Heimilisritið - 01.03.1945, Page 26
Gestur á sumarhóteli
KAFLI ÚR ÓPRENTAÐRI BÓK, SEM NÝLEGA
IIEFUR VERIÐ ÞÝDD ÚR ENSKU. NEFNIST
HÚN „R Ú M S IÐ I R“ OG ER RITUÐ í MJÖG
GAMANSÖMUM TÓN.
MAÐUR VAR nefndur Dante
og fékkst við skáldskap. í gam-
alli skræðu sem til er eftir hann,
er lýsing á Helvíti. Segir hann
frá því meðal annars, að yfir dyr-
um staðar þessa hafi verið rituð
(auðvitað með eldskrift) svo-
hljóðandi tilkynning: „Þeir sem\
hér inn ganga, sleppi allri von“.
Það er margra álit að samskonar
yfirlýsing myndi sóma sér allvel
yfir dyrum flestra sumarhótela
nú á tímum.
Þar sem aðsókn að sumarhótel-
unum er gífurleg og færri en
vilja fá þar húsaskjól, eru þau
almennt rekin á sama hátt og
opinberar skrifstofur.
Þú hringir á eitt þeirra til að
panta pláss. Óhefluð stúlkurödd
svarar:
Þú: Góðan daginn! Komið þér
sælar! — Eh, haldið þér að hægt
myndi vera að fá herbergi þarna
hjá ykkur?
St.: Hér eru alls engin her-
bergi!
Þú: Hvað meinið þér — engin
herbergi? Er allt fullt?
St.: Ójá! Allt fullt, ef þér skilj-
ið það betur!
Þú: Er hótelstjórinn við?
St.: Meinið þér vertinn? Hann
er ekki heima.
Þú: Hvenær verður hann við?
St.: Það veit ég ekki; hann
hefur ekki tilkynnt mér neitt um
það! — Var nokkuð annað fyrir
yður?
Þú: Hvert fór hót.... — vert-
inn?
St.: (Lágt) Djöfulsins frekja er
þetta! (Hátt) Eg er búin að segja
yður, að ég hef ekki hugmynd
um hann, og ég hef annað að
gera en standa hérna í símanumi.
allan daginn! (Lætur símtólið
niður).
Nú er ofurlítið farið að þykkna
í þér. Þú pantar vertinn sjálfan
og með hraði.
Tveimur og hálfri klukkustund
síðar færðu samband. (Það er svo
mikið að gera á línunni, segir
símastúlkan, og smástöðvarnar
ganga fyrir á milli fjögur og
fimm).
Þú: Halló! Góðan daginn!
24
HEIMILISRITIÐ