Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 10
Það er óþarfi að fjarlægja
tappann áður en farið er
með fernurnar í endur-
vinnsluna. Þeir eru endur-
vinnanlegir rétt eins og
umbúðirnar sjálfar.
Leyfum
tappanum
að fljóta með!
Viðskiptakjör rýrna og dregur úr hagVexti
3,3%
Verðbólga
14. maí 2013
Seðlabanki
Íslands
VÖRUR SEM
EIGA HEIMA
Í ÞÍNU ELDHÚSI
Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á miðviku-
daginn að halda vöxtum bankans óbreyttum. Í yfirlýsingu
hennar kemur fram að í samræmi við hægari alþjóðlegan
hagvöxt hefur dregið úr hagvexti hér á landi og viðskipta-
kjör hafa rýrnað. Horfur eru á að innlendur hagvöxtur
verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabank-
inn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti
undanfarinna þriggja áratuga. batinn á vinnumarkaði
heldur áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnu-
leysi. Verðbólga hefur hjaðnað í takt við spár bankans
og mælist hún nú 3,3%. Mælikvarðar á undirliggjandi
verðbólgu og verðbólguvæntingar eru þó hærri. eigi að
síður er því spáð að verðbólgumarkmiðið náist heldur fyrr
en áður var gert ráð fyrir. Vegast þar á minni hagvöxtur
og hærra gengi krónunnar annars vegar og meiri hækkun
launa og minni framleiðnivöxtur hins vegar. - jh
h eildarvelta kreditkorta í apríl nam 33 milljörðum króna og jókst veltan verulega frá mán
uðinum á undan en rétt er að hafa í huga
að páskarnir voru innan kreditkorta
tímabilsins. Aukningin í kreditkorta
veltu frá sama mánuði í fyrra er 4,7% í
krónum talið en að raunvirði jókst kred
itkortavelta einstaklinga um 2,8% á milli
ára. Svipaða sögu er að segja af debet
kortanotkun í innlendum verslunum.
Þar nam aukningin 3,6% að raunvirði á
milli ára. Annar ársfjórðungur byrjar
því af nokkrum krafti hvað einkaneyslu
varðar sé mið tekið af kortaveltunni. Þá
endurspegla tölur Seðlabankans áfram
haldandi mikinn vöxt milli ára í tekjum
af erlendum ferðamönnum.
Samanlagt gefur raunþróun ofan
greindrar veltu góða mynd af þróun
einkaneyslu, að því er fram kemur hjá
Greiningu Íslandsbanka. Á þann kvarða
jókst kortavelta um 3,1% á milli ára. „Er
þetta í fyrsta sinni síðan í nóvember í
fyrra sem kortavelta eykst að raunvirði
á milli ára, og er því um verulegan við
snúning að ræða frá þróuninni sem verið
hefur síðustu mánuðum. Hugsanlega
hefur styrking krónu og loforð stjórn
málamanna í aðdraganda kosninga haft
hér áhrif. Má hér nefna að væntingar
neytenda, eins og þær eru mældar í
Væntingavísitölu Gallup, hækkuðu
verulega í marsmánuði þótt vænting
arnar hafi raunar lækkað lítillega að nýju
í apríl,“ segir Greiningin en tekur fram
að rétt sé að lesa ekki of djúpt í tölur eins
mánaðar hvað þetta varðar.
Kortaveltutölurnar sýna einnig að ekk
ert lát er á tekjuvexti af erlendum ferða
mönnum nú þegar hillir undir helstu
ferðamannamánuðina. Heildarúttekt
erlendra greiðslukorta hérlendis nam
tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl og
jafngildir það 18,4% aukningu á milli ára
í krónum talið. „Það er,“ segir Greining
in, „í ágætu samræmi við tölur um brott
farir erlendra ferðamanna um Keflavík
urflugvöll, sem hljóðuðu upp á ríflega
fimmtungs aukningu milli ára í apríl.“
Kortavelta Íslendinga erlendis stóð á
sama tíma nánast í stað milli ára. Hún
nam ríflega 6 milljörðum króna í apríl.
jonas@frettatiminn.is
Nú um helgina fer fram fyrsta
óháða ferðakaupstefnan á Íslandi
sem kynnir eingöngu ferðaþjónustu
á Íslandi og er haldin hér á landi,
Iceland Travel Workshop. Fyrir
ráðstefnunni stendur nýstofnað
ráðgjafa og þjónustufyrirtæki í
ferðaþjónustu, IcelandReps í sam
starfi við Íslandsbanka, Keflavíkur
flugvöll, Radisson Blu Hótel Saga
og Opna Háskólann í HR. Mark
miðið með kaupstefnunni er að
íslenskir ferðaþjónustuaðilar geti
kynnt vörur sínar og þjónustu fyrir
flugfélögum og öðrum erlendum
ferðaþjónustuaðilum sem eru að
bjóða upp á ferðir til Íslands. Með
því standa vonir til að auka enn
frekari viðskipti sem snúa að ís
lenskri ferðaþjónustu.
Einn af erlendum fyrirlesurum á
kaupstefnunni er Debbie Maier, for
stjóri MailPound í Bandaríkjunum,
sem fjallar um tækifæri Íslendinga
í markaðssetningu á landi og þjóð
í Bandaríkjunum en ferðamönnum
frá Bandaríkjunum hefur farið ört
fjölgandi undanfarin ár. Árið 2010
komu rúmlega 51 þúsund Banda
ríkjamenn hingað til lands en í fyrra
voru þeir að nálgast 100 þúsund.
Það sem af er þessu ári var fjölg
unin mest í mars þegar aukningin
var tæp 70 prósent milli mánaða.
Debbie segir gríðarlegan áhuga
hjá ferðaþjónustuaðilum í Banda
ríkjunum fyrir Íslandi. Ástæðan
sé einstök náttúrufegurð lands
ins og stuttur flugtími frá austur
strönd Bandaríkjanna. Hún segir
möguleikana nánast óþrjótandi
hér á landi en segir nauðsynlegt
að ferðaþjónustuaðilar erlendis séu
upplýstir um þá svo uppfylla megi
þarfir viðskiptavinanna sem best.
FerðakaupsteFna iceland traVel Workshop
Mikil fjölgun bandarískra ferðamanna
Debbie Ma-
ier kennir
Íslend-
ingum að
markaðs-
setja land
og þjóð í
bandaríkj-
unum.
einkaneysla Viðsnúningur Frá þróun síðustu mánaða
Kortavelta jókst í apríl
Páskar og loforð stjórnmálamanna kunna að hafa aukið fólki bjartsýni og um leið haft áhrif á einkaneyslu.
Páskar og loforð stjórnmálamanna kunna að hafa ýtt undir aukna
einkaneyslu undangenginna vikna.
Óbreyttir vextir
Seðlabankans
74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan - mars 2013
850 svör
10 viðskipti Helgin 17.-19. maí 2013