Vísbending - 17.12.2007, Síða 34
Ég kyssti Kristján ekki fyrir spóluna. Það
kom ekki til greina, hvemig sem mamma
suðaði í mér. Hún getur kysst þennan karl
eins og henni sýnist. En ég þoli hann ekki.
Fyrst sá ég að vísu eitt jákvætt við hann.
Þegar mamma kynntist honum hætti hún að
gráta. Hún var búin að gráta stanslaust frá
því að pabbi fór og það var orðið vægast
sagt þreytandi. Þess vegna fannst mér alveg
ágætt að Kristján skyldi byija að bjóða
henni í bíó. Ég bjóst hins vegar aldrei við
því að hann færi að gista héma um helgar.
Hvað þá að þessi hundleiðinlega dóttir hans
kæmi þá stundum með honum. Núna vildi
ég gjaman skipta. Ég vildi miklu frekar hafa
mömmu hágrátandi inni í rúmi, eins og einu
sinni, en að karlinn og stelpan ryðjist hingað
inn allar helgar með allt sitt hafúrtask. Það
er ömurlegt!
Það myndi enginn trúa því hvað þessar
tvær manneskjur geta haft mikið drasl
með sér. Ég hef reynt að segja pabba ffá
því en hann heldur að ég sé að ýkja. Það
er bókstaflega ekki þverfótandi í íbúðinni
þegar þau gista héma. Kristján kemur alltaf
með hrúgu af æfingagöllum og strigaskóm
og fúllt af íþróttadóti. Hann er svo mikið
fýrir hreyfingu og útivist, segir hann. Og
það em sko engar ýkjur. Við erum alltaf að
gera eitthvað svoleiðis um helgar — synda,
skreppa á skíði, ganga á Esjuna, hjóla um
bæinn eða fara í körfúbolta. Kristjáni dettur
alltaf eitthvað í hug. í næstu viku ætlar hann
til dæmis að kaupa línuskauta handa okkur
öllum. Mamma er mjög spennt.
Stelpan hans Kristjáns heitir Silja. Þegar
hún kemur með honum bætist við rauður
hermannabeddi og stór, svartur plastpoki
með sængurfötum, bangsa, bókum og
dúkkudóti. Og hvert er farið með þetta allt?
Beinustu leið inn til mín! Samt er varla
nokkurt pláss eftir á gólfínu þegar búið er
að rétta úr hennannabeddanum. En þegar
ég byija að kvarta setur mamma alltaf upp
þennan sérstaka svip sem þaggar alveg
niður í mér. Ég get einhvem veginn ekki
verið með leiðindi við mömmu þegar ég sé
þennan svip á andlitinu á henni. Hún er alls
ekki reiðileg eða neitt svoleiðis. Hún verður
bara eitthvað svo biðjandi. Ég á erfítt með
að útskýra það nákvæmlega.
Silja fer óskaplega í taugamar á mér.
Hún getur kannski ekki að því gert. Hún
er bara fædd svona. Mér fmnst allar stelpur
ömurlegar. Þar að auki er hún þremur ámm
yngri en ég. Það gerir illt verra. Litlar stelpur
em enn leiðinlegri en stórar stelpur. Þær
þurfa svo mikla athygli.
Mamma fær ekki ffið fyrir Silju. Hún
eltir hana um íbúðina eins og hundur. Það
er alveg ótrúlegt að mamma skuli þola
þetta. En hún virðist kunna þessu vel. Hún
snýst að minnsta kosti nógu mikið í kring
um þennan krakka. Hún er alltaf að greiða
stelpunni, setja í hana spennur og klæða
hana í asnalega kjóla. Það mætti halda að
hún væri í dúkkuleik.
Mamma segir að Silja líti upp til mín.
Ég skil það nú ekki. Ég sem tala eiginlega
aldrei við hana. Stundum neyðist ég
reyndar til þess. Það er ekki hægt að ganga
steinþegjandi alla leið upp á topp á Esjunni
og niður affur. Maður verður einstaka
sinnum að segja eitthvað. Svo öskra ég oft
á hana þegar við erum í körfúbolta með
Kristjáni og mömmu. Líka þegar ég fer í
kapp við hana á hjólinu eða þykist ætla að
kaffæra hana í sundlaugunum. Þá æpi ég
eitthvað ljótt og hún flissar eins og fífl.
Ég er mjög feginn að það skuli ekki vera
nein stelpa heima hjá pabba. Hann hefúr átt
margar kæmstur síðan hann fór ffá okkur
mömmu. Ég hef hitt nokkrar. En sem betur
fer hafa þær allar verið bamlausar.
Þegar ég er hjá pabba erum við mest inni.
Hann segir að veðrið á Islandi sé of vont til
að fólk geti verið úti. Við byijum oftast á því
að leigja nokkrar vídeóspólur og kaupa kók
og bland í poka. Ef pabbi er þreyttur leggur
hann sig á meðan ég horfi á myndimar.
Það hefúr líka komið fyrir að hann sé svo
svakalega þreyttur að hann láti ömmu og
afa passa mig. Mamma segir að hann megi
það ekki. Hann eigi sjálfúr að hafa mig. Það
sé alveg sama hvað hann sé þreyttur. Alltaf
verði hún að hafa mig. Hvað sem hún sé
uppgefm. Mér fínnst dálítið óþægilegt að
heyra þau rifast um þetta.
Þegar pabbi er búinn að hvíla sig pantar
hann oftast pítsu. Það er svo þægilegt því þá
þarf hann ekki að elda. Ég skil ekkert í henni
mömmu að gera þetta ekki líka. Ég væri
alveg til í að borða pítsur á hveijum degi.
Kæmstumar hans pabba koma í heimsókn
þegar við emm búnir að borða. Auðvitað
ekki allar í einu. Hann á bara eina kæmstu
í einu. En þær em allar mjög líkar. Ég þekki
þær varla í sundur. Og engin þeirra þolir
mig. Þær vilja að pabbi fari út að skemmta
sér með þeim í staðinn fyrir að hanga heima
með mér. Oft verður hann að skreppa út með
þeim þótt ég sé hjá honum. Þær linna ekki
látunum fyrr en hann lætur undan. Það er
líka allt í fína lagi. Ég horfí bara á sjónvarpið
á ineðan. Ég verð aldrei hræddur nema ég
sé að horfa á hryllingsmynd. Þá verð ég
að kveikja öll ljósin í íbúðinni og get ekki
sofhað fyrr en pabbi er kominn heim aftur.
Einu sinni kom pabbi ekkert heim.
Það vildi svo illa til að þá var einmitt
hryllingsmynd í sjónvarpinu. Annars hefði
ég ömgglega steinsofnað. En ég beið og
beið og aldrei kom pabbi. Klukkan sex um
morguninn fannst mér einhver vera að kíkja
á gluggann. Ég var viss um að það væri
annað hvort draugur eða innbrotsþjófúr.
Það munaði engu að ég gæti ekki hringt í
mömmu. Ég var svo hræddur að ég gat
ómögulega munað símanúmerið. Þegar mér
tókst loksins að muna það var ég farinn að
gráta. Svo mamma hélt náttúrlega að ég
væri veikur eða stórslasaður. Ég held að hún
hafi verið enn hræddari en ég. Eftir nokkrar
mínútur vom þau bæði komin til að ná í
mig — mamma og Kristján. Og pabbi var
hundskammaður næsta dag.
Aumingja pabbi. Hann hafði bara gleymt
að ég væri hjá honum og gist hjá kæmstunni
sinni. Hann gerði þetta ekki viljandi.
Pabbi er alveg ágætur. Ekki vildi ég eiga
neinn annan pabba. Hann er langbestur af
öllum. En núna fæ ég aldrei að fara til hans
lengur. Mamma segir að hann sé búinn að
svíkja mig nógu oft. Hún vilji ekki að ég
verði fyrir meiri vonbrigðum. Hún tók þessa
ákvörðun eftir skemmtunina í skólanum
um daginn. Þar var ég látinn lesa ljóð eftir
Jónas Hallgrímsson. Kennarinn ákvað það.
Honum fannst það svo sniðugt. Og mamma
trylltist af því að pabbi kom ekki.
Þetta var svona fjölskylduskemmtun
fyrir foreldra og systkini og pabbi var búinn
að lofa að koma. Ég minnti hann meira að
segja á það daginn áður. Hann sagðist ætla
að sitja á fremsta bekk og taka ljóðalesturinn
upp á vídeómyndavélina sína. Hann lofaði
því. En svo kom hann ekki neitt.
Ég var dauðhræddur um eitthvað hefði
komið fyrir hann. Þess vegna hringdi ég
heim til hans eftir skemmtunina. Ég vildi
bara vera viss um að hann hefði ekki lent í
slysi. Og sem betur fer var hann heill á húfi.
Hann hafði einfaldlega ruglast á dögum.
Það var allt og sumt.
Mér fannst mamma gera alltof mikið
úr þessu. Það var ekki eins og pabbi hefði
ekki viljað hlusta á mig flytja þetta ljóð.
Hann vildi það alveg. Hann ruglaðist bara í
ríminu. Það geta allir lent í því. Sérstaklega
pabbi sem er alltaf svo ofboðslega utan
við sig. Svo var þetta líka ljómandi góður
dagur, þrátt fyrir allt. Kristján og Silja komu
með mömmu á skemmtunina og þau tóku
margar ljósmyndir af mér. Það lá við að ég
fipaðist af flassinu. Þegar ég var búinn með
ljóðið klappaði Silja svo mikið að það var
eins og ég hefði verið að fá Oskarsverðlaun.
Um kvöldið bauð Kristján okkur síðan á
veitingastað til að halda upp á daginn. Ég
saknaði pabba þess vegna ekkert mikið.
En af því að hann er bestur af öllum ætla
ég að gefa honum eina af myndunum sem
mamma tók af mér. ra
Jónína Leósdóttir gefur út tvœr bœkur
fyrir jólin: Kossa og ólífur og Talað út
- um lífið og tilveruna.
34 IVÍSBENDING