Heimilisritið - 01.03.1945, Qupperneq 60

Heimilisritið - 01.03.1945, Qupperneq 60
Anna hristi höfuðið. „Nei,“ sagði liún og reyndi að láta eins og ekkert væri um að vera. „Hann er farinn. Hann skildi eftir nokkrar línur og sagðist ætla að flúga til Lond- on“. „Pljúga til London!“ Matilda starði agndofa á hana andartak. „Jæja, svona ætlar hann þá að hegða sér, pilturinn!" hún lagði höndina á öxl Önnu. „Hvað um það, maturinn er til- búinn“, sagði hún lágrödduð. „Við skulum fá okkur að horða. Hann er ekki þess virði, að maður sé með áhyggjur út af honum“. Þær gengu áleiðis til borð- salarins. Eftir kvöldverð átti að halda hljómleika fyrir þá, sem ekki fóru í land. Um daginn hafði verið spurst fyrir um söngvara og spilara á meðal farþeganna, og Matilda hafði látið nafn Önnu á söngvaraskrána, án vit- undar hennar. „En, Matilda, mér cr ekki nokkur leið að syngja!“ stundi Anna angistarlega, þegar hún sá að hún var ein af þeim, sem voru á skemmtiskránni. „Hvaða vitleysa", sagði sú gamla. „Þú hefur prýðilega rödd, miklu betri en flestir aðrir, það get ég fullvissað þig um“. „En —“ Anna beit á vör. Hvemig gat hún skýrt það fyrir Matildu að henni væri ómögulegt að fara upp á sviðið þama og syngja — cins og ekkert hefði í skorist? Þráði hún ekki mest, að komast. inn í klefann sinn, að vera ein, fjærri öllu þessu forvitna fólki, sem hlaut að velta því fyrir sér, hvað orðið hefði af Martin? Svo varð henni ljóst, að ef hún læddist í burtu, væri það sama og að auglýsa hversu þungt henni félli brottför hans. Og það vildi hún sízt af öllu að vitn- aðist. Hún varð að koma fram eins og allt væri með feldu, láta fólk halda að ekkert óvænt hefði gerst. Svo gekk hún inn í stóra samkomusalinn með Matildu. Þar voru samankomnir á að gizka þrjú hundruð farþegar. Skyndilega varð Anna gripin á- köfum, óttablöndnum kvíða. Hún var ólærð og óæfð söngkona. Hún hafði áður aðeins sungið smálög sér til afþreyingar, söngva, sem mamma hennar hafði kennt henni. Stundumhafði hún líka sungið dægurlög fvrir Martin og frænku hans, heima á Monks Longton. Svo þegar fyrsti skemmtilið- urinn hófst og stór og feitur maður tók að kyrja uppi á sviðinu, náði hún valdi yfir sér. Iiún gat að minnsta kosti ekki verið verri söngvari en þessi náungi! Fleiri komu á eftir og loks l.om að Önnu. Matilda leit bros- 58 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.