Heimilisritið - 01.03.1945, Qupperneq 22
tíelma Lagerlöf
stofnun Þjóðabandalagsins koma
í veg fyrir styrjaldir í framtíð-
inni. En hann var þá nýbúinn að
taka þátt í friðarsamningunum í
Versölum, sem brr.tu algerlega í
bága við hugmyndir Wilsons
sjálfs um jafnrétti þjóðanna, en
á grundvelli slíks jafnréttis hugð-
ist hann koma á ævarandi friði.
Ýmsir þeirra, er síðar hafa
•fengið friðarveróiaunin, virðast
vægast sagt lítið hafa til þeirra
unnið. Árið 1925 urðu A. Chamb-
erlain og Ch. G. Dawes fyrir val-
inu fyrir það eitt að hafa komið
nýju skipulagi á skaðabóta-
greiðslur Þjóðverja, og næsta ár
á eftir var verðlaununum skipt á
milli þeirra Briands og Strese-
manns, er þá unnu að því að
bæta sambúð Frakka og Þjóð-
verja. Enginn þessara manna var
friðarsinni í merkingu Berthu
von Suttner eða Nobels. Briand
barðist aðeins gegn hervæðingu
Þýzkalands, en datL aldrei í hug
að minnka herbúnað Frakka.
Stresmann heimtaði að Frakkar
og bandamenn þeirra drægju úr
vígbúnaði, til þess að gera þá
sem veikasta hernaðarlega, og
landar hans voru þá þegar byrj-
aðir að .hervæðast á laun.
Þótt Kelloggsáttmálinn 1928
væri augsýnilega pappírsgagn,
sem enginn tók mark á, og ekki
til annars fallinn en að vekja tál-
vonir um frið hjá auðtrúa fólki,
hlaut höfundur hans Nobelsverð-
launin sama ár.
Einhver hinn merkasti friðar-
sinni í heiminum, á seinni árum
var Carl von Ossietzky. Hann
vdr Þjóðverji og fremstur í
flokki meðal þeirra er stofnað
höfðu og skipulagt fjölmennt
friðarfélag meðal Þjóðverja, er
tekið höfðu þátt i heimsstyrjöld-
inni. Hann gaf út ágætt blað í
Berlín, „Weltbiihne", er fletti of-
an af ýmsu viðvíkjandi hinum
leynilega vígbúnaði Þjóðverja.
Var hann því sakaður um land-
ráð og dæmdur í fangelsi, enda
þótt dómstólinn yrði að játa, að
hann hefði farið með rétt mál og
hefði byggt uppljóstranir sínar á
opinberri álitsgerð frá nefnd í
þýzka ríkisþinginu.
Þegar Hitler komst til valda
var Ossietzky strax settur í
fangabúðir og hlaut þar hina
20
HEIMILISRITIÐ