Heimilisritið - 01.03.1945, Síða 54
/
I Spurningar og svör j
Vmuiiimiiiiiiiiiiiiiiiii (IIIIIIIIIIII 11(11111(1(11«*^
RABBAÐ VIÐ KUNNINGJANA
MÉR berst nú orðið svo mikið
af spurningum, að spyrjendumir
verða að afsaka þótt dráttur
kunni að verða á sumum svörun-
um.
Eins og ég hef áður tekið
fram þá áskil ég mér rétt til að
svara ekki öllum spurningum
sem mér eru sendar. En haldið
samt áfram að skrifa mér, ég er.
alltaf spennt að opna þau bréf
sem ég fæ, og mér þykir gaman
að glíma við vandamál daglega
lífsins.
Þó að ég hafi reynt að ráða
skapeinkenni eins bréfritara af
skrift hans, þá segi ég það
eins og er, að ég treysti mér
ekki til að lesa þannig úr skrift
framvegis. Til þess þarf sér-
þekkingu, sem ég hef ekki og
veit ekki til að nokkur hafi hér
á landi.
Sumir þeirra sem skrifa mér
vilja síður að ég birti bréf
þeirra. Það er sjálfsagt að taka
það til greina, ef bréfin em
þess eðlis. Annars verða þeir,
er skrifa mér, að gera sér grein
fyrir því, að ég stytti flest
bréfin, sem ég birti og lagfæri
þau, þegar mér firnst þess.
þurfa.
SVAR TIL A: H.
Eg þakka þetta einlæga bréf
frá þér. Mér þykir leitt að segja,
að ég er hrædd um að ógem-
ingur sé að fá bót á því, sem
þú ræðir um. Ekki væri þó
óhugsandi að læknir gæti gefið
þér eitthvert ráð. Dóttir þín
fengi vafalaust einhverja bót,
ef hún færi strax í nudd og
yrði stöðugt í því um nokkra
mánaða skeið. — Reyndar
myndi ég ekki taka mér þetta
svona nærri. Þetta er ekki eins
sjaldgæft og þú heldur. Og
margur hefur yfir meiru að
kvarta, án þess að láta það á
sig fá.
KAUP A ENSKUM RITUIVI
Sp.: Góða Eva Adams. Eg sé,
að þú ert fróð um marga hluti,
svo að mér datt í hug að leita
til þín og biðia big að gefa
mér dálitlar upnlýsinear.
Ef mig lanear til að fá bók
eða blað heint frá Ameríku eða
Enelandi. er þá nóg að senda
pöntun til úteefandans oe biðja
um að senda mér í nóst.kröfu —
eða þarf ég að fá eitthvað sér-
stakt levfi? — Ef mig langar til
að gerast. áskrífandi að ensku
eða amerísku tímariti, hvað á
ég bá að gera?
Með vinsemd og fyrirfram
þakklæti,
Jón fáfróði.
Sv. Vegna pappírsskömt-
unar í Ameríku, og þó einkum
í Englandi, er erfitt að fá ýms
tímarit frá þessum löndum.
Sérstaklega á þetta við um fag-
tímarit. En í mörgum tilfellum
fást þó allar algenear bækur og
tímarit, ef þau eru pöntuð sér-
staklega hjá útgefanda. Ekkert
leyfi þarf til þess að fá þau
innflutt. Bókaverzlanir hérna fá
talsvert af útbreiddustu tíma-
ritum á enskri tungu, svo að
52
HEIMILISRITIÐ