Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 51
meira. Þegar við vorum að fara
út úr hermálaráðuneytinu, kom
einhver starfsmaður og færði
okkur Reuterskeyti, sem til-
kynnti, að Browning væri kom-
inn til Bahia í Brasilíu með alla
áhöfn af Royal Sceptre lieila á
húfi.
Hvert happið elti annað. Þeg-
ar við vorum komnir vel af stað
með útvarpið liðkaðist foringinn
svo í enskunni eins og spáð var,
að ég furðaði mig á. Málblærinn
var skelfilegur, en einhvem veg-
inn streymdu orðin skýrt út úr
honum. Hvert atkvæði var auð-
skilið.
(Síðar staðfesti brezka flota-
málaráðuneytið sögusögn hans,
bæði um skeytið og Royal
Sceptre, og þá um leið að
Schultze hefði ekki verið tekinn.)
Berlín, 29. sept. 1939.
Rússar eru nú teknir að styðja
friðarsókn Þjóðverja.
Ribbentrop og Molotov undir-
rituðu í gær samning og áforms-
yfirlýsingu. Texti hennar segir
söguna alla:
„Þar sem stjórnir Þýzkalands
og Sovétríkjanna hafa með
samningi, undirrituðum í dag,
endanlega leyst vandamál, er risu
út af upplausn pólska ríkisins, og
með því lagt varanlega undir-
stöðu að friði í Austur-Evrópu,
lýsa þær sameiginlega yfir Jpeirri
skoðun sinni, að það væri öllum
þjóðum til velfamaðar og endir
yrði bundinn á styrjöldina.
Ef tilraunir beggja ríkisstjórn-
anna skyldu samt sem áður
reynast árangurslausar, er með
því sönnuð sú staðreynd, að
Bretland og Frakkland eru á-
byrg á framhaldi styrjaldarinn-
ar, og ef svo fer, munu stjómir
Rússlands og Þý^alands bera
ráð sín saman um nauðsynlegar
ráðstafanir".
Þetta er broslegt, en getur
þýtt það, að Rússar dragist inn
í styrjöldina með Þjóðverjum.
Berlín, 30. sept. 1939.
Friðarhjalið yfirgnæfir hér allt
í dag. Þjóðverjar eru fullvissir
um frið, og starfsmáður í rúss-
neska sendiráðinu sagði mér, að
sama hljóðið væri í Moskvu.
Hann sagði að nú myndi Bretar
og Frakkar taka friðinum fegins
hendi. Völkische Beobachter
segir í dag: Öll Evrópa bíður
friðarorðsins frá Lordon. Vei
þeim, sem hafna fiiði. Þeir munu
einhvern tíma verða grýttir af
sinni eigin þjóð“.
Kom á kveðjuútvarpi í kvöld.
Berlín, 2. okt. 1939.
Ræða Churchills í útvarpinu í
gærkvöldi lægði heldur friðar-
ákafann hér.
Eg er fullur af skelfingu yfir
þessum eina raksápustaut, sem
mér er skamtaður fyrir fjóra
mánuði. Skeggið á mér verður
rautt.
A. rakst hér inn á laugardag-
inn (30. sept.) og í för með hon-
HEIMILISRITIÐ
49