Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 50

Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 50
og flugforingjar barizt um það í riti, hvort herskipum stæði háski af flotaárásum. I dag staðhæfa Þjóðverjar, að í fyrstu orustu, sem flugvélar og herskip háðu, hafi þeir eyðilagt brezkt flug- vélaskip og skaðað orustuskip, án þess að missa nokkra flug- vél sjálfir. Berlín, 28. sept. 1939. Um miðnættið í nótt útvarpaði ég viðtali við Herbert Schultze skipstjóra, trompásinn í hópi þýzkra kafbátsforingja. Það gekk miklu betur en ég bjóst við. Eg klófesti Schultze í fioíamálaJ ráðuneytinu síðla dags. Hann var nýkominn úr fyrstu „dráps- ferðinni“. Iiann virtist vera um þrítugt, skarpleitur maður, harð- fengur og fullur af því ögrandi sjálfstrausti, sem ég býst við að einkenni flesta, er daglega varpa teningnum um sitt líf og ann- arra. Hann sagðist vera hrædd- ur um, að enskan sín væri bág, og þegar ég hafði prófað hann lítið eitt, varð ég smeykur líka. Satt að segja skildi ég ekki eitt orð, sem hann sagði, og við urð- um að tala saman á þýzku. Ein- hver gat þess til, að hann kynni að liðkast um kvöldið, hann væri bara dálítið ryðgaður. Þetta gaf mér vonir, og ég símaði til New York, að samtalið færi fram um kvöldið. Eg lagði fyrir hann spumingar mínar, og foringinn settist við að skrifa svör sín á ensku. Við sátum með sveittan skallann allt kvöldið, fjórar klukkustundir, og höfðum þá lokið 15 mínútna handriti. Tvö atriði voru í svörum for- ingjans, sem ollu mér áhyggjum og voru þó um leið hin mark- verðustu. Hann sagði sögu um það, er hann sökkti brezku skipi, Royal Sceptre, en lagði sig í hættu til þess að bjarga áhöfn- iniii með því að koma henni í annað brezkt skip, Browning. Nú minnist ég þess, að fyrir fáum dögum sagði Lundúnaútvarpið frá því, að Royal Sceptre hefði verið sökkt, án aðvörunar, og há- setar og farþegar, sextíu manns, myndu hafa farizt. Mér þætti gaman að vita, hvort sannara er. Schultze minntist lílca á það, meðan við sömdum samtalið, að hann væri kafbátsforingi sá, sem hefði loftleiðis sent Winston Churchill ófyrirleitið skeyti um staðsetningu brezks skips, er hann hefði sökkt nýlega, svo að flotamálaráðherrann gæti látið bjarga áhöfninni. En aðeins ein- um eða tveim dögum áður hafði Churchill skýrt neðri málstof- unni frá því, að þýzki kafbáta- foringinn, sem sendi honum skeytið, liefði vrið tekinn og væri nú herfangi í Bretlandi. Eg minnti foringjann á þetta, og bað hann um afrit af skeyti hans. Leiðarbók hans var í Kiel, en við símuðum þangað og lét- um lesa olckur skeytið. Mér létti við það. Rétt áður en við fórum í útvarpið, gladdi mig annað enn 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.