Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 6

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 6
Þér lítið út fyrir að vera jafn- gömul yngri systur minni“. „Takk“, sagði hún hlæjandi. Petta var kjánalegt samtal, en samt var huggun í að tala við einhvern. Fyrir fimm mánuðum síðan, þegar Tom hafði farið til her- búðanna, hafði hún ekki hug- leitt, hvað hún myndi verða ein- mana. Það hafði verið heit ætt- jarðarást og fómarlund, sem dró úr himii sám kvöl skilnaðarins. „Auðvitað verð ég hér kyr á Applecot", hafði hún sagt eins glaðlega og huu hafði getað, kvöldið sem hún fékk að vita hvaða þýðingu það hafði fyrir Tom að ganga í herinn. „Eg ætla að hugsa um garðinn og lakka húsgögnin. Svo þarf ég að fara í heimsóknir —“. En flestir vinir hennar áttu 'böm, og flestir eiginmennimir höfðu ekki verið kallaðir í her- inn enn. Dar3ie hafði reynt að sætta sig við að vera ein. Fólkið reyndist henni vel. Engin hafði þó nóg benzín til að aka marg- ar mílur úr leið. Kunningjarnir hringdu í hana og mæltu sér mót við hana einhversstaðar niðri í borginni en hún var eins ein- mana fyrir því. „Þetta er fallegur staður“, sagði hermaðurinn um leið og hann leit yfir engið, sem var allt vaxið rauðum blómum, og upp eftir hæðinni fyrir handan. „Hvemig komust þér hing- að“?, spurði Darsie og kastaði mæðinni. Brekkan var svo löng og hann gekk hratt. „Eg fékk að sitja í bíl frá Camp Todd“, sagði hann. „Eg átti frí í dag og vissi ekki al- mennilega, hvað ég átti að gera, en svo ákvað ég að skoða mig um fyrir utan borgina". Hún brosti til hans allra snöggvast með hluttekningu, af því hún heyrði á raddblæ hans, að hann var einmana. Rétt í þessu komust þau al- veg upp á hæðina og framund- an var Applecot. Húsið hafði ver- ið byggt á milli gamalla epla- trjáa, en Darsie þótti staður- inn alltaf fallegur. Hún og Tom höfðu búið öll herbergin nýjum húsgögnum og lagfært húsið að utan. Þau höfðu útbúið App- lecot yndislega og lifað þar liamingjusömu lífi. ITún leit á háa Ijósrauða mnn- ann við götuna, og henni varð hugsað til þess, þegar Tom liafði gróðursett hann 1 tilefni af giftingarafmæli þeirra. Henni varð litið á látúnsdyrahamarinn, sem var í laginu ein og hjarta; Tom hafði keypt hann þegar hún lá veik. „Hvað er að?“, spurði her- maðurinn kvíðafullur. Darsie reyndi að brosa og sagði. „Fyrirgefið. En sko, hérna á ég heima. Gjörið svo vel og koma inn, ég held ég eigi til kaffi og kökur". 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.