Heimilisritið - 01.11.1944, Síða 46

Heimilisritið - 01.11.1944, Síða 46
Ætli hann sé að bogna, þótt hann tali hraustlega. Síðar: — Eg verð að fara til 3?ýzkalands. Murrow hringdi til mín um) miðnættið frá London og sagði mér tíðindin. Bretar og Frakkar hafa komð sér saman um að berjast ekki vegna Tékkó- slóvakíu, krefjast þess af tékk- nesku stjórninni, að hún gefist upp skilmálalaust og láti Súdeta- héruðin af hendi við Þýzkaland. Eg þrætti við Ed og sagði að Tékkar gengju ekki að þessu, þeir myndu berjast einir ------ „Ef til vill. Ég vona, að þér verið sannspár. En Mr. Chamber- lain fer nú samt til fundar við Hitler í Godesberg á miðvikudag- inn og við viljum, að þér séuð þar á hnotskóg. Ef ófriður skellur á, getið þér farið til Prag“. „Allt í lagi“, svaraði ég en átti satt að segja erfitt með að trúa því að þessar fréttir gætu verið sannar. Maurice tekur útvarpið að sér meðan ég er fjarverandi. Ég flýg til Berlínar í fyrramálið. Fer í rúmið klukkan fjögur, þreyttur og fullur af viðbjóði. Berlín, 19. sept. 1938. Nazistar eru í sjöunda himni yf- ír þessum mesta sigri, sem þeir telja að Hitler hafi ennþá unnið, og þeir mega vera það. „Og blóðsúthellingalaust eins og hann er vanur“, létu þeir klingja allan daginn. Og blessuðu fólkinu hefur létt fyrir hjarta. Það er lifandi fegið. Það vill ekki ófrið. Naz- istablöðin eru full af kolvitlaus- um fyrirsögnum. Tóm haugalýgi. Nokkur dæmi: Tékkneskar bryn- reiðir brytja niður konur og börn, eða Blóðug ógnarstjórn — enn myrða Tékkar Þjóðverja. „Börsen Zeitung” hefur metið: Eiturgas- árás á Aussig? Hamburg Zeitung tekst líka vel: Kúgun, rán, mann- dráp — Tékkneska ógnarstjórnin í héruðum Súdetaþjóðverja verður grimmari með degi hverjum. Ekki heyrðist orð frá Prag í kvöld um það, hvort Tékkar munu vilja hlíta úrslitakostum Cham- berlains. Ég þrávona enn, að þeir berjist. Því að geri þeir það, hlýt- ur það að valda Evrópustyrjöld og hana getur Hitler ekki unnið. Lauk útvarpsþætti mínum í kvöld á þessum orðum: „Mr. Chamber- lain mun vissulega fá hlýjar mót- tökur í Godesberg. Satt að segja varð ég þéss greinilega var í Berlín í dag, að Mr. Chamiberlain er maður mjög vinsæll hér“. Gadesberg, 22. september 1938 Hakakrossfáninn og brezki samveldisfáninn blakta hlið við hlið yfir þessari yndislegu Rínar- borg — og á það einstaklega vel við, finnst mér. Og þá sómir það ekki síður, finnst mér, að halda þennan vinafund í Wagnersbæ, því að þeir segja, að hér hafi Cð- inn, Þór og aðrir guðir hinna fornu Tevtóna jafnan skemmt sér. •44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.