Heimilisritið - 01.03.1945, Page 32

Heimilisritið - 01.03.1945, Page 32
Ertu áslfangin? Ert þú raunverulega ástfangin (n)? Et þú svarar eftirfarandi spurningum af nákvæmni og samvizkusemi — muntu komast' að raun um hvort þú ert raun- verulega ástfangin(n) eða hvort þú lætur aðeins blekkjast af augnablikshrifningu og góðu út- liti. ' 1. Hafið þið mörg sameigin- leg áhugamál? 1 2. Finnur þú til stolts, þegar þú berð hann eða hana saman við vini þína, eða kunningja? 3. Verður þú vör (var) eirð- arleysis í fjarveru hans eða hennar? 4. Nýtur þú samverunnar með honum eða henni jafnvel þegar þið rífist? 5. Finnur þú til löngunar til að þóknast honum eða henni, og lætur þú með gleði undan, til þess að halda friðinn? 6. Langar þig i iaun og veru til að giftast honum eða henni? 7. Hefur hún eða liann eitt- livað við sig, sem þú vildir að kæmi fram í börnum þínum? 8. Dást vinir þínir eða kunn- ingjar að honum eða henni og álíta þeir ráðahaginn heppilegan? 9. Halda foreldrar þínir að þú sért ástfangin(n) ? (Þeir eru mjög glögg- skyggnir á slíkt). 10. Ertu farin(n) að ráðleggja — að minnsta kosti með sjálfri(um) þér — hvers- konar brúðkaup á að fara fram, eða hvernig þú vilt að heimilið og börnin verði? Ef þú, án þess að brjóta í bága við sannfæringu þína, svar- ar 7 eða fleirum játandi, ert þú án efa ástfangin(r). En ef þú getur ekki svarað 7 játandi, er hæpið að þú sért það. Vera kann að það síaii þó af of lítilli kynningu og getur því hæglega lagast með tímanum. 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.