Heimilisritið - 01.03.1945, Page 21

Heimilisritið - 01.03.1945, Page 21
byltinguna, sem fundið hefur náð í augum Nobelsnefndarinnar er Ivan Bunin, en hann hafði flúið úr landi, þegar bolschevikar kom- ust til valda í Rússlandi. Nobel var harla vantrúaður á gengi friðarhreyfingarinnar, enda þótt hann stofnaði til verðlaun- anna. Hann var sannfærður um að friður og almenn afvopnun ætti langt í land. En hann vissi hve mjög það myndi gleðja Berthu von Suttner, og það reið baggamuninn. I fyrstu virðist friðarverðlaun- unum hafa oftast verið varið vel. Þau voru venjulega veitt heiðar- legum friðarsinnum sem fómuðu starfskröftum sínum í þágu hug- sjónar sinnar. En starfsaðferðir þeirra og hugmyndir um öfl þau meoal hverrar þjóðar, er ráða styrjöld og friði, vom barnaleg- ar. Þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á, sýndi það sig, að friðar- félögin voru alveg máttlaus. Strax á fyrstu árunum var brugöið út af því að veita frið- arsinnum þessi verðlaun, — þegar Theodore Roosevelt Bandaríkja- forseti fékk þau árið 1906. Norska Stórþingið lét veita hon- um verðlaunin, til þess að afla sér samúðar Bandaríkjanna, enda þótt það væri á allra vitorði að forsetinn var enginn friðar- sinni og andvígur afvopnun. En átyllan til að veita honum verð- launin var sú, að hann hafði árið áður miðlað málum milli Rússa og Japana við friðarsamningana Marconi eftir styrjöldina 1904—1905. Veitingin mætti mikilli gagnrýni. Danska blaðið Politiken taldi það líklegt, að r-æst yrði Vil- hjálmi Þýzkalandskeisara veitt verðlaunin — Vilhjálmur keisari var sjálfur alveg æfur yfir því að hafa aldrei komið til greina. Á styrjaldarámnum voru frið- arverðlaunin einu sinni veitt, og hlaut hinn alþjóðlcgi Rauði kross þau, enda þótt Rauði krossinn hafi hvorki fyrr né síðar haft það hlutverk að vinna að al- heimsfriði. Hann var stofnaðúr til að lina þjáníngar særðra manna í styrjöldum. Árið 1919 var Wilson Banda- ríkjaforseta veitt friðarverðlaun- in. Hann var í raun og veru afar hlyntur friði og vildi með HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.