Heimilisritið - 01.11.1944, Qupperneq 16
&
PARÍS, höfuðborg tízkunnar,
hefur nú verið endurheimt. Og
þegar hinar sameinuðu þjóðir
fengið aftur aðgang að þessari
tizkunnar borg, vakti það í fyrstu
furðu, hve margar hinna fögru
dætra Parísar sáust í fallegum föt-
um á götum úti.
En Parísarstúlkurnar höfðu
haft aðra aðstöðu en stúlkur
Bandaþjóðanna. 1 Frakklandi
hugsaði fólk mest uml að vinna
gegn yfirvöldunum, að krækja í
allt semJ hægt var að klófesta, að
gera þýzka innrásarhernum eins
mikla bölvun og kostur var á og
verða Bandamönnum þannig beint
eða óbeint til hjálpar. Hinsvegar
sýna Englendingar heima fyrir
þegnskap sinn með því að hjálpa
yfirvöldunum eftir beztu getu,
meðal annars á þann hátt að
spara við sig og kappkosta að
nota sem minnst af skömmtunar-
vörum.
Eins og vitað er, hafa Þjóð-
verjar ekki haft fataefni nema af
skornum skammti handa sér og
hernumdu þjóðunum. En Parísar-
stúlkurnar víluðu ekki fyrir sér að
borga okurverð fyrir fatnað handa
sér, ef þær höfðu nokkur ráð til
þess. Og þær hafa haldið sínu áliti
sem drottningar tízkunnar, þrátt
fyrir langa einangrun frá Ame-
riku og Bretlandi .
Tízka hattanna er að breytast.
Hattur á nú að vera ,,100 prósent
hattur“. Hattarnir hafa stækkað,
hækkað, orðið íburðarmeiri og
persónulegri. Fjöldaframleiðsla af
samskonar höttum er nú dauða-
dæmd. Það á að vera svipur og
stíll yfir hattinum, sem hæfir eig-
andanum einum og fegrar hann.
Túrban verður til dæmis að vera
rAeira en einfaldur túrban. Það á
að vera meiri lyfting, og jafn-
framt, dýpt og listrænt yfirbragð
yfir honum, nú en áður.
Draktir úr ullarefnum eru mikió
notaðar, og þá oft með lokufell-
ingum að framan og aftan. Fallegt
þykir að brydda líningar jakkans
að framan og útlínur vasanna, ef
vasar eru, með mjóum borða úr
efni með öðrum lit en draktin er
sjálf, til dæmis svörtum, ef drakt-
in er grá.
Mikil áhérzla er lögð á að nýta
sem mest eldri föt, með þvi að
breyta sniði eða sauma nýjan
klæðnað úr einni eða fleiri göml-
um flíkum, þótt úr kunni að verða
marglitur fatnaður, ef það er
einungis gert smekklega.
14
HEIMILISRITIÐ