Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 28
Sumir urðu kannski hissa en ég fékk eiginlega engin neikvæð viðbrögð. Íslendingar eru greini- lega svona frjálslyndir. Krumma 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Öryggi - Gæði - Leikgildi LikeaBike 34.950 kr. Sandkassasett 1.390 kr. Winter þríhjól 19.990 kr. Berg Grafa 24.300 kr. Berg trampolín inn í fullan sal af fólki, stífmáluð á háum hælum. „Ég fann kaldan svita þegar ég kom á staðinn. En það merkilega er að það tóku mér allir vel. Einn vinur minn sagði bara „Vá!“ þegar hann sá mig og aðrir hrósuðu mér fyrir hugrekkið. Ég sagði þeim samt að ég væri ekkert hugrökk heldur hefði ég bara þurft að gera þetta. En þetta kvöld var ég frelsuð. Sumir urðu kannski hissa en ég fékk eiginlega engin neikvæð við- brögð. Íslendingar eru greinilega svona frjálslyndir,“ segir Svanhvít. Aðgerðin bara liður í ferlinu Hún byrjaði skömmu síðar í hormónameðferð og hefur verið í undirbúningsferli fyrir sjálfa kynleiðrétt- ingaraðgerðina í á þriðja ár. Hún er mjög spennt fyrir aðgerðinni sem fer fram í dag en lítur ekki á hana sem neinn endapunkt. „Ef eitthvað þá lít ég á hana sem lið í ferlinu. Þetta er ferli sem tekur allt lífið að mínu mati. Ég eyddi þrjátíu árum í að reyna að vera gaur. Nú ætla ég að eyða afganginum af lífinu að vera kona. Aðgerðin er í mínum huga bara byrjunin á næsta skrefi.“ Eftir að Svanhvít kom út úr skápnum sem transkona glæddist ástarlífið heldur. Hún fór ekki á eitt einasta stefnumót þegar hún var enn í skápnum en fyrsta árið eftir að hún steig út fór hún á einhver sex stefnumót. Hún er nú í sínu fyrsta alvöru sambandi og er búin að gifta sig. „Ég kynntist konunni minni á netinu. Ég þekkti transkonu í Bretlandi sem sagði mér frá trans- konu í Texas, Erin, sem hefur verið með dellu fyrir Ís- landi síðan hún var fjórtán ára og var að læra íslensku. Við töluðum saman á netinu í marga mánuði. Erin kom svo til Íslands um þarsíðustu áramót og við hittumst í fyrsta skipti. Þetta voru sennilega bestu áramótin mín og hún var alveg heilluð af flugeldunum.“ Svanhvít seg- ist aðspurð ekki vita af hverju í ósköpunum Erin hafi haft svona mikinn áhuga á Íslandi en hún hafi sannar- lega grætt á þessum áhuga. „Hún eiginlega flutti svo til Íslands og við giftum okkur 16. apríl. Þetta var lítil og falleg athöfn hjá sýslumanni,“ segir Svanhvít. Erin heldur enn heimili í Bandaríkjunum en kom til Íslands fyrir nokkrum dögum til að vera með eiginkonu sinni og styðja hana eftir kynleiðréttingaraðgerðina. Sjálf hefur hún ekki farið í aðgerð en hefur verið í hormóna- meðferð í átta ár, frá því hún var nítján ára gömul. Hvað hormónameðferðir varðar segir Svanhvít í gamansöm- um tóni að þær hafi hjálpað henni að skilja konur. „Það er ekki til sú kona sem ég get ekki hafið samræður við með því að spjalla um hormónin. Konur eru í svo miklum tengslum við sín hormón á meðan karlmenn eru ekki í neinum tengslum við líkama sinn.“ Ertu strákur eða stelpa Svanhvít hefur í nokkurn tíma lifað sem kona og er komin með ökuskírteini sem á stendur „Svanhvít Ada Björnsdóttir.“ Hún er þannig í þeirri einstöku stöðu að hafa lifað í samfélagi þar sem ýmist er litið á hana sem karl eða konu. „Ef ég fæ alzheimer þá ætla ég að vona að ég muni alltaf eftir því þegar ég hitti litlu stelpuna í ísbúðinni. Ég var þá að fara út með ísinn minn þegar ég mæti stelpu, um fjögurra eða fimm ára gamalli, sem var að koma inn með pabba sínum. Hún horfði aðeins á mig og spurði, alveg óhrædd: „Ertu strákur eða stelpa?“ Ég sagði glaðlega að hún yrði nú bara að ákveða sjálf. Eftir smá umhugsun sagði stelpan síðan ákveðið: „Stelpa!“ Ég labbaði svo út í bíl með ísinn í hendinni og tárin í augunum. Mér fannst þetta svo fallegt. Oft eru það litlu hlutirnir í lífinu sem skipta svo miklu máli.“ Síðustu árin hefur Svanhvít lagst í mikla sjálfsskoð- un og komist að þeirri niðurstöðu að það sem skipti mestu máli sem áhrifavaldar í lífi fólks sé annars vegar ást og hins vegar ótti. „Óttinn er á bak við allt sem er slæmt. Óttinn við að vera tekið illa, óttinn við að vera öðruvísi. Óttinn gerði mig reiða og bitra. Ég gat ekki elskað sjálfa mig og gat þess vegna ekki elskað aðra. Hægt og rólega er ég byrjuð að elska og leyfa mér að faðma fólk. Ég veit að ég hefði aldrei fundið þessa ást ef ég hefði verið áfram inni í skápnum. Ég á mína mis- jöfnu daga en ég veit að það er mitt verk í lífinu að yfir- stíga óttann og læra að elska.“ Ég segi við Svanhvíti að þetta séu góð lokaorð. Þegar hún hefur fylgt mér að móttökuborðinu hjá CCP er komið að kveðjustund. Allt í einu finnst mér of ópersónulegt að taka bara í höndina á henni þannig að ég læt vaða, og faðma hana. „Gangi þér vel í aðgerðinni, Svanhvít.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Svanhvít öðlaðist frelsi þegar hún mætti, öllum að óvörum, stífmáluð í kvenmannsfötum í ferfalt þrítugsafmæli. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 17.-19. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.