Heimilisritið - 01.11.1944, Qupperneq 57
til Skotlands áður, var gagntek-
in af öllu sem fyrir augu bar.
Þau komust á ákvörðunarstað-
inn þegar yfirborð stöðuvatnanna
blikaði eins og gull í bjarma
hnígandi sólar, og fjöllin
gnæfðu í fegursta litskrúði upp
í blámóðu himinhvelfingarinnar.
Konungshótelið í Belbrae var
lítið en hlýlegt og vinalegt. Mart-
in hafði dvalið þar áður í veiði-
ferð með kunningjum sínumi, og
þegar hann ók upp að framdyr-
unum, flýtti hinn holdugi veitinga-
maður sér til þeirra.
„Martin Foster, mikið er gam-
an að sjá þig aftur!“
„Sæll og bless, Mack, gamli
skarfur!“ hrópaði Martin. Svo
sneri hann sér að önnu og bætti
við: „Við Mack erum gamlir vin-
ir. Mack þetta er konan mín“.
Farangur þeirra var borinn inn
í litlu notalegu forstofuna, þar
sem gríðarstór St. Bemhards-
hundur hafði legið fram á lappir
sínar við arineldinn, en kom nú
fagnandi á móti þeim. Brátt var
þeim vísað upp í stórt herbergi.
Þaðan var stórfengleg útsjón yfir
vatnið og skógiklæddar fjallshlíð-
amar.
Veitingamaðurinn rétti Martin
símskeyti. Það var glampi í aug-
umi hans.
„Eg geri ekki ráð fyrir að þú
hafir sjálfur sent þetta sím-
skeyti“, sagði hann og hló lágt.
Martin hristi höfuðið. „Nei,
hver í fjáranum hefur getið sér
þess til að við ætluðum hingað?“
sagði hann hátt. „Við héldum
því leyndu, svo engan hefði átt
að gruna ferðaáætlun okkar“.
Anna leit á skeytið og sá að
þar var beðið um morgunverð, er
skyldi færður þeim í rúmið á
hverjum morgni. Undir því stóð
— „Foster“.
„Það hlýtur einhver að hafa
verið að gera að gamni sínu,
Foster“, sagði Mack glaðlega.
Anna hló. „Við ætlum alls ekki
að borða morgunmatinn í rúm-
inu, er það?“
Martin hristi höfuðið hlægjandi.
Þau gengu niður í borðsalinn og
gleymdu þessu atviki.
Næstu daga á eftir var Anna í
sjöunda himni. Hún og Martin
gengu umi hæðimar í kring, flat-
möguðu í heitu sólskininu í nám-
unda við litla gistihúsið, eða
réru út á glitrandi vatnið og
veiddu silung.
Eitt sinn skömmu fyrir kvöld-
verð voru þau úti á vatni. Anna
sat undir árum en Martin veiddi.
Dimmir þokubólstrar geistust yf-
ir fjallsbrúnirnar, en Martin áleit
að ekki myndi fara að rigna fyrr
en síðar um kvöldið.
Þeim hvarf brátt úr hug yfir-
vofandi óveður. Það var mikið
af fiski og þau höfðu allan hugann
við veiðina.
Þegar stórir regndropar fóru
að detta úr lofti leit Martin
snögglega upp.
„Eg held að það sé bezt að
ég taki við árunum“, sagði hann.
„Rigningin er víst að skella á“.
HEIMILISRITIÐ
55