Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 8

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 8
daga“, sagði hún og bar hratt á. „Auðvitað er r-kkert að, þeir myndu láta mig ”ita ef hann x’æri veikur'1. „Auðvitað'1, svaraði hann. „Þeir rhyndu láta yður vita ef hann væri veikur. En það eru meiri líkur til að hann hafi ver- ið sendur í burtu. Þá leyfa þeir þeim ekki að sicrifa heim, fyr en þeir eru komnir á staðinn“. Hún stundi og ískuldi læsti sig um hana. Hún lyfti upp höfðinu. „Það efast ég um, kjáninn yðar“. Það fauk í Bill og hann skaut kjálkánum fram. „Hevrðu góða -—“ en þá varð honum litið framan í hana, og hann stillti sig. „Fyrirgefið, þetta var kjána- legt af mér. Maður verður svona í hernum“. Hann stóð á fætur. „Eg held það sé bezt fyr- ir mig að fara. Eg þakka fyrir skemmtunina og a!It“. Hún greip í hann og litlu fingurnir læstust fast utan um handlegg hans. „Bíðið þér svolítið, gerið það fyrir mig. Eg skal aka yður í borgina á eftir. Eg hef nóg benzín til þess. Farið þér ekki strax". Hann horfði á rauðan munn hennar og kvíðafull augun. „Eg þarf ekki að vera kominn heim fyr en eftir nokkra tíma. Eg vil feginn vera kyrr. — Eg skal segja yður, hvað við skulum gera. Við skulum borða eggin, sem þér komuð með á hjólinu. Eg skal sýna yður, hvernig við förum að því að matreiða flesk og egg í Tecumsed. Eigið þér nokkuð flesk ?“ Hún kinkaði kolli og stóð á fætur, gekk að bollaskápnum í hominu og tók út úr honum flösku. „Hérna er vín“, sagði hún lágri röddu. „Það er bezt að við höldum dálitla veizlu“. Bill leit á hana undrandi, svo ypti hann öxlum og glotti. „Því ekki það“. Eftir að þau höfðu drukkið tvö lítil glös af líkjör, virtist ótti hennar hverfa. Hann var þarna úti i myrkrinu, en hún gat snúið baki við honum og jafnvel hlegið. Bill sagði sögur af lífinu í herbúðunum, hvað varðmaðurinn sagði við ofurstann og hvað ný- liðinn sagði við undirforingjann, og hún hló mikið. Hún bætti á diskinn hans hvað eftir annað, hún steikti kartöfl- ur handa honum og opnaði síð- ustu leirkrukkuna sem hún átti með súrsuðu grænmeti. Hann át græðgislega líkt og Iítill drengur. „Þetta er gott“, sagði hann. „Það þykir mér l?ka —“, sagði hún. Svo ýtti hún disknum sín- um allt í einu frá sér og fór fram í eldhúsið. Hún lagði ennið upp að gluggarúðunni eitt andar- tak og horfði út í rökkrið. Hún flýtti sér aPur inn í borð- stofuna. „Það er að verða kalt“, 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.