Heimilisritið - 01.03.1945, Qupperneq 59
Um kvöldið lagði skipið akk-
erum fyrir utan litla, danska
höfn. Anna stóð við borðstokk-
inn og horfði á ljósin í landi.
Hún fékk hjartslátt. Henni datt
í hug, hversu dásamlegt það
hefði verið, ef allt hefði verið
óbreytt frá því sem áður var
á milli Martins og Matildu.
Þá hefði hann, frænka hans
og hún, farið í land eftir kvöld-
verð og getað notað kvöldið til
þess að skoða sig um í landi.
Hún varð ekki vör við að
Martin færi í bátana, sem lögðu
frá skipshlið. Þó beið hún þang-
að til hringt hafði verið til
kvöldverðar.
Hún gekk inn í klefa sinn,
og vonaði með sjálfri sér, að
Martin væri kominn. En hann
var þar ekki.
Hún andvarpaði og gekk ao
snyrtiborðinu. Henni varð litið
á umslag sem lagt hafði verið
fyrir framan spegilinn.
Hún opnaði það með skjálf-
andi fingrum. Bréfið var stutt og
laggott:
„Anna mín. — Eftir það sem
á milli okkar Matildu hefur far-
ið, er mér ómögulegt að dvelja
lengur í skipinu. Eg fer i land
með fyrsta bátnum, sem fer
frá skipinu, og svo með jám-
braut til næsta flugvallar. Eg
vonast til að verða í London
með morgninum. Sé þig þegar
þú kemur aftur. Fyrirgefðu
mér, en ég áleit að bezt væri
að fara á þennan hátt. — Mart-
in“.
Hún hélt blaðsneplinum fyrir
framan sig og starði lengi á
hann, án þess að sjá nokkurn
skapaðan hlut. Martin var far-
inn! Hann hafði læðst í burtu
án þess að kveðja. Hann var
farinn aftur til London — til
leikritsins og Zenu Gaye!
Tár fylltu augu Önnu, en
þau runnu ekki niður kinnam-
ar.
Hún stóð þarna lengi hreyf-
ingarlaus. Henni datt í hug,
livort hún ætti að segja Mat-
ildu frá bréfinu, en húnhættivið
það. Hún vildi ekki láta hana
verða vara við, hversu hún tók
sér brottför Martins nærri.
•Hún stakk bréfinu aftur í
umslagið og fór í annan kjól,
umhugsunarlaust. Þegar hún
gekk um herbergið sá hún ýmsa
hluti, sem Martin átti — háls-
bindi, sokka, skó, því að hann
hafði farið eins og hann stóð,
án þess að taka nokkuð með
sér.
Hún reyndi eftir megni að
birgja niðri í sér grátinn.
„Eg vil ekki gráta! Eg vil
ekki gráta!“ endurtók hún hvað
eftir annað í ákafa.
Loks var hún tilbúin að
fara inn í matsalinn. Hún gekk
inn í klefa Matildu. Gamla kon-
an leit aftur fyrir hana.
„Nú, er Martin ekki tilbúnn
ennþá ?“ spurði hún.
HEIMILISRITIÐ
57