Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 64
Þórunn Björnsdóttir kórstjóri stýrir söng Kópavogsbarna á Ormadögum í Salnum þar sem börnin sungu meðal annars Aravísur.  Ormadagar í kópavOgi Fræðsla Fyrir leik- Og grunnskólabörn Börn kynnast listum og menningu Um fjögur þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa undanfarnar vikur sótt heim menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu og fengið þar fræðslu um listir, menningu, náttúru og vísindi. Fræðslan fer fram undir heitinu Ormadagar og er styrkt af lista- og menningarsjóði Kópavogs- bæjar. Á Ormadögunum smíða krakkarnir meðal annars hljóð- færi í Tónlistarsafni Íslands, úr ýmsum efnivið eins og álpappír og blöðrum, þau kynnast Ara- vísum í Salnum, myndlistinni í Gerðarsafni og í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs hlýða þau á erindi um orma og skoða pöddubækur. Ormadagar hafa verið haldnir nokkrum sinnum undanfarin ár og njóta sívaxandi vinsælda meðal leik- og grunnskólabarna í Kópavogi. Börn úr nágranna- sveitarfélögunum hafa einnig fengið að njóta Ormadaganna. Til stendur að endurtaka leik- inn næsta haust. Efnisskrá Bang on A Can nefnist Field Recordings. Þar flytja þau ný verk eftir þekkta listamenn með fjölbreyttan bakgrunn í indípoppi, raftónlist, myndlist og klassískum tónsmíðum.  listahátíð í reykjavík haldin í 27. sinn Rými fyrir stefnumót listgreina Listahátíð í Reykjavík hefst með tilþrifum í dag, föstudaginn 17. maí. Þetta er í 27. sinn sem hátíðin er haldin en hún teygir fjölbreytta anga sína um borgina. Að þessu sinni er áhersla Listahátíðar á hið skapandi rými þar sem listgreinar mætast. Mikið verður að vonum um dýrðir í Hörpu en viðburðir verða einnig um alla borg. l istahátíð í Reykjavík hefst í dag, föstudag, og lýkur með tónleikum í Hörpu að kvöldi sunnudagsins 2. júní. Hátíðin leggur að þessu sinni áherslu á skapandi rými þar sem listgreinar mætast, á tilurð nýrra verka, endurgerð eldri verka og nýsköpun og söguna sem uppsprettu andagiftar. Hátt í sjö hundruð listamenn, innlendir og erlendir, taka þátt í eða eiga verk á hátíðinni. Tónlistarhúsið Harpa verður áberandi á hátíðinni sem teygir einnig anga sína inn í listasöfn, bókasöfn, tónleikasali og um borgarlandið. Hátíðin hefst klukkan 17.45 í dag með flutningi verksins Vessel Orchestra, eftir Lilju Birgisdóttur. Verkið verður flutt frá miðbakka Reykjavíkurhafnar en Lilja notar skipin í höfninni sem hljóðfæri. Verkið er tíu mínútur og Lilja stjórnar flutningnum sjálf. Verkið samdi hún sérstaklega fyrir hátíðina og það mun hljóma víða um borg- ina en allir eru að sjálfsögðu velkomnir á hafnarbakkann til þess að upplifa verkið í návígi. Listahátíð, í samstarfi við Útvarpsleik- húsið og Borgarbókasöfnin, pantaði sex ný leikverk sem verða leiklesin í bókasöfnum borgarinnar eftir lokun í leikröðinni Rýmin & skáldin. Stuna, nýtt kór- og rýmisverk eftir Magnús Pálsson, verður flutt í tengslum við sýninguna Lúðurhljómur í skókassa í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi og á sama vettvangi verða fimm eldri verk hans flutt í endurgerð tónskálda, myndlistarmanna og leikara. Lokaverk hátíðarinnar er einnig unnið sérstaklega með Listahátíð í huga en það er verk eftir Ilan Volkov og Hlyn Aðils Vilmarsson sem er eingöngu flutt með ein- stökum eiginleikum Eldborgar. Opnunartónleikar Listahátíðar hefjast í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, föstudags- kvöld, klukkan 20.30 þegar bandaríska hljómsveitin Bang on a Can All-Stars stígur á svið. Can All-Stars er þekkt víða um lönd fyrir óhefðbundna nálgun sína á tónlist og tónleikaformi og leikur jöfnum höndum jazz, heimstónlist og samtímaklassík. Þetta er í fyrsta sinn sem Bang on a Can kemur hingað til lands, en þau hafa lengi haft augastað á Reykjavík sem tónleikastað, og ákváðu að fresta áður fyrirhuguðum tón- leikum sínum í Bretlandi til að geta þekkst boð Listahátíðar að vera með opnunartón- leika hátíðarinnar í Eldborg í dag, 17. maí. Harpa verður áberandi á hátíðinni sem teygir einnig anga sína inn í listasöfn, bókasöfn, tónleika- sali. Stuna, nýtt kór- og rýmis- verk eftir Magnús Pálsson, verður flutt í tengslum við sýninguna Lúður- hljómur í skókassa í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi og á sama vettvangi verða fimm eldri verk hans flutt í endurgerð tón- skálda, myndlistar- manna og leikara. Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 17/5 kl. 19:00 Lau 1/6 kl. 13:00 Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 18/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 23/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00 Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 31/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 17/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Síðustu sýningar. Núna! (Litla sviðið) Mán 20/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 17/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Fim 23/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs. Síðustu sýningar. Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Þri 28/5 kl. 20:00 lokas Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki. Mýs og Menn – HHHHH– SVG. Mbl Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 8/6 kl. 19:30 Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Sun 9/6 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Fim 13/6 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Sun 2/6 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Sun 26/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 7/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Kvennafræðarinn (Kassinn) Fös 17/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 8/6 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30 Fim 6/6 kl. 19:30 Brjálæðislega góð sýning! Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 26/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 14:00 Sun 9/6 kl. 14:00 Lokas. Síðustu sýningar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka! Hvörf (Kúlan) Fös 17/5 kl. 19:00 Fös 24/5 kl. 19:00 Lau 25/5 kl. 19:00 Takmarkaður sæta- og sýningafjöldi! Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 25/5 kl. 13:30 Lokas. Skemmtileg brúðusýning fyrir börn 64 menning Helgin 17.-19. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.