Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 16
Bernhard Shaw
greinum Nobelsættarinnar og
fulltrúar frá stofnunum þeim, er
áttu að útbýta verðlaununum.
Árið 1900 var störfum þessarar
nefndar lokið, og var reglugerðin
borin undir sænsku stjórnina og
fékk að lokum staðfestingu kon-
ungs 29. júní sama ár.
Um þessar mur.cir var búið að
gera upp dánarbúið. Allir skatt-
ar og ýms önnur gjöld voru
greidd. Miklar fjárhæðir höfðu
runnið til lögfræðinga víðs vegar
í Evrópu fyrir aðotoð þeirra við
forráðamenn dánarbúsins. Erf-
ingjarnir höfðu fengið drjúgan
skilding fram yfir það, sem erfða-
skráin ákvað, en engar upplýs-
ingar hafa verið gefnar um þá
upphæð. Afgangurinn, 31,225,000
krónur, rann til Nobelsstofnunar-
innar. Ársvextir af þessari fjár-
upphæð voru 850,000 krónur.
Nobelstofnanirnar voru eigin-
lega tvær, önnur 1 Noregi og hin
í Svíþjóð. Norska stofnunin starf-
aði í einni deild, þar eð hún
skyldi einungis útbýta friðar-
verðlaununum. Sænska Nobels-
stofnunin starfaði í þremur
deildum, og hafði ein þeirra með
höndum útbýtingu bókmennta-
verðlaunanna, önnur verðlaun-
anna í læknisfræði eða lífeðlis-
fræði og hin þriðja verðlaunanna
í eðlisfræði og efnafræði. Allt
starf hinna einstöku Nobels-
nefnda og stjóm stofnananna
var kostuð af Nobelssjóðnum.
Þótt Nobelsstofnunin væri kom-
in á laggimar og ekkert virtist
vera því til fyrirstöðu að farið
yrði að veita ve-’ðlaimin, drógst
það samt enn um hríð, en 10.
des. 1901 vom þau veitt í fyrsta
skipti. Reglugjörðin mælti svo
fyrir að á þeim degi, er var dán-
ardagur stofnandans og hátíðis-
dagur stofnunarinnar, skyldi út-
býta verðlaununum. Hefur sú
athöfn jafnan síðan farið frara
með mikilli viðhöfn í viðurvist
konungs, ríkisstjórnar, erlendra
sendiherra og fremstu vísinda-
manna Svía.
Það kom þegar í Ijós við fyrstu
veitingu að lítið tillit var tekið
til vilja gefandans um val þeirra
manna, er verðlaunin hlutu. Hann
ætlaðist til þess að ungir gáfu-
menn, er væm að berjast áfram
við lítil efni fengju þau fremur
14
HEIMILISRITIÐ