Heimilisritið - 01.03.1945, Side 28
tvö veggföst rúm, vaskur og eitt
náttborð.
Þú pantar fæði í hálfan mánuð,
en spyrð ekki um hvað það kost-
ar, því verðlagsnefnd hefur ákveð-
ið hámarksverð um land allt svo
ekki þarf að óttast „upptrekk-
irí“.
Nú er allt í þessu fína lagi og
þú ferð niður í veitingasalinn til
kvöldverðar. Þar hangir stórt og
feitletrað spjald með reglum húss-
ins: Enginn má hafa vín um
hönd á staðnum, ölvuðum mönn-
um bannaður aðgangur og íull-
komin kyrð skal vera komin á í
húsinu klukkan hálftólf.
Maturinn er einhverskonar
kássa úr kjöti, sem eftir bragði
og lykt að dæma er sótt í Hafn-
aríjaröarhraun og geymt á hlýj-
um stað síðan, dökkgrænar kar-
töflur og nokkrar sneiðar af viku-
gömlu fransbrauði. Eftirrétturinn
er dálítið sérkennilegur; þú ert
ekki alveg viss um hvort það er
heldur sætsúpa eða skyr.
Nú ferðu út nokkra stund tii
að njóta sveitasælunnar, en á-
kveöur síðan að fara snemma að
hátta, því að sveitasælan hefur
veriö nokkuð rakasöm undan-
farna daga og enn er úðarigning,
napur austankaldi og sökkvandi
for allt í kringum hótelið.
Yfirþjónninn vindur sér að þér,
um leið og þú kemur inn og spyr
ósköp stimamjúkur, hvort þér sé
ekki sama þátt unglingspiltu'r fái
að sofa hjá þér í herberginu í
nótt. Það sé synd að úthýsa hon-
um, hann hafi ekkert tjald, og
hann fari strax í býtið í fyrra-
málið.
Þér finnst meinsemi að amast
við piltinum eina nótt og gefur
samþykki þitt. Þegar þú kemur
upp í herbergið, er hann þar þeg-
ar fyrir; það situr hjá honum ung
og lagleg stúlka og flaska stend-
ur á borðinu, en loftið er þykkt
af sígarettureyk. Þau gefa þér
bæði illt auga, fara að hvísla
saman og flissa. Svo segir ungi
maðurinn: Eg er hrædur um að
þú hafir villst, lagsmaður!
Þú: Ónei, ég hef nú þetta her-
bergi á leigu; — það er að
segja ...
Hann: (Setur í brúnirnar) Það
*er að segja hvað?
Þú reynir að skýra málið, en
það er orðið nokkuð flókið og
þig rekur í vörðurnar. Stúlkan
skríkir.
Ungi maðurinn segir að sér sé
svo sem sama þótt þú sofir þarna
í öðru bælinu í nótt, en það sé
ekki kominn háttatími ennþá og
mælist til þess að þú hverfir fyr-
ir horn þangað til. Stúlkan fliss-
ar og horfir ásthýrum augum á
piltinn.
Þú hefur sjálfur verið ungur
og ástfanginn; af þeim ástæðum
læturðu þeim) eftir herbergið í
klukkutíma.
Ágætt! segir ungi maðurinn.
Velkominn vertu vinur vors og
blóma, landinu til sóma. Þau
skellihlæja!
Þú ferð ofan í veitingasalinn
26
HEIMILISRITIÐ