Heimilisritið - 01.11.1944, Síða 39

Heimilisritið - 01.11.1944, Síða 39
eftir henni og voru þau Lil Damita og Ernest Torrence þá í hlutverk- um þeim, sem Lynn Bari og Akim Tamiroff fara nú með. Lynn Bari Sagan segir, að árið 1772 hafi brú ein bilað í Perú er fimm manns voru að ganga yfir hana. Fólkið fórst allt. Ungur prestur, sem sér slysið, fer svo að for- vitnast um, hversvegna þetta fólk hafi verið þarna á ferð — iivers vegna einmitt það lenti í slysförunum — hvað forsjónin hafi meint með þessu. Frances Lederer leikur aðal- hlutverkið á móti Lynn Bari. — Þetta er kvikmynd, sem að mörgu leyti er mikið í spunnið, en nokkuð langdregin á köfium. (United Artists — Tjarnarbíó). Brasðórefirnir , í þessari gamanmynd leika skopleikararnir Stan Laurel (Gög) og Oliver Hjirdy (Gokkei tvo dansandi og spilandi flæk- inga semi rata í ýms æfintýri. Vivian Blaine hefur aðal kven- hlutverkið með höndum og syng- ur nokkur lög. Laurel, sá magri, er vel að sér í mállýskum og sýnir það í mynd- inni. Þótt myndin sé í sjálfu sér lítt merkileg vekja þessir vel- þekktu gamanleikarar væntanlega hlátur margra á hinum drungalegu skammdegiskvöldum Reykjavíkur. (20th Century-Fox — Nýja Bíó). ÞaO aerðist á morgun Dick Powell hefur sjaldan verið betri, en hann er í hlutverki sínu í þessari mynd, senu fréttaritari er getur fyrir milligöngu látins vinar aflað sér frétta í dag, sem gerast á morgun. Velgengnin og jafnframt skelfingin sem þetta hefur í för með sér fyrir hann veitir myndinni líf og liti. Jack Oakie leikur þarna fjörgandi hlutverk og hin fagra Linda Damell leikur stúlkuna sem elsk- ar blaðamanninn. Ást þeirra er fögur og hrífandi. (Pressburger U.A. — Tjarnarbíó). Rökkursaqa Þetta er atburðaríkur gleði- leikur með hinum þekktu og vin- sælu kvikmyndaleikurum Lorette Young og Fredric March í aðal- hlutverkunum. Þau leika auðug og fræg hjón, sem ekki kemur rétt vel saman þótt allt endi vel. HEIMILISRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.