Heimilisritið - 01.11.1944, Síða 28

Heimilisritið - 01.11.1944, Síða 28
hann „áður en Oates verður hans var. Eg hugsa að þetta nægi, svo að það er heppilegast að draga það ekki. Eg er alveg með á nótunum“. 1 sama bili kom blaðsölustrák- ur inn og SímJon keypti blað af honum. „Mið-Orient — Lokagengi 21“, las hann. „Það lítur ekki út fyrir annað en að allt fari nákvæmlega eins og vinur vor Oates hefur reiknað út — það er að segja hingað til!“ „Hvað gætum við grætt, ef við keyptum og seldum eins og hann ætlar?“ spurði Patrika Holm. Símon Templar brosti! „Við myndum tapa ógrynni ó- sköp“, sagði hann. „Wallington Oates mun nefnilega alls ekki selja“. Hún starði vántrúuð á hann, Hann hló. - „Hefurðu nokkurn tíma heyrt Oates gorta af frímerkjasafninu sínu? Já, ég bjóst við því. Og hefurðu líka lieyrt hann tala um þýzkt fimm penninga frímerki m)eð prentvillu, sem hann keypti um daginn? Jæja, líka! Sjáðu nú til, — það var ég sem seldi hon- um það! í sannleika sagt hefði mig aldrei dreymt um að lúta svo lágt að verzla með frímerk! — en í þessu tilfelli komst ég ekki hjá því. Eins og stendur álítur Oates mig mesta frímerkja- sérfræðing í Englandi, og þegar hann heyrir mig nefna bláa tveggja penninga Mauritius fri- merkið, sem ég segist hafa á hendinni, þá skaltu sanna til að hann malar eins og köttur. En í rauninni er hann líkari mús sem lendir í gildrunni.... Vertu ró- leg, ég skal skýra þér nánar frá hvað ég ætla miér“. OATES las með illa duldri gleði gengisskráningarlistann að morgni fimmtudagsins. Hann hafði fulla ástæðu til að vera í góðu skapi. Skeytin frá Iskol höfðu komið á réttri stundu, og þau voru svo vel samin og senni- leg, að fréttin fekk rúm á fremstu síðu dagblaðanna með þriggja dálka fyrirsögnum. Allt hafði farið eins og bezt varð kosio. Hlutabréfin stórhækkuðu í verði og voru nú komin upp í 50. For- stjórar Mið-Orientféiagsins höfðu. skýrt blöðunum frá því, að fregn- in væri sennilega sízt orðum auk- in, því að fulltrúarnir þama suð- ur frá, kölluðu ekki allt ömmu sína í þessum sökum, svo að allt benti til að mjög verðmætar olíu- lindir hefðu fundist. Oates hafði sjálfur samið orðsendingu félags- ins til blaðanna og átti því drjúg- an þátt í þeirri bjartsýni, sem ríkjandi var. Síminn hringdi og Oates svar- aði með mjúkri rödd: „Halló!“ „Nú hef ég bláa Mauritíusfrí- merkið“, sagði rödd i símanum, sem hann kannaðist við. „Þetta er fyrirtaks eintak — alveg sér- staklega fallegt — og þér getið 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.