Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 27
Komið þér sælir! Er þetta for-
stöðu.... vertinn, meina ég ?
Vert: (Meinhægur og heldur að
hann sé fyndinn). Forstöðuvert-
inn? Það er víst eitthvert nýtt
embætti, sem ég kannast ekki við?
Þú: Veitið þér ekki þessu gisti-
húsi forstöou?
Vert: Eruð þér staddur í gisti-
húsi? — Nú ef þér mieinið hótel-
ið, sem ég er staddur í í augna-
blikinu, þá á það svo að heita.
Þú: Er allt fullt hjá ykkur
núna?
Vert: Það er nú eftir því hvort
þér meinið hótelið eða gestina?
Þú: (Bítur á jaxlinn og reynir
að stilla þig.) Eh — er hægt að
fá herbergi hjá ykkur.
Vert: Það er nú dálítið eftir
því hvenær þér vilduð fá það ? Eg
býst við að eitthvað losni með
haustinu.
Þú: (Þurrlega og virðulega, að
því er þú sjálfur heldur). Eg vildi
gjarnan fá það núna!
Vert: Hver eruð þér?
Þú: (Segir nafnið þitt).
Vert: Og hvað gerið þér?
Þú skalt segja að þú sért heild-
sali, eða að þú vinnir í stjórnar-
ráðinu.
Vert: Hvað vilduð þér fá her-
bergið lengi?
Þú: Svona hálfan mánuð. (Það
þýðir ekki að nefna styttri tíma).
Vert: Hja, ég veit svei mér
ekki hvað segja skal? — Þér
getið reynt að hringja aftur á
morgun.
Þegar þú hringir næsta dag, er
vertinn farinn að veiða lax í fjar-
lægu héraði. — I þetta sinn talar
þú við yfirþjóninn.
Yirþj.: Já, vertinn minntist
eitthvað á að þér hefðuð hringt.
Hm — ég skal segja yður hvað
ég gæti gert; — ég meina að það
væri þó lausn á málinu: Þér gæt-
uð búið í tjaldi, til að byrja með,
og haft fæði lijá okkur. Þá sitjið
þér nefnilega fyrir fyrsta her-
bergi sem losnar og ég held ég
megi segja að það verði mjög
bráðlega. Hver veit nema að —
ja, jæja, þér getið nú talað nánar
vio mig um herbergið þegar þér
komið.
Það endar með því að þú ferð
á staðinn með tjald. Þér er vísað
á tjaldstæði innan um allmörg
önnur tjöld. Síðan ferð þú að tala
við yfirþjóninn. Hann trúir þér
fyrir því að nokkur herbergi séu
auð í hótelinu, — það er að
segja, þau eru reyndar leigð yfir
allt sumarið ríkum mönnum í
höfuðstaðnum, en þeir koma að-
eins á laugardagskvöldum. Þú
getur fengið eitt af þessum her-
bergjum fyrir skitnar tuttugu og
fimm krónur á sólarhring, en vit-
anlega verðurðu að hafa tjaldið
uppreist, svo það sé til taks þeg-
ar rétti leigjandinn er á ferðinni,
og auðvitað' má þetta ekki vitn-
ast. Þér er gerður þessi sérstaki
greiði og því treyst að þú kunnir
að þegja yfir því eins og heiðurs
manni sæmir.
Herbergið er á að gizka tveir
metrar á hvern veg og þar eru
HEIMILISRITIÐ
25