Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 42

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 42
hann skyldi taka þátt í saci- ræðum okkar núna. „Hvað er einkennilegt við það?“, spurðum við. „Eiginlega ekkert, en ég kann mjög líka sögu, og var að furða mig á því hvort hún gæti staðið í nokkru sambandi við þessa“. „Eg' skil ekki hvað hann er að fara“, umlaði Chippy og var auðsjáanlega ekkert um, að aU byglin skyidi beinast frá honum. „Taktu pípuna út úr þér, Chippy“, kölluðum við, „og haltu svo áfram með söguna". „Eg er ekki alveg viss um, hvar þessi viti er, sem þú ert að tala um“, hélt brytinn áfram. „Hann liggur við innri Hebrides eyjarnar“, svaraði Chippy. „Já, einmitt, en vitinn, sem íg átti við, er við strendur Afríku“, svaraði Slade dálítið kíminn, „sumir ykkar kannast ef til vill við hann undir nafninu Maríu- eyjar-vitinn, en áður en atburð- urinn gerðist var hann kallaður Kismayo-Amberix-vitinn' ‘. „Allflestir vitar eru byggðir á eyðilegum og óbygglegum slóó- um, og Kismayo-Amberix-vitinn er engin undantekning frá þeirri reglu. Hann liggur um það bil 8 milur frá meginlandiuu á óbyggðum en dálítið mosa- vöxnum kletti, og svo er hanu óálitlegur, að jafnvel sjófugi- arnir sneiða framhjá honum“. „Það var þungskýjað og ygld- ur sjór dag nokkum, fyrir ura þrjátíu árum. Lítið seglslcip sigl- ir með vistir til hinna einangr- uðu vitavarða. Ekkert svar er gefið við ljósmerkjum skipverja og brátt komast þeir að raun um að vitaverðirnir eru báðir á burt. Vélar allar' og áhöld em í bezta lagi, engin óhreinindi eða ryk og yfirleitt allt í hinu á- kjósanlegasta ásigkomulagi, en vitavörðurinn og aðstoðarmaður lians sjást hvergi, það er eins og jörðin hafði bókstaflega gleypt þá“. „Þið g$tið rétt ímyndað ykk- ur hvaða athygli þetta vakti. Forsíður. heimsblaðanna voru fullar af ágizkunum um þennan dularfulla atburð. Sumir töldu að holskefla hefði skolað þeim út í sjó, aðrir að hræðilegt sjó- skrímsli hefði gleypt þá, eða að sjóræningjar hefðu tekið þá til fanga. En brátt hættu þessar flugufregnir, án þess að nokkur kæmist að því rétta. „Hafa afdrif þeirra þá aldrei orðið kunn?“ spurðum við. „Jú, að sumu leyti“, svaraði Slade. Dag einn fannst kistill sem rekið hsfði á skerið, sem vitinn stóð á. Johnson, aðstoðar- rnaður vitavarðarins, hafði fund- ið hann milli tveggja steina, þeg- ar hann var að leita að skelfiski, sem hann var að grenslast eftir, til þess að bæta dálítið hið fá- tæklega og fábreytta fæði þeirra. Kistillinn var smekklega út- skorinn, en dálítið beyglaður og 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.