Heimilisritið - 01.11.1944, Side 8
minni fyrir það. Hann barðist fyr-
ir öllu sem gat orðið fasistum að
falli eða tjóni; því vildi hann láta
eyðileggja brúna. En hann var sá
maður, að hann vissi að orustur
eru ekki unnar mieð tilfinningun-
um einum.
„Þú sást flugvélarnar í dag?“
spurði hann.
„Já“.
„Það hafa aldrei fyrr verið
svona margar flugvélar hérna.
Og það eru hermenn á leiðinni
hingað“.
„Við höfum líka séð þá“, sagði
Jordan.
„Þeir vita að þeir munu mæta
mótstöðu“, sagði E1 Sordo.-
„Getur verið“.
Þetta var það versta, af því að
það var líka satt. Því þeir vissu
að Golz myndi hefja sókn, og
sókn hans myndi enda eins og
allar hinar. Þó var það ekki víst.
Ef til vill myndi styrjöldin nú
lokins breytast lýðveldissinnum
í vil.
E1 Sordo sagði: „Við gætum
eyðilagt brúna í nótt“.
„Nei“, sagði Róbert.
„Er það mikilvægt á hvaða
tíma brúin er sprengd?“
„Mjög mikilvægt“, sagði Jord-
an.
„Þá er að hlíta því“, sagði E1
Sordo.
Þeir lögðu svo áætlanir um
hvar og hvenær skæruliðarnir
skyldu koma saman og hvernig
öllu skyldi hagað. E1 Sordo hlust-
aði rólegur á fyrirætlanir Ró-
berts og kinkaði kolli endrum
og eins.
E1 Sordo taldi áætlanir Ró-
berts vera svo góðar, að ef nokk-
ur leið var til þess að inna verk-
ið af hendi, þá var það með því
að fara eftir þeim.
Það var á leiðinni heim frá E1
Sordo, að Pilar nam enn staðar
Undir grenitrjánum, við grösugt
dalverpi, sneri hún sér að Róbert
og Maríu.
„Hlustið þið á mig“, sagði hún
óþýðlega. „Tíminn er naumur. í
stríði verður dagurinn að koma
í stað árs og vikan í stað aldar.
Eg hef séð í augu ykkar; munið
að tíminn er naumur“.
„Hvað hefurðu séð í augum
okkar?“ spurði Róbert.
„Talaðu ekki eins og auli“,
sagði Pilar. „Þú ert það alls ekki.
Hélstu að ég hefðj^ beðið Maríu að
koma með, af því að ég gæti ekki
gengið á mínum eigin fótum eða
hvað ?“
„Pilar —“, sagði María.
„Hún þarfnast blíðu“, hélt Píl-
ar áfram. „Hún þarfnast blíðu og
hlýju og ástar, já, ástar. Hún
hefur séð of mikið af heift um
ævina. Framar öllu blíðu, skil-
urðu það?“
„Já“, sagði Róbert.
„Eg ætla að skilja við ykkur
núna“, sagði Pilar. „Verið þið
kyrr þar sem þið eruð“.
„Þess gerist ekki þörf“, sagði
Róbert.
„Víst svo, eins og ég hef sagt“,
sagði Pilar.
6
HEIMILISRITIÐ