Heimilisritið - 01.03.1945, Page 30

Heimilisritið - 01.03.1945, Page 30
borginni, þar er dimmt og þögult. Morguninn eftir þegar þú loks- ins sleppur inn í gistihúsið, ertu nær dauða en lífi af kulda, og grúttimbraður. Herbergið þitt er enn lokaö, og umsjónarmaðurinn eða þjónarnir vekja þig í hvert sinn sem þú reynir að festa blund í hægindastól. Það má ekki sofa í saloninum segja þeir. Það er orðið eilítið stutt í þér, þegar þú loksins hittir yfirþjón- inn aö máli. Hann er heldur ekki í neinu hátíðaskapi, — lætur þig vita aö það sé svo semi enginn þvingaóur til að búa á þessu hóteli, nóg sé aðsóknin þó einn íari, og ef menn séu ekki ánægð- ir þá sé hreint ekki haldið aftur af þeim að fara. Viðvíkjandi her- berginu, þá hafi hann farið þang- aö upp í gærkvöldi, strax og hann komsi til þess, og athugaö málið. Herbergið hafi þá verið opið og mannlaust. Þú lækkar auðvitað seglin. — Upp úr hádeginu færðu kjötglás- ina frá kvöldinu áður, upphitaða og ekki nema pínulítið súra. — Nú er hljótt í húsinu og þú hugs- ar gott til glóðarinnar að fá þér vænan blund fram að eftirmið- dagskaffinu. Þú kemur að her- berginu þínu opnu og mannlausu í þetta sinn, en það er ekki búið að taka til og bæði rúmin eru fuli af hálftæmdum ölflöskum, vindl- ingastubbum og ösku. Þú nærð með erfiðismunum í þernuna. Hún tekur út úr sér tyggigúmmí- ið og tilkynnir þér með alvöru- 28 þunga, að skipt sé á rúmunum vikulega fyrir fasta gesti og eng- ar undantekningar gerðar. Gest- irnir mega sjálfum sér um kenna ef þeir hella öli í sængurfötin, eða væti þau á annan hátt. — Þú ferð þá fram á að hún lagi svolítið til í herberginu, og hún svarar, að það verði gert, þegar þar að komi, þú sért ekki einn á hótelinu, — og strunsar út. Þegar þú ert rétt að festa svefninn, kemur hún reyndar, með skrúbb og skolpfötu. Þú hröklast aftur ofan í tóman veit- ingasalinn og pantar öl. Þjónarn- ir gefa þér illt auga: Þú hefur aldrei verið þarna á fylliríi og ert smátækur á drykkjupeninga. Það rignir allan daginn, en hann líður þó loks að kvöldi. Það er lax á borðum, (hann er reynd- ar soðinn í mauk, en annars ekk- ert sérstakt að honum, nema hvað lyktin er dálítið óþægileg). Að lokinni máltíð ertu saddur og latur og þreyttur. Þú ferð eld- snemma um kvöldið upp í her- bergi þitt, ætlar að læsa þig inni þar ogj sofa vel og lengi. En lyk- illinn er þá óvart týndur. Þú set- ur náttborðið fyrir dyrnar, ferð úr jakkanum og legst svo undir aðra sængina. Þig dreymir að þú sért á urr- andi kendiríi með mörgu og giöóu fólki. Og þú heldur að þig sé enn að dreyma, þegar þú vaknar. Það situr ung og lagleg stelpa á stokknum hjá þér og er að reyna að hella ofan í þig Svartadauða. HEIMILISRITIÐ i

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.