Heimilisritið - 01.11.1944, Page 42
ar í rúminu, og talaði stundum •
óráði. Alltaf var hún hjá honum
— Eitt kvöld sagði Holböl:
„Eg hef barist og átt erfitt
uppdráttar. Eg hef þó aldrei legið
á liði mínu. En ég hef beðið hvern
ósigurinn eftir annan. Og þig hef
ég líka misst, Marta“. Hún
strauk mjúklega enni hans. Hann
hélt áframj: „En það skal breyt-
ast. Eg vona að ég sigri að þessu
sinni. Eg þykist viss um það. Þá
skal líf okkar byrja fyrir alvöru
__u
„Já já, Jörgen“.
Svo kom langur erfiður tími.
Læknirinn ypti öxlum. — Auðvit-
að væri von, af tícki kæmi önnur
veikindi í viðbót. Hann fór undan
í flæmingi. — Sagði ekkert ákveð-
ið. Nú nálgast «á dagur, er
teikningarnar skyldu dæmdar.
jörgen varð órólegri og órólegri.
Ekkert annað komst að í huga
hans. Annað hvort sigraði hann
eða missti kjarkinn, eyðilagðist.
Jörgen þyngdi, sló niður sem
kallað er, af æsingu út af mála-
lokum keppninnar.
Svo kom dómsniðurstaðan í
blöðunum. Jörgen var ekki nefnd-
ur. Læknirinn sagði frúnni þenn-
a.n dag, að Jörgen mætti ekki
frétta úrslitin. Hann ætti varla
eftir að lifa nema einn til tvo sól-
arhringa.
Marta hlustaði á þennan dóm,
án þess að á henni sæjust svip-
brigði. Hún hugsaði ekki urrj sig
eða börnin, heldur um mann sinn.
Hún settist við rúm hans, beygði
sig niður að honum og sagði hon-
um ósatt í fyrsta skipti síðan þau
giftust. Hún mælti: „Jörgen, þú
hefur sigrað“. Ósegjanleg gleði
Ijómaði frá andliti hans. Hann var
liamingjusamur. Nú sofnaði hann
vært.
Svo gerðist hið ótrúlega.
Jörgen fór að batna. Smám saman
jóks þróttur hans.
Dag nokkurn mælti læknirinn
við Mörtu: „Það virðist svo
sem einhver sterk hugsun hafi
vakið lífslöngun og lífskraft
manns yðar. Honum tekst að sigr-
ast á veikindunum“.
Marta Holböl hafði reynt mik-
ið á sig. Hún grét af gleði. Kraft-
ar hennar voru þrotnir. Hún hugs-
aði um það, hve maður hennar
hefði átt bágt, og hve mjög liann
hefði þráð sigurinn.
Bati Jörgens tók langan tíma.
Og Marta varð að þegja um
csannsögli sína. Sem beturfórbað
hann ekki um nein skjöl viðvíkj-
andi sigri sínum. En hann talaði
margt um óskir sínar og vonir,
þegar hann var svo hress að geta
talað lengi í einu.
Marta gladdist yfir bata
manns síns. En hún óttaðist þann
dag er vonbrigðin dyndu yfir
hann. Hvað myndi þá gerast?
Dag nokkurn tók hún strang-
ann með hinum endursendu upp-
drátturrg sem hún hafði látið
liggja í umbúðunum, og gekk á
fund framkvæmdastjórans. Ör-
40
HEIMILISRITIÐ