Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 48

Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 48
úr herráðinu um hana í dag. Hann nefndi nokkrar tölur. Við Tannenberg voru 92.000 Rússar teknir höndum en 28.000 féllu. í fyrradag tóku Þjóðverjar aðeiU3 við Kutno 105.000 Pólverja höndum og daginn áður 50.000. Yfirherstjórnin, sem venjulega er spör á litsterkar lýsingar, kallar Kutnobardagana „einhverja mestu tortímingarorustu allra tíma“. Og mér varð Ijóst í þessari snöggferð minni til vígvallanna, hvað hent hefur Pólverja. Þeir gengu varnarlausir gegn hinum tröliauknu árásum steypiflugvéla og skriðdreka. Þeir höfðu aðeins allgóðan her með sömu tækni og tíðkaðist 1914—’18, gegn bryn- vörðum og vélbúnum nýtízkuher, sem brunaði á hjólum og beltum umhverfis þá og gegnum fylk- ingar þeirra. Samtímis eyðilagði loftflotinn samgöngur þeirra. Það er satt, að pólska herstjórnin virðist ekkert hafa vitað, hvað hún átti við að etja. Það veku'' ‘undrun jafnvel okkar, sem eru börn í hernaðarlist vorra tíma, hvers vegna þeir höfðu beztu hersveitir sínar í Posen, ekki aðeins í upphafi ófriðarins, held- ur jafnvel eftir að þýzki herinn var kominn austur fyrir Varsjá. Ef þeir hefðu látið hann hörfa austur fyrir Weichel, gátu þeir ef til vill varist fram á vetur, en þá hefðu fyrst for og síðan fann- ir stöðvað Þjóðverja. Eg er að velta því fyrir mér, hvort almenningur muni ekki skipa sér með stjórninni ef styrj- öldin heldur áfram. Fólkið, sem er ákaílega þjóðrækið og blásið út af áróðri um það, að Bretar eigi einir sök á styrjöldinni, get- ur gefið sig þeirri meginhvöt á vald, „að verja föðurlandið“. Eg hef ekki enn hitt þann Þjóðverja, jafnvel meðal þeirra, sem eru andstæðir stjórninni, að hann sjái nokkuð athugavert við atferii Þjóðverja í Póllandi. Allt sið- ferðilegt viðhorf umheimsins til ofbelaisaðfaranna í Póllandi snertir menn hér sáralítið. Fólk af öllum stéttum, konur jafnt og karlar, hefur í hálfan mánuð þyrpst að gluggunum í Berlín og liorft með velþóknun á landabréf- in, þar sem sigursæl framsókn þýzka hersins inn í Pólland er sýnd með rauðum títuprjónum. Meðan Þjóðverjum gergur vel og þeir þurfa ekki að herða sultar- ólina, verður þessi styrjöld ekki illa þokkuð. Berlín, 21. sept. 1939 Brauchitsch hershöfðingi, yfir- maður alls þýzka hersins, til- kynnti í gærkvöldi í dagskipan sinni til hersveitanna, að lokið væri hernaðaraðgerðum í Pól- landi. Þannig lauk „gagnárásinni". Þýzki herinn, þessi furðulega hernaðarvél, hefur brotið Pólland undir sig á átján dögum, upp- rætt pólska herinn og flæmt ríkisstjómina af pólskri gmnd. En Varsjá verst vasklega enn. Vera má að styrjöldin sé að- eins að byrja, jafnvel þó að Þjóð- 46 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.