Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 46

Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 46
geisa handan borgarinnar, tveim mílum norðar. Við hrukkum upp úr svefni í gistihúsinu í Zoppot við gnýinn. Klukkan sex í morg- un nötruðu rúðurnar í glugganum hjá mér. Þýzka herskipið Schles- wig-Holstein, sem lá fyrir akk- erum í Danzig, þeytti kúlum úr ellefu þumlunga byssum yfir höf- uð okkar. Og við sáum, að Þjóð- verjar höfðu króað Pólverja á þrjá vegu, en hafið var á eina hlið, og þaðan spýttu þýzkir tundurspillar eldi og stáli yfir þá og vörðu þeim undankomu. Þjóð- verjar beittu öllum tegundum vopna, stórskotatækjum, vélbvss- um, skriðdrekum og flugvélum. Pólverjar höfðu ekki annað en vélbyssur, rifla og tvær gamlar loftvarnabyssur, sem þeir beittu í ákafa eins og fallbyssum gegn vélbyssuhreiðrum og skriðdrek- um Þjóðverja. Þungar drunur þrumuðu frá fallbyssum þýzka stórskotaliðsins og vélbyssurnar snörkuðu grimmdarlega hjá báð- um. Mjög lítið varð séð af viður- eigninni, jafnvel í sjónaukura, en við greindum af hljóðunum að Pólverjar vörðust ekki aðeins úr skotgröfum og runnaþyrpingum. heldur gerðu þeir sér vélbyssu- hreiður í hverju húsi, sem þeir héldu. Þeir höfðu gert sér virki úr tveim stórhýsum, liðsfovingja- skóla og útvarpstöðinni og skutu af vélbyssum út um gluggana. Eftir hálfa stund hittu Þjóð- verjar þakið með sprengikúlu og kveiktu í því. Þá réðst þýzkt fótgöngulið með stuðningi skrið- dreka — eða í slóð skriðdrek- anna, sýndist mér í kíkinum — upp hæðina og umkringdi bygg- inguna. En það vafðist fyrirþeim að taka hana. Pólverjar létu vél- byssukúlunum rigna yfir þá út úr brennandi húsinu. Þeir börðust af hreysti, Pólverjarnir, og af eldmóði örvætingarinnar. Þyzk sjóflugvél sveif yfir hryggnum og leiðbeindi stórskotaliðinu.Litlu síðar komu sprengjuflugvélar til liðs við hana þær renndu sér niður og skutu á Pólverja úr vélbyssum. Aðstaðan var vonlaus fyrir Pól- verja. Samt börðust þeir. Þý/ku liðsforingiarnir hjá okkur dáðust að hugrekki þeirra. Fyrir fótum okkar stóðu konur og börn á strætum borgarinnar, þögul og þungbúin, og horfðu á þennan ójafna leik. Úti fyrir sumum byggingum stóð fólk í röðum og beið eftir matvælum. Áður en ég gekk upp á hæðina, tók ég eftir því, hve nístandi beiskt það var á svip, einkum konurnar. Við horfðum á viðureignina til hádegis. Þá höfðu Þjóðverjar þok- azt áfram um mílufjórðung. Fót- göngulið þeirra, skriðdrekar stór- skotalið og merkjasveitir sýnd- ist allt vinna saman eins og hjól í vél. Ekki sást á þýzku liðefor- ingjunum þarna í varðstöðinni vottur af óró eða eftirvæntingu. Þeir voru ósnortir að sjá, eins og kaupsýslumenn og minntu mig þó á knattspyrnuþjálfara, ■BD 44 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.