvíta kreminu sett ofan á. Jarðarberin sem eftir eru skorin í helminga og dreift yfir. - NR Gúrkan er fegrunarlyf fyrir húðina Fjallaspínat og fjallasteinselja -frá Laugarlandi á Flúðum 250 g mascarpone-ostur 250 ml rjómi 4 msk flórsykur, eða eftir smekk 1 tsk vanillusykur 3 msk jarðarberjasulta 1 pakki fingurkex (ladyfingers) eða makrónukökur sætt sérrí eða appelsínusafi 250 g íslensk jarðarber „Okkur finnst sjálfsagt að reyna eitthvað nýtt og fyrstu viðbrögðin við bláfjallaspínatinu eru mjög góð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.