Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 49
verjar vildu gjaman slá botninn í
hana, er þeir hafa unnið Pólland.
Mig undrar, hvers vegna Hitler
lét þessi orð falla í Danzig fyrir
tveim dögum: „Vér munum
aldrei gefast upp“, og blöðin
bergmáluðu það. Hvers vegna
kemst hann þannig að orði,
þegar aðstaða hans virðist svo
sterk ?
Berlín, 23. sept. 1939
Að degi liðnum koma nýir
skömmtunarseðlar. Þá fær hver
Þjóðverji eitt pund af kjöti á
viku, fimm pund af brauði, þrjá
f jórðu punds af feiti, jafnmikið af
sykri og eitt pund af gervikaffi,
gerðu úr brenndu byggi. Verka-
menn í erfiðri vinnu fá tvöfaldan
skammt, og dr. Göbbels hefur
ákveðið að skipa okkur, erlend-
um frétttamönnum, í flokk með
þeim. — Hygginn, karlinn!
Berlín, 24. sept. 1939
Yfirherstjómin segir í yfirliti
sínu um Póllandsstyrjöldina, að
örlög Póllands hafi verið ráðin i
raun og veru eftir átta daga
viðureign. Þá hafi þýzki herinn
tekið þá staði, er mikilvægastir
vom í hemaði og króað megin-
hluta pólska hersins í tungunni
miklu við Weichselfljótið. Auk
þess höfðu 450 þúsundir Pólverja
verið teknir höndum, 1200
fallbyssur verið teknar og 800
flugvélar ýmist teknar eða eyði-
lagðar. Og loks eftir 18 daga
viðureign var ekki eftir nokkur
pólsk herdeild og jafnvel ekki
liðsveit, sem var vígfær.
Berlín, 26. sept. 1939
Styrjöldin bitnar æ meira á
fólki, sem ég þekki. Ungfrú T.
missti bróður sinn í gær í Pól-
landi. 1 heimsstyrjöldinni missti
hún föður sinn og annan bróður.
Blöðin eru full af smáauglýsing-
um, sem em opinberar dánar-
tilkynningar frá þýzkum ættingj-
um. Seppt er í annarri hvorri
þeirra orðunum: „Dó fyrir for-
ingjann", en „dó fyrir föðurland-
ið“, sett í staðinn. Þetta er ein
af fáum færum leiðum til þess
sýna hug sinn til Hitlers.
Ný sparnaðarfyrirmæli í dag
um fatnað. Ef ég panta mérföt,
verður klæðskerinn að láta sér
nægja í þau 3,1 m. af dúk, 1,44
m. breiðum. Blöðin fræða okkur
einnig um, að skór fáist ekki sól-
aðir. Ekkert leður til. Við verð-
um að bíða eftir nýju gerviefni,
sem enn er ókomið.
Og hvemig á nú að raka sig?
Boðað er, að enginn fái meira en
einn raksápustaut næstu fjóra
mánuði. Eg fer að safna skeggi!
Berlín, 27. sept. 1939
Varsjá gafst upp í dag eftir
vonlausa hetjuvörn. Yfirher-
stjómin segir, að pólski yfirfor-
inginn hafi boðið uppgjöf í
morgun, er hann hafði verið
„þvingaður til þess með þýzku
áhlaupi“.
Árum saman hafa aðmírálar
HEIMILISRITIÐ
47